Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

471. spurningaþraut: „Komdu þér í klaustur!“

471. spurningaþraut: „Komdu þér í klaustur!“

Fyrri myndaspurning:

Hver er maðurinn sem situr við skrifborð hér að ofan? Myndina fann ég í Sarpi Þjóðminjasafnsins og litaði hana að gamni mínu, en hún er í raun svarthvít, ljósmyndari Sigurður Guðmundsson.

***

Aðalspurningar:

1.  „Komdu þér í klaustur!“ sagði karl nokkur, helstil hranalega, við konu eina. Það kann meira að segja að vera að með orðinu „klaustri“ hafi hann átt við vændishús. Konan varð miður sín yfir þessum dónaskap. Hvað hét hún?

2.  Nokkru seinna missti hún föður sinn með voveiflegum hætti og það bætti nú ekki geðheilsuna. Hvað hét pabbi hennar?

3.  Nýjasta bíómynd Baltasars Kormáks var frumsýnd 2018 og heitir Adrift. Hvar gerist hún að mestu leyti?

4.  Við hvaða innhaf stendur borgin Vladivostok?

5.  „Hið ljósa man“ og „álfakroppurinn mjói“. Hvaða konu var svo lýst?

6.  Margar þjóðir nota kviðdóma almennings til að skera úr um sekt eða sakleysi í dómsmálum. Hve margir sitja yfirleitt í slíkum kviðdómum?

7.  Hve margir hólmar eru í stærstu Tjörninni í Reykjavík?

8.  En hve mörg eru hólf mannshjartans?

9.  Á Sauðárkróki er hótel sem ber sama heiti og gamlir en mjög vinsælir breskir gamanþættir úr sjónvarpinu — og hér er átt við íslensku þýðinguna á nafni sjónvarpsþáttanna. Sem er hvað?

10.  Til hvers var stjórnarráðshúsið í Reykjavík reist?

***

Seinni myndaspurning:

Hvað heitir konan sem þarna heldur á barni sínu?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Ófelía — úr leikriti Shakespeares.

2.  Polonius.

3.  Á skútu. Ómögulegt er annað en gefa líka rétt fyrir: Úti á sjó.

4.  Við Japanshaf. Ég gef líka rétt fyrir Austurhaf.

5.  Snæfríði Íslandssól úr Íslandsklukku Halldórs Laxness.

6.  Tólf.

7.  Tveir.

8.  Fjögur.

9.  Hótel Tindastóll. Fawlty Towers á ensku.

10.  Sem fangelsi.

***

Svör við myndaspurningum:

Á efri myndinni er Hermann Jónasson.

Á neðri myndinni er Carrie Johnson, eiginkona breska forsætisráðherrans.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu