Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

481. spurningaþraut: Hvað var Nixon að vilja útí miðju Kyrrahafi?

481. spurningaþraut: Hvað var Nixon að vilja útí miðju Kyrrahafi?

Myndaspurning sú hin fyrri:

Hver er konan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hér er ein spurning afgangs frá rottuspurningum gærdagsins: MUS MINIMUS var heiti Rómverja hinna fornu yfir mýs. En hvað kölluð Rómverjar rottur?

2.  Í hvaða landi eru héruðin Sussex og Wessex?

3.  Þann 24. júlí 1969 flaug Nixon Bandaríkjaforseti með þyrlu frá Havaí út á gamalt flugvélamóðurskip sem breytt hafði verið í fjarskiptaskip. Nixon svaf eina nótt um borð í skipinu en fór svo daginn eftir með annarri þyrlu út á flugvélamóðurskipið Hornet sem var statt 1.500 kílómetra suðvestur af Havaí. Hvaða ferðalag var þetta á Bandaríkjaforseta?

4.  Ferdinand von Zeppelin var brautryðjandi í þróun hvaða tækja?

5.  Led Zeppelin var aftur á móti rokkhljómsveit. Hver var söngvari í þeirri hljómsveit?

6.  Hinn mikilfenglegi Óður til gleðinnar er hluti af hvaða tónverki?

7.  Þann 20. apríl 1950 flutti Tómas Guðmundsson skáld kvæði þar sem hann hyllti „þá ungu list, sem eftir stundarbið, / fer eldi logans helga um þetta svið“ og lýsti því hvernig „undrið hefir gerst, / frá ógn og hruni skynjun vor er snúin, / til liðs við allt, sem valdi dauðans verst“. Við hvaða hátíðlega tækifæri flutti Tómas þetta kvæði sitt?

8.  Þær kynslóðir sem lærðu dönsku af Andrésblöðunum vilja flestar enn kalla ákveðna persónu í blöðunum Fedtmule — eða eitthvað álíka — því það heitir persónan á dönsku. En hvað var persónan nefnd eftir að farið var að þýða Andrésblöðin á íslensku?

9.  Hvaða land vann Eurovision keppnina nú í vor?

10.  Elín Pálmadóttir var í áratugi afkastamikil blaðakona og skrifaði að auki merk rit um franska sjómenn við Ísland og fleira. Á hvaða dagblaði starfaði Elín nær alla sína starfsævi?

***

Myndaspurning sú hin seinni:

Hvaða mikilsháttar borg til forna hafði svo mikla, vandlega byggða og glæsilega höfn?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Mus maximus.

2.  Bretlandi.

3.  Hann var að taka á móti tunglförunum úr Appollo 11.

Armstrong, Collins, Aldrin og Nixon

4.  Loftskipa.

5.  Robert Plant.

6.  Níundu sinfóníu Beethovens.

7.  Vígslu Þjóðleikhússins.

8.  Guffi.

9.  Ítalía.

10.  Morgunblaðinu.

***

***

Svör við myndaspurningum:

Á efri myndinni er Cate Blanchett kvikmyndastjarna.

Á neðri myndinni er hafnarhverfið í Karþagó, skammt frá hinni núverandi Túnisborg.

***

Og lítið á hlekkina hér að neðan!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár