Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

471. spurningaþraut: „Komdu þér í klaustur!“

471. spurningaþraut: „Komdu þér í klaustur!“

Fyrri myndaspurning:

Hver er maðurinn sem situr við skrifborð hér að ofan? Myndina fann ég í Sarpi Þjóðminjasafnsins og litaði hana að gamni mínu, en hún er í raun svarthvít, ljósmyndari Sigurður Guðmundsson.

***

Aðalspurningar:

1.  „Komdu þér í klaustur!“ sagði karl nokkur, helstil hranalega, við konu eina. Það kann meira að segja að vera að með orðinu „klaustri“ hafi hann átt við vændishús. Konan varð miður sín yfir þessum dónaskap. Hvað hét hún?

2.  Nokkru seinna missti hún föður sinn með voveiflegum hætti og það bætti nú ekki geðheilsuna. Hvað hét pabbi hennar?

3.  Nýjasta bíómynd Baltasars Kormáks var frumsýnd 2018 og heitir Adrift. Hvar gerist hún að mestu leyti?

4.  Við hvaða innhaf stendur borgin Vladivostok?

5.  „Hið ljósa man“ og „álfakroppurinn mjói“. Hvaða konu var svo lýst?

6.  Margar þjóðir nota kviðdóma almennings til að skera úr um sekt eða sakleysi í dómsmálum. Hve margir sitja yfirleitt í slíkum kviðdómum?

7.  Hve margir hólmar eru í stærstu Tjörninni í Reykjavík?

8.  En hve mörg eru hólf mannshjartans?

9.  Á Sauðárkróki er hótel sem ber sama heiti og gamlir en mjög vinsælir breskir gamanþættir úr sjónvarpinu — og hér er átt við íslensku þýðinguna á nafni sjónvarpsþáttanna. Sem er hvað?

10.  Til hvers var stjórnarráðshúsið í Reykjavík reist?

***

Seinni myndaspurning:

Hvað heitir konan sem þarna heldur á barni sínu?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Ófelía — úr leikriti Shakespeares.

2.  Polonius.

3.  Á skútu. Ómögulegt er annað en gefa líka rétt fyrir: Úti á sjó.

4.  Við Japanshaf. Ég gef líka rétt fyrir Austurhaf.

5.  Snæfríði Íslandssól úr Íslandsklukku Halldórs Laxness.

6.  Tólf.

7.  Tveir.

8.  Fjögur.

9.  Hótel Tindastóll. Fawlty Towers á ensku.

10.  Sem fangelsi.

***

Svör við myndaspurningum:

Á efri myndinni er Hermann Jónasson.

Á neðri myndinni er Carrie Johnson, eiginkona breska forsætisráðherrans.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
4
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár