Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

471. spurningaþraut: „Komdu þér í klaustur!“

471. spurningaþraut: „Komdu þér í klaustur!“

Fyrri myndaspurning:

Hver er maðurinn sem situr við skrifborð hér að ofan? Myndina fann ég í Sarpi Þjóðminjasafnsins og litaði hana að gamni mínu, en hún er í raun svarthvít, ljósmyndari Sigurður Guðmundsson.

***

Aðalspurningar:

1.  „Komdu þér í klaustur!“ sagði karl nokkur, helstil hranalega, við konu eina. Það kann meira að segja að vera að með orðinu „klaustri“ hafi hann átt við vændishús. Konan varð miður sín yfir þessum dónaskap. Hvað hét hún?

2.  Nokkru seinna missti hún föður sinn með voveiflegum hætti og það bætti nú ekki geðheilsuna. Hvað hét pabbi hennar?

3.  Nýjasta bíómynd Baltasars Kormáks var frumsýnd 2018 og heitir Adrift. Hvar gerist hún að mestu leyti?

4.  Við hvaða innhaf stendur borgin Vladivostok?

5.  „Hið ljósa man“ og „álfakroppurinn mjói“. Hvaða konu var svo lýst?

6.  Margar þjóðir nota kviðdóma almennings til að skera úr um sekt eða sakleysi í dómsmálum. Hve margir sitja yfirleitt í slíkum kviðdómum?

7.  Hve margir hólmar eru í stærstu Tjörninni í Reykjavík?

8.  En hve mörg eru hólf mannshjartans?

9.  Á Sauðárkróki er hótel sem ber sama heiti og gamlir en mjög vinsælir breskir gamanþættir úr sjónvarpinu — og hér er átt við íslensku þýðinguna á nafni sjónvarpsþáttanna. Sem er hvað?

10.  Til hvers var stjórnarráðshúsið í Reykjavík reist?

***

Seinni myndaspurning:

Hvað heitir konan sem þarna heldur á barni sínu?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Ófelía — úr leikriti Shakespeares.

2.  Polonius.

3.  Á skútu. Ómögulegt er annað en gefa líka rétt fyrir: Úti á sjó.

4.  Við Japanshaf. Ég gef líka rétt fyrir Austurhaf.

5.  Snæfríði Íslandssól úr Íslandsklukku Halldórs Laxness.

6.  Tólf.

7.  Tveir.

8.  Fjögur.

9.  Hótel Tindastóll. Fawlty Towers á ensku.

10.  Sem fangelsi.

***

Svör við myndaspurningum:

Á efri myndinni er Hermann Jónasson.

Á neðri myndinni er Carrie Johnson, eiginkona breska forsætisráðherrans.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár