Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Það eru engin rétt eða röng viðbrögð við áföllum“

Víð­ir Reyn­is­son, yf­ir­lög­reglu­þjónn al­manna­varna sviðs rík­is­lög­reglu­stjóra, seg­ir að þeg­ar um sé að ræða áföll, eins og hann seg­ir Covid vera, sé mik­il­vægt að sýna öll­um við­bröðg­um skiln­ing. Hann lýs­ir Covid-19 sem langvar­andi sam­fé­lags­legu áfalli og sjálf­ur hef­ur hann þurft að leita sér hjálp­ar til að vinna úr því.

„Það eru engin rétt eða röng viðbrögð við áföllum“
Þreyttur og vonsvikinn Víðir Reynisson varð fyrir miklum vonbrigðum þegar nýjasta bylgja Covid-19 skall á. Hann segist vera orðinn þreyttur á ástandinu eins og aðrir og að hann hefði vonað að hann gæti hvílt sig meira. Mynd: Heiða Helgadóttir

Það er þungt hljóð í Guðmundi Víði Reynissyni, betur þekktum sem Víði, varðandi þá stöðu sem uppi er komin vegna nýrrar bylgju Covid-19 á Íslandi. Hann hljómar þreyttur og það mætti jafnvel segja að hann hljómi bugaður. „Maður var búinn að gera sér vonir um það að komandi vikur yrðu rólegri í þessu svo maður gæti bæði hugað að öðrum verkefnum sem bíða og ná kannski meiri hvíld.“ Víðir hefur nánast sleitulaust staðið vaktina frá upphafi faraldursins, bæði við það að reyna að ná tökum á honum og við að halda almenningi upplýstum um stöðuna á upplýsingafundum almannavarna. 

Verkefni Víðis og  Almannavarna hafa ekki einskorðast við kórónuveirufaraldurinn frá því að hann fór að láta á sér kræla í byrjun árs 2020. Það hafa einnig verið snjóflóð á Vestfjörðum, aftakaveður og stormar, jarðskjálftar og eldgos. Í nóvember síðasta haust greindist Víðir sjálfur með Covid og í byrjun desember fóru einkenni hans versnandi. 

„Það tekur okkur bara smá tíma að átta okkur og ná samstöðunni aftur“

Það er því ekki að furða að Víðir sé þreyttur og bugaður. Þegar honum varð ljóst í hvað stefndi, nýja bylgju, upplifði hann mikil vonbrigði. „Maður var  eins og svo margir aðrir vongóður um að bóluefnið myndi halda. Ég held að vonbrigði sé fyrst og fremst það sem lýsi tilfinningunni sem fór í gegnum og er að fara í gegnum hugann á mér varðandi þessa stöðu,“ segir hann og bætir við:

„Maður er örugglega á sama stað og svo margir aðrir, að vera fúll, pirraður og leiður yfir þessu.“

Hann segir þreytandi að þurfa að endurtaka sömu skilaboðin aftur og aftur. „Maður var bara að vonast til þess að maður þyrfti ekkert að vera taka þessa frasa upp aftur, það væri bara búið að pakka þeim niður og maður þyrfti ekki að nota þá aftur. Ég held að við séum alveg eins þreytt á þessu og allir aðrir.“

Annar tónn í almenningi varðandi þríeykið

Víðir segir þetta langvarandi ástand reyna á fjölskylduna sem sýni honum þó mikinn skilning og stuðning. „Fjölskyldan mín stendur þétt á bak við mig í þessu og það hjálpast allir að í minni góðu fjölskyldu með það að gera mér kleift að sinna þessu verkefni eins og ég þarf. Ég gæti það ekki án minnar góðu fjölskyldu.“

Í gegnum faraldurinn hefur samfélagið einnig staðið við bakið á honum og þríeykinu. Á seinasta ári voru prjónaðir vettlingar og peysur þeim til heiðurs og Rás 2 valdi þríeykið sem manneskju ársins 2020. Þegar Víðir tók við viðurkenningunni ásamt þeim Þórólfi Guðnasyni og Ölmu D. Möller landlækni sagði hann að hann tæki við verðlaununum fyrir hönd stórs hóps, samfélagsins alls. 

„Maður finnur líka að fólk er reitt, það er eðlilegt. Reiði er eðlileg tilfinning“

Hann segir að það sé að einhverju leiti annar tónn í fólki þegar kemur að þríeykinu núna miðað við síðasta ár. Hann sýnir því mikinn skilning. „Þeir sem eru ósáttir vilja kannski eitthvað annað en það sem við erum að leggja til. Þeir eru líka kannski háværari og fá meira pláss. En það er bara eðlilegt að fólk gagnrýni og spyrji gagnrýnna spurninga,“ segir hann og bætir við að eðlilega sé það misjafnt hvernig fólk kemur slíkri gagnrýni til skila. 

„Við erum að horfa til þess að vonbrigðin eru mikil og fólk er reitt og fólk er svekkt. Þar af leiðandi brýst þetta fram með allskonar hætti. Tilfinningarnar spila allskonar með fólk þannig að við verðum öll að taka tillit til hvers annars og virða skoðanir hvers annars og það að við erum mis góð í að tjá okkur. Allir verða að fá að tjá sig.“

Hann segir hlutverk sitt samkvæmt lögum vera skýrt að „vernda líf og heilsu almennings“. „Það er það sem er í forgrunni í okkar vinnu og við verðum að gefa ráðleggingar um aðgerðir í samræmi við það.“

Samstaða skiptir öllu máli

Víðir segir að nýja bylgjan sé vonbrigði fyrir alla og það líði öllum illa og séu orðnir leiðir á ástandinu. „Maður finnur líka að fólk er reitt, það er eðlilegt. Reiði er eðlileg tilfinning. Fólk veit ekki við hvern það á að vera reitt. Veiran er ósýnilegur óvinur og fólk vill kenna einhverjum um en þetta er ekki þannig, þetta er ekki neinum að kenna. Þetta er bara veira sem við erum að fást við sem er alveg óútreiknanleg og það er engum að kenna hvernig staðan er. Eins leiðinlegt og það hljómar og þó svo að allir séu orðnir leiðir á því að þá er ekkert annað hægt að gera en að setja undir okkur hausinn og takast á við þetta,“ segir hann og heldur áfram:

„Við þurfum að finna leiðir til að lifa með þessari veiru. Það er það eina í stöðunni.“

Samstaða meðal almennings telur Víðir vera lykilinn í því að læra að lifa með veirunni. „Samstaða skiptir öllu máli. Ef fólk ákveður að vera ekki með í þessu og fara ekki eftir þessum leiðbeiningum og því sem virkar í þessu þá mun þetta ekkert ganga þannig að við höfum ekkert val, við verðum bara að leysa þetta í sameiningu. Það er því miður ekkert annað í stöðunni. Það er enginn spenntur fyrir því og það voru allir að vonast til þess að við værum komin með gamla lífið okkar aftur en það er bið á því.“

Öll viðbrögð við áföllum eðlileg

Víðir segist ekki vera vonsvikinn með að það virðist vera orðinn klofningur í samstöðu meðal almennings. „Það þýðir ekki. Við erum samfélag fólks með misjafnar skoðanir og tilfinningar og við upplifum hlutina á mismunandi hátt. Við túlkum þær upplýsingar sem eru til staðar hverju sinni með mismunandi hætti þannig að viðbrögðin okkar eru mismunandi. Það er bara eins og í öllum áföllum að þá verður þú að sýna skilning á öllum viðbröðgum. Það eru engin rétt eða röng viðbrögð við áfalli eins og þessu. Það tekur okkur bara smá tíma að átta okkur og ná samstöðunni aftur.“

„Við þurfum að finna leiðir til að lifa með þessari veiru. Það er það eina í stöðunni“

Covid-19 segir hann langvarandi áfall fyrir samfélagið og þegar samfélagið tekst á við áfall eins og þetta segir hann mikilvægt að fólk styðji hvert annað. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að menn ræði saman innan fjölskyldna og vinahópa og styðji hvert annað í því að tala sig í gegnum þetta. Á sama tíma skiptir svo miklu máli að við virðum skoðanir hvers annars þannig að við förum ekki að rífast. Tölum saman en reiðumst ekki.“

Sjálfur hefur Víðir og aðrir starfsmenn almannavarna þurft að nýta sér hjálp fagaðila við að vinna úr áfallinu sem Covid er. „Við erum með félagsstuðning innan hópsins okkar og svo höfum við aðgang að sálfræðingum líka sem við nýtum okkur til að halda uppi baráttuþrekinu.“

Baráttuþrekinu sem Víðir hefur þurft að viðhalda síðan 27.janúar 2020 þegar óvissustigi var lýst yfir á Íslandi vegna kórónuveirunnar eða í um það bil 550 daga. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár