Íslendingar ferðist ekki til útlanda að nauðsynjalausu

Embætti land­lækn­is hvet­ur þau sem þurfa að ferð­ast er­lend­is til að gæta að per­sónu­leg­um sótt­vörn­um og bólu­sett­ir eru hvatt­ir til að fara í sýna­töku við heim­komu.

Íslendingar ferðist ekki til útlanda að nauðsynjalausu
Þórólfur Guðnason og Alma Möller Embætti landlæknis mælir ekki með ferðalögum til annarra landa en Grænlands nema nauðsyn komi til. Mynd: Heiða Helgadóttir

Embætti landlæknis ráðleggur íbúum Íslands að ferðast ekki að nauðsynjalausu til útlanda. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef embættisins í dag sem Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir undirritar.

„Í ljósi aukinna smita í mörgum löndum heims er nú öllum íbúum Íslands ráðlagt að ferðast ekki að nauðsynjalausu til skilgreindra áhættusvæða, sem í dag eru öll lönd og svæði heims nema Grænland,“ segir í tilkynningunni. „Reglulega er endurmetið hvort lönd falli undir áhættusvæði en sóttvarnalæknir telur ekki tímabært að breyta áhættusvæðum eins og er. Stór hluti annarra þjóða er enn óbólusettur og mikið um smit meðal óbólusettra en bólusettir einstaklingar smitast líka og geta smitað aðra, þótt bólusetning verji einstaklinginn gegn alvarlegum sjúkdómi.“

Embætti biður þá sem þurfa að ferðast um að hafa í huga að raskanir geti orðið á flugi og breytingar á reglum í öðrum löndum með litlum fyrirvara sem geta valdið erfiðleikum á að komast heim. Þá eigi þeir sem greinast með Covid-19 ekki að ferðast og þurfi að fylgja tilmælum í viðkomandi landi.

„Allir eru hvattir til að fara í sýnatöku sem fyrst ef einkenna verður vart“

„Þeir sem þurfa að ferðast erlendis eru beðnir að sýna varúð og sinna persónulegum sóttvörnum á ferðalaginu og erlendis, þ.m.t. tíðum handþvotti, forðast mannþröng og nánd við ótengda aðila og nota andlitsgrímur. Allir eru hvattir til að fara í sýnatöku sem fyrst ef einkenna verður vart. Einkennalausir ferðamenn eru einnig hvattir til að fara í sýnatöku við heimkomu til Íslands, þó þeir séu bólusettir, sem hægt er að panta á heilsuvera.is“.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
2
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár