Myndaspurningar:
Á myndinni hér að ofan sést ein allra, allra frægasta ballerína heims í upphafi 20. aldar. Hvað hét hún?
***
Aðalspurningar:
1. Rabat heitir höfuðborgin í ... hvaða landi?
2. Hvers konar dýr er andarnefja?
3. Michael Phelps heitir Bandaríkjamaður nokkur, nýorðinn 36 ára. Hvað gerði hann sér til frægðar fyrr á öldinni?
4. Kona ein var nefnd Sérasade — þótt stafsetning nafnsins sé nokkuð á reiki. Hvað gerði hún sér til frægðar?
5. Eleanor Roosevelt hét eiginkona Franklins Roosevelts Bandaríkjaforseta, og heilmikill skörungur. Hvað var ættarnafn hennar áður en hún gekk að eiga Roosevelt verðandi forseta?
6. Magnea heitir ein persónan í sjónvarpsþáttaröðinni Kötlu. Hún er svo fársjúk að hún má ekki mæla, og eiginmaður hennar stendur því frammi fyrir ákveðnu siðferðilegu vandamáli þegar tvífari hennar birtist — svona bráðhress og heilsuhraust. Hver leikur Magneu?
7. En hver leikur eiginmann hennar, Gísla?
8. Hver skrifaði bókina The Murder of Roger Ackroyd árið 1926?
9. En meðal annarra orða, hver drap Roger Ackroyd?
10. Hve margir þéttbýlisstaðir eru á þjóðveginum milli Hveragerðis og Víkur í Mýrdal?
***
Seinni myndaspurning:
Hver liggur hér dauður fyrir hunda og manna fótum?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Marokkó.
2. Hvalur.
3. Einstakur afreksmaður í sundi.
4. Sagði sögur í þúsund og eina nótt.
5. Roosevelt.
6. Sólveig Arnarsdóttir.
7. Þorsteinn Bachmann.
8. Agatha Christie.
9. Sögumaðurinn í bókinni.
10. Þrír - Selfoss (Árborg), Hella og Hvolsvöllur.
***
Svör við myndaspurningum:
Á efri myndinni er Anna Pavlova.
Á neðri myndinni er restin af Heinrich Himmler.
Athugasemdir