Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Coviðspyrnan hélt upp á „Ivermectin daginn“ og undirbýr framboð

Hóp­ur­inn Covið­spyrn­an und­ir for­ystu Jó­hann­es­ar Lofts­son­ar, for­manns Frjáls­hyggju­fé­lags­ins safn­að­ist við Al­þingi og hvatti til notk­un­ar lyfs­ins Iver­mect­in. Ný­lega komu í ljós stór­ir ágall­ar á þekkt­ustu rann­sókn­inni sem sýna átti fram á kosti lyfs­ins.

Coviðspyrnan hélt upp á „Ivermectin daginn“ og undirbýr framboð
Jóhannes Loftsson Formaður Frjálshyggjufélagsins segir framboð í tengslum við hópinn Coviðspyrnuna vera í bígerð. Myndin er frá mótmælum hópsins frá því í október 2020. Mynd: Heiða Helgadóttir

Fólk tengt hópnum Coviðspyrnan, sem hefur staðið fyrir samkomum og umræðu á samfélagsmiðlum um sóttvarnaraðgerðir ríkisstjórnarinnar, undirbýr framboð til Alþingis. Hópurinn safnaðist fyrir utan Alþingi á laugardag og hvatti til notkunar lyfsins Ivermectin gegn Covid-19, sem rannsóknir hafa ekki sýnt hvort nýtist gegn sjúkdómnum eða ekki.

Jóhannes Loftsson, formaður Frjálshyggjufélagsins, hefur farið fyrir hópnum með greinaskrifum og skipulagningu. Stundin hefur áður fjallað um erindi sem Jóhannes flutti á fundi félagsins í desember 2019 þar sem hann sagði bráðnun jökla á Íslandi ekki vera af mannavöldum. Fundurinn var í samstarfi við Rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál, sem hefur eins og Frjálshyggjufélagið verið sögulega tengt mörgum af helstu hugmyndafræðingum Sjálfstæðisflokksins. Á meðal annarra ræðumanna voru Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, og tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, sem flutti erindið „Er pönkið dautt? Listamenn í rétttrúnaðarfangelsi“.

Nú undirbýr Jóhannes hins vegar framboð undir öðrum formerkjum. „Mikill kraftur er kominn í frelsislaugardaginn nú eftir að við fórum að undirbúa framboð og mesti fjöldi mætti fram að þessu,“ skrifaði hann til kynningar viðburðinum. „Ekki veitir af því þjóðin verður að fara að vakna.“

„Eina leiðin til þess að það sé hlustað á okkur er að stofna stjórnmálaafl“

Kröfur hópsins hafa hingað til verið að yfirvöld láti af takmörkunum sínum á samkomum og starfsemi vegna faraldursins. Einnig hafa heyrst kröfur eins og „nei við prófum“ og „nei við bóluefni“, auk þess sem meðlimir hópsins hvetja til þess að lyfið Ivermectin verði leyft gegn Covid-19. Viðburðurinn var enda haldinn á því sem kallað er „Alþjóðlegur Ivermectin dagur“.

Undirbúningur stjórnmálaafls á vegum hópsins er í bígerð og hefur verið haldinn fundur þess efnis. „Eina leiðin til þess að það sé hlustað á okkur er að stofna stjórnmálaafl,“ sagði Jóhannes í ræðu á útifundinum á laugardag. „Það er merkilegt að RÚV vill ekki hleypa okkur í þáttinn sinn eða nokkuð fjalla um okkur, þannig að við erum með kosningaloforð um að útvarpsgjaldið verði í valdi hvers manns.“

Rannsókn á Ivermectin reyndist fölsk

Undanfarið ár hefur stuðningur við notkun lyfsins Ivermectin gegn Covid-19 verið áberandi á samfélagsmiðlum og því verið hampað af áhrifavöldum af hægri væng stjórnmálanna. Lyfið hefur verið notað gegn sníkjudýrum og lúsasmiti og er virkni þess að því leytinu til þekkt og studd af rannsóknum. Virkni þess gegn Covid-19 hefur hins vegar veikan vísindalegan grunn og vara bæði lyfjaeftirlit Bandaríkjanna og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO gegn því að nota lyfið í þeim tilgangi, enda sé það ekki veirulyf.

Viðburður CoviðspyrnunnarTugir komu saman fyrir framan Alþingi á laugardag og hópurinn undirbýr nú þingframboð.

The Guardian greindi nýverið frá því að ein helsta rannsóknin á notkun Ivermectin gegn Covid-19 hafi verið fjarlægð af vefnum sem birti hana vegna siðferðislegra ágalla. Rannsóknin var framkvæmd í egypskum háskóla, birt í nóvember og sögð vera svokölluð slembd klínísk tilraun (e. randomized controlled trial) með notkun viðmiðunarhópa. Niðurstaða rannsóknarinnar var að þeir sem veiktust af Covid-19 og fengu Ivermectin snemma gegn sjúkdómnum hafi hlotið góðan bata og það hafi verið 90 prósent lægri dánartíðni hjá þeim sem fengu Ivermectin en viðmiðunarhópnum.

Í mánuðinum var greinin hins vegar fjarlægð þegar í ljós kom að stór hluti hennar var falsaður og byggði á texta úr hinum og þessum fréttatilkynningum og af vefsíðum um Ivermectin sem breytt hafði verið handahófskennt. Undirliggjandi gögn hafi síðan ekki stemmt við niðurstöðu greinarinnar, þar sem aldur þátttakanda var rangt skráður, flestir sjúklinganna sem létust hafi verið látnir áður en rannsóknin hófst og fjöldi þeirra sem fengu Ivermectin og létust hafi verið hærri í gögnunum en í texta greinarinnar.

Þingmaður varar við snákaolíusölumönnum

Aðrar rannsóknir á Ivermectin eru nú í framkvæmd og eins og áður segir er ekkert staðfest um hvort eða hvernig lyfið gæti gagnast í baráttunni við Covid-19.

„Snákaolíusölumennirnir eru hins vegar afgerandi með svona sögur“

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, skrifaði um frétt The Guardian á Facebook sinni á dögunum. „Nú hef ég sem þingmaður fengið þó nokkra tölvupósta um þetta mál og tekið þátt í þó nokkrum umræðum á netinu,“ skrifar hann. „Það hefur verið mjög erfitt að fá fólk í þessum umræðum til þess að treysta vísindalega ferlinu - líklega af því að það er bara ekki nægilega hratt og afgerandi fyrir tilfinningar fólks. Snákaolíusölumennirnir eru hins vegar afgerandi með svona sögur og það er lykillinn að því að þekkja þá innan vísindanna. Ég vona að fólk læri af þessu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár