Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

477. spurningaþraut: Að mála bæinn rauðan

477. spurningaþraut: Að mála bæinn rauðan

Fyrri myndaspurning.

Hér að ofan er skjáskot úr allfrægri kvikmynd frá 1973 þar sem farið var bókstaflega í að „mála bæinn rauðan“. Hver er leikarinn sem sést í hægra megin? Lárviðarstig er í boði fyrir að vita hvaða bíómynd var um að ræða.

***

Aðalspurningar:

1.  Píanókvinett í A-dúr heitir frægt tónverk sem heyrðist fyrst árið 1819. Það er kennt við fisk, ótrúlegt nokk. Hvaða fisk?

2.  Hver samdi þennan kvintett?

3.  Kona ein fæddist 1989 og hefur skrifað lærða ritgerð í örverufræði um áhrif andoxunarefna á lífsferil þráðorma. Hún lagði þó örverufræðina á hilluna og úrskrifaðist úr háskóla með gráðu í alþjóðasamskiptum og hagfræði. Meðan hún var í skóla vann hún fyrir sér hjá Innflytjendastofnun Bandaríkjanna og afgreiddi á bar þess á milli. Hún er ævinlega brosmild og baráttuglöð. Hvað heitir hún?

4.  Frá hvaða landi kom Krókódíla-Dundee sá sem garðinn gerði frægan fyrir einhverjum tíma síðan?

5.  The Mandalorian heitir vinsæl hasarsería í sjónvarpi sem víða er sýnd þessi misserin. Hún er sprottin af enn vinsælli bíómyndaseríu sem kallast ...?

6.  Karl einn fæddist 1452 í smábæ tæpa 30 kílómetra frá hinni frægu borg Flórens. Hann kenndi sig alla ævi við smábæinn þar sem hann fæddist en starfaði ekki síst í Flórens. Hver var þetta?

7.  Hvaða ár var Háskóli Íslands stofnaður?

8.  Hver færði hinum fornu Hebreum eða Gyðingum boðorðin sem sögð voru frá guði?

9.  Á fjallinu þar sem boðorðin voru afhent, þar hafði guð og/eða engill hans áður birst sama karli með mikilvæg skilaboð, en var þá í nokkuð óvenjulegu líki. Hann birtist nefnilega sem ... hvað?

10.  Hvaða fræga fyrirtæki hleyptu þeir Kevin Systrom og Mike Krieger af stokkunum 2010?

*** 

Seinni myndaspurning:

Hér að neðan sést umslag plötu sem út kom 1981. Hvað hét platan og hver er söngkonan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Silung.

2.  Schubert.

3.  Alexandria Ocasio-Cortez, þingmaður í Bandaríkjunum.

4.  Ástralíu.

5.  Star Wars.

6.  Leonardo da Vinci.

7.  1911.

8.  Móse.

9.  Brennandi runni.

10.  Instagram.

***

Svör við myndaspurningum:

Leikarinn á efri myndinni er vitanlega Clint Eastwood.

Lárviðarstigið fæst svo fyrir að muna nafnið á meistaraverkinu ódauðlega, High Plains Drifter.

Á neðri myndinni er plötuumslagið Litli Mexíkaninn með barnastjörnunni Kötlu Maríu.

Þið fáið rétt þótt þið nefnið plötuna „Lítill Mexíkani“ án greinis.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár