483. spurningaþraut: Þetta eru þrautir sunnudagsins

483. spurningaþraut: Þetta eru þrautir sunnudagsins

Myndaspurningar:

Á myndinni hér að ofan sést ein allra, allra frægasta ballerína heims í upphafi 20. aldar. Hvað hét hún?

***

Aðalspurningar:

1.  Rabat heitir höfuðborgin í ... hvaða landi?

2.  Hvers konar dýr er andarnefja?

3.  Michael Phelps heitir Bandaríkjamaður nokkur, nýorðinn 36 ára. Hvað gerði hann sér til frægðar fyrr á öldinni?

4.  Kona ein var nefnd Sérasade — þótt stafsetning nafnsins sé nokkuð á reiki. Hvað gerði hún sér til frægðar?

5.  Eleanor Roosevelt hét eiginkona Franklins Roosevelts Bandaríkjaforseta, og heilmikill skörungur. Hvað var ættarnafn hennar áður en hún gekk að eiga Roosevelt verðandi forseta?

6.  Magnea heitir ein persónan í sjónvarpsþáttaröðinni Kötlu. Hún er svo fársjúk að hún má ekki mæla, og eiginmaður hennar stendur því frammi fyrir ákveðnu siðferðilegu vandamáli þegar tvífari hennar birtist — svona bráðhress og heilsuhraust. Hver leikur Magneu?

7.  En hver leikur eiginmann hennar, Gísla?

8.  Hver skrifaði bókina The Murder of Roger Ackroyd árið 1926?

9.  En meðal annarra orða, hver drap Roger Ackroyd?

10.  Hve margir þéttbýlisstaðir eru á þjóðveginum milli Hveragerðis og Víkur í Mýrdal?

***

Seinni myndaspurning:

Hver liggur hér dauður fyrir hunda og manna fótum?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Marokkó.

2.  Hvalur.

3.  Einstakur afreksmaður í sundi.

4.  Sagði sögur í þúsund og eina nótt.

5.  Roosevelt.

6.  Sólveig Arnarsdóttir.

7.  Þorsteinn Bachmann.

8.  Agatha Christie.

9.  Sögumaðurinn í bókinni.

10.  Þrír - Selfoss (Árborg), Hella og Hvolsvöllur.

***

Svör við myndaspurningum:

Á efri myndinni er Anna Pavlova.

Á neðri myndinni er restin af Heinrich Himmler.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
5
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu