Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

475. spurningaþraut: Hvaða heimsfræga móðir sá ekki dóttur sína í aldarfjórðung?

475. spurningaþraut: Hvaða heimsfræga móðir sá ekki dóttur sína í aldarfjórðung?

Myndaspurningar eru tvær að þessu sinni.

Hér er sú fyrri:

Hvað kallast sá herbíll sem sést á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað hét dóttir Stalíns sem leitaði hælis á Vesturlöndum árið 1967?

2.  Þá var faðir hennar dáinn fyrir alllöngu en hver var helsti leiðtogi Sovétríkjanna árið þegar hún flúði?

3.  Teresa de Cepeda y Ahumada fæddist í bænum Ávila og var oft kennd við þennan heimabæ sinn. Hvað fékkst Teresa frá Avila við í lífinu?

4.  Hvað eru þeir sem kallast á mörgum algengum erlendum málum aþeiistar?

5.  Tvö af áhrifamestu dagblöðunum annars vegar í London og hins vegar í New York heita sama nafni. Hvaða nafni?

6.  Hvað heitir hins vegar frægasti skemmti- eða útivistargarðurinn í New York?

7.  En kunnasti garðurinn af því tagi í London?

8.  Tómas frændi. Hvers konar húsnæði er honum tengt?

9.  Árið 1963 fæddist hjónum dóttir. Móðir stúlkunnar skildi við föður hennar 1969 og giftist síðar á því ári öðrum manni, heimsfrægum er óhætt að segja. Stúlkan var öðru hvoru hjá móður sinni og nýja manninum, en þó aðallega hjá föður sínum. Þegar pabbinn óttaðist að glata forræðinu yfir dótturinni 1971 í hendur móðurinnar og hins heimsfræga eiginmanns hennar, þá lét hann sig hverfa með litlu stúlkuna og móðirin sá ekki dóttur sína aftur fyrr en 1997 eða 1998. Þá hafði dóttirin lengi gengið undir nafninu Ruth Holman, og var hún löngu orðin gift kona og hafði eignast tvö börn. Móðir hennar hafði hins vegar eignast son með heimsfræga eiginmanninum árið  1975  — og raunar var hún þá löngu orðin heimsfræg sjálf, þótt sér í lagi framan af hefði hún verið ansi umdeild. Hvað heitir þessi heimsfræga móðir sem sá ekki dóttur sína svo lengi?

10.  Hve marga mjólkandi spena hafa kýr?

***

Seinni myndaspurning snertir líka hernað.

Hvaða ríki heldur úti þessum prúða dáta sem hér að neðan sést?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Svetlana.

2.  Brésnef.

3.  Hún var nunna. Raunar var hún dulspekingur og guðfræðingur og sitthvað fleira, en orðið nunna verður að koma fram.

4.  Trúlausir.

5.  Times — New York Times og The Times of London.

6.  Central Park.

7.  Hyde Park. Ekki reyna að hártoga hver er frægasti garðurinn, það er Hyde Park og enginn annar!

8.  Kofi.

9.  Yoko Ono.

10.  Fjórir.

***

Svör við myndaspurningum:

Hertrukkurinn á efri myndinni er af gerðinni Humvee. Ég ætla að gefa rétt fyrir Hummer líka, en svo mun heita borgaútgáfan af þessu flykki.

Dátinn á neðri myndinni gætir mannvirkja í höfuðborg Grikklands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár