Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

483. spurningaþraut: Þetta eru þrautir sunnudagsins

483. spurningaþraut: Þetta eru þrautir sunnudagsins

Myndaspurningar:

Á myndinni hér að ofan sést ein allra, allra frægasta ballerína heims í upphafi 20. aldar. Hvað hét hún?

***

Aðalspurningar:

1.  Rabat heitir höfuðborgin í ... hvaða landi?

2.  Hvers konar dýr er andarnefja?

3.  Michael Phelps heitir Bandaríkjamaður nokkur, nýorðinn 36 ára. Hvað gerði hann sér til frægðar fyrr á öldinni?

4.  Kona ein var nefnd Sérasade — þótt stafsetning nafnsins sé nokkuð á reiki. Hvað gerði hún sér til frægðar?

5.  Eleanor Roosevelt hét eiginkona Franklins Roosevelts Bandaríkjaforseta, og heilmikill skörungur. Hvað var ættarnafn hennar áður en hún gekk að eiga Roosevelt verðandi forseta?

6.  Magnea heitir ein persónan í sjónvarpsþáttaröðinni Kötlu. Hún er svo fársjúk að hún má ekki mæla, og eiginmaður hennar stendur því frammi fyrir ákveðnu siðferðilegu vandamáli þegar tvífari hennar birtist — svona bráðhress og heilsuhraust. Hver leikur Magneu?

7.  En hver leikur eiginmann hennar, Gísla?

8.  Hver skrifaði bókina The Murder of Roger Ackroyd árið 1926?

9.  En meðal annarra orða, hver drap Roger Ackroyd?

10.  Hve margir þéttbýlisstaðir eru á þjóðveginum milli Hveragerðis og Víkur í Mýrdal?

***

Seinni myndaspurning:

Hver liggur hér dauður fyrir hunda og manna fótum?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Marokkó.

2.  Hvalur.

3.  Einstakur afreksmaður í sundi.

4.  Sagði sögur í þúsund og eina nótt.

5.  Roosevelt.

6.  Sólveig Arnarsdóttir.

7.  Þorsteinn Bachmann.

8.  Agatha Christie.

9.  Sögumaðurinn í bókinni.

10.  Þrír - Selfoss (Árborg), Hella og Hvolsvöllur.

***

Svör við myndaspurningum:

Á efri myndinni er Anna Pavlova.

Á neðri myndinni er restin af Heinrich Himmler.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár