Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

483. spurningaþraut: Þetta eru þrautir sunnudagsins

483. spurningaþraut: Þetta eru þrautir sunnudagsins

Myndaspurningar:

Á myndinni hér að ofan sést ein allra, allra frægasta ballerína heims í upphafi 20. aldar. Hvað hét hún?

***

Aðalspurningar:

1.  Rabat heitir höfuðborgin í ... hvaða landi?

2.  Hvers konar dýr er andarnefja?

3.  Michael Phelps heitir Bandaríkjamaður nokkur, nýorðinn 36 ára. Hvað gerði hann sér til frægðar fyrr á öldinni?

4.  Kona ein var nefnd Sérasade — þótt stafsetning nafnsins sé nokkuð á reiki. Hvað gerði hún sér til frægðar?

5.  Eleanor Roosevelt hét eiginkona Franklins Roosevelts Bandaríkjaforseta, og heilmikill skörungur. Hvað var ættarnafn hennar áður en hún gekk að eiga Roosevelt verðandi forseta?

6.  Magnea heitir ein persónan í sjónvarpsþáttaröðinni Kötlu. Hún er svo fársjúk að hún má ekki mæla, og eiginmaður hennar stendur því frammi fyrir ákveðnu siðferðilegu vandamáli þegar tvífari hennar birtist — svona bráðhress og heilsuhraust. Hver leikur Magneu?

7.  En hver leikur eiginmann hennar, Gísla?

8.  Hver skrifaði bókina The Murder of Roger Ackroyd árið 1926?

9.  En meðal annarra orða, hver drap Roger Ackroyd?

10.  Hve margir þéttbýlisstaðir eru á þjóðveginum milli Hveragerðis og Víkur í Mýrdal?

***

Seinni myndaspurning:

Hver liggur hér dauður fyrir hunda og manna fótum?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Marokkó.

2.  Hvalur.

3.  Einstakur afreksmaður í sundi.

4.  Sagði sögur í þúsund og eina nótt.

5.  Roosevelt.

6.  Sólveig Arnarsdóttir.

7.  Þorsteinn Bachmann.

8.  Agatha Christie.

9.  Sögumaðurinn í bókinni.

10.  Þrír - Selfoss (Árborg), Hella og Hvolsvöllur.

***

Svör við myndaspurningum:

Á efri myndinni er Anna Pavlova.

Á neðri myndinni er restin af Heinrich Himmler.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár