Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

481. spurningaþraut: Hvað var Nixon að vilja útí miðju Kyrrahafi?

481. spurningaþraut: Hvað var Nixon að vilja útí miðju Kyrrahafi?

Myndaspurning sú hin fyrri:

Hver er konan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hér er ein spurning afgangs frá rottuspurningum gærdagsins: MUS MINIMUS var heiti Rómverja hinna fornu yfir mýs. En hvað kölluð Rómverjar rottur?

2.  Í hvaða landi eru héruðin Sussex og Wessex?

3.  Þann 24. júlí 1969 flaug Nixon Bandaríkjaforseti með þyrlu frá Havaí út á gamalt flugvélamóðurskip sem breytt hafði verið í fjarskiptaskip. Nixon svaf eina nótt um borð í skipinu en fór svo daginn eftir með annarri þyrlu út á flugvélamóðurskipið Hornet sem var statt 1.500 kílómetra suðvestur af Havaí. Hvaða ferðalag var þetta á Bandaríkjaforseta?

4.  Ferdinand von Zeppelin var brautryðjandi í þróun hvaða tækja?

5.  Led Zeppelin var aftur á móti rokkhljómsveit. Hver var söngvari í þeirri hljómsveit?

6.  Hinn mikilfenglegi Óður til gleðinnar er hluti af hvaða tónverki?

7.  Þann 20. apríl 1950 flutti Tómas Guðmundsson skáld kvæði þar sem hann hyllti „þá ungu list, sem eftir stundarbið, / fer eldi logans helga um þetta svið“ og lýsti því hvernig „undrið hefir gerst, / frá ógn og hruni skynjun vor er snúin, / til liðs við allt, sem valdi dauðans verst“. Við hvaða hátíðlega tækifæri flutti Tómas þetta kvæði sitt?

8.  Þær kynslóðir sem lærðu dönsku af Andrésblöðunum vilja flestar enn kalla ákveðna persónu í blöðunum Fedtmule — eða eitthvað álíka — því það heitir persónan á dönsku. En hvað var persónan nefnd eftir að farið var að þýða Andrésblöðin á íslensku?

9.  Hvaða land vann Eurovision keppnina nú í vor?

10.  Elín Pálmadóttir var í áratugi afkastamikil blaðakona og skrifaði að auki merk rit um franska sjómenn við Ísland og fleira. Á hvaða dagblaði starfaði Elín nær alla sína starfsævi?

***

Myndaspurning sú hin seinni:

Hvaða mikilsháttar borg til forna hafði svo mikla, vandlega byggða og glæsilega höfn?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Mus maximus.

2.  Bretlandi.

3.  Hann var að taka á móti tunglförunum úr Appollo 11.

Armstrong, Collins, Aldrin og Nixon

4.  Loftskipa.

5.  Robert Plant.

6.  Níundu sinfóníu Beethovens.

7.  Vígslu Þjóðleikhússins.

8.  Guffi.

9.  Ítalía.

10.  Morgunblaðinu.

***

***

Svör við myndaspurningum:

Á efri myndinni er Cate Blanchett kvikmyndastjarna.

Á neðri myndinni er hafnarhverfið í Karþagó, skammt frá hinni núverandi Túnisborg.

***

Og lítið á hlekkina hér að neðan!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár