Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Engin rök fyrir takmörkunum ef 97% smitaðra veikjast lítið

Björn Leví Gunn­ars­son þing­mað­ur seg­ist ekki sjá rök fyr­ir sam­komutak­mörk­un­um ef þorri Covid-smit­aðra sýni væg eða eng­in ein­kenni.

Engin rök fyrir takmörkunum ef 97% smitaðra veikjast lítið
Björn Leví Gunnarsson Þingmaður Pírata segir vikuna geta skorið úr um nauðsyn samkomutakmarkana. Mynd: Pressphotos.biz / Geiri

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýnir stefnuleysi stjórnvalda í sóttvarnaraðgerðum og segir markmið þeirra óskýr. Aðalatriðið nú sé að langflest hinna smituðu finni ekki fyrir sterkum einkennum.

Fram hefur komið að 97 prósent smitaðra eru með væg eða engin einkenni vegna Covid eins og staðan er í dag. Aðeins sextán af rúmlega sex hundruð sjúklingum sem sæta eftirliti vegna veirunnar, eru gulmerktir samkvæmt litakóðunarkerfi Landspítalans sem flokkar sjúklinga eftir alvarleika einkenna. Enginn er rauðmerktur, en 593 grænmerktir.

„Eftir því sem tíminn líður fáum við skýrari mynd af því hvernig þessu fólki reiðir af,“ segir Runólfur Pálsson, yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítala í viðtali við Morgunblaðið í dag.

Björn Leví sagði á föstudag að þessi vika mundi líklega skera úr um hvort þorri sýktra yrði áfram einkennalaus. „Ef þróunin verður áfram svona, 97 prósent með nær engin einkenni, þá sé ég ekki rök fyrir takmörkunum,“ skrifaði hann um málið á Facebook. „Það þyrfti að minnsta kosti einhver að útskýra það betur en hefur verið gert hingað til.“

Sé stefnan einfaldlega sú að komast að því hvort þessi nýjasta bylgja faraldursins reynist alvarleg, sem sé ekki raunin hingað til, þurfi að taka það skýrt fram. Þannig skorti skýrar sviðsmyndir og langtímamarkmið takmarkanna.

„Hefur það til dæmis einhverja þýðingu ef áhrifin reynast ekki alvarleg á fólk sem er bólusett? Hverju myndi það breyta og hvert yrði framhaldið?“ spyr Björn Leví í samtali við Stundina.

„Ef óttinn er á hinn bóginn að hér þróist séríslenskt afbrigði veirunnar þarf líka að segja það skýrt,“ bætir hann við. „Af því að það er ekki verið að bólusetja allan heiminn á sama tíma munu koma upp ný afbrigði sem ferðast milli landa. Ef þetta er framkvæmdin verða að vera takmarkanir út um allan heim og mun þurfa að verða þannig í nokkur ár. Hvenær verður það sagt með skýrum hætti hvort einhvers konar takmarkanir verði viðvarandi næstu árin?“

Nærri öll dauðsföll meðal óbólusettra

Nær öll dauðsföll af völdum veirunnar í Bandaríkjunum eru meðal óbólusettra, bendir þingmaðurinn síðan á og vitnar þar í rýni AP-fréttastofunnar. Af fleiri en 18.000 dauðsföllum þar vestanhafs í maí voru um 150 hinna látnu bólusettir, eða rétt tæplega eitt prósent.

„Þetta sýnir fram á að bóluefnin er að virka. Spurningin er þá hvað það þýðir í stóra samhenginu varðandi takmarkanir?“ spyr Björn Leví.

Dauðsföllum hefur farið snarfækkandi í Bandaríkjunum frá því sem mest var í janúar þegar um 3.400 manns létust daglega af völdum Covid. Um 53 prósent Bandaríkjamanna eru fullbólusettir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár