471. spurningaþraut: „Komdu þér í klaustur!“

471. spurningaþraut: „Komdu þér í klaustur!“

Fyrri myndaspurning:

Hver er maðurinn sem situr við skrifborð hér að ofan? Myndina fann ég í Sarpi Þjóðminjasafnsins og litaði hana að gamni mínu, en hún er í raun svarthvít, ljósmyndari Sigurður Guðmundsson.

***

Aðalspurningar:

1.  „Komdu þér í klaustur!“ sagði karl nokkur, helstil hranalega, við konu eina. Það kann meira að segja að vera að með orðinu „klaustri“ hafi hann átt við vændishús. Konan varð miður sín yfir þessum dónaskap. Hvað hét hún?

2.  Nokkru seinna missti hún föður sinn með voveiflegum hætti og það bætti nú ekki geðheilsuna. Hvað hét pabbi hennar?

3.  Nýjasta bíómynd Baltasars Kormáks var frumsýnd 2018 og heitir Adrift. Hvar gerist hún að mestu leyti?

4.  Við hvaða innhaf stendur borgin Vladivostok?

5.  „Hið ljósa man“ og „álfakroppurinn mjói“. Hvaða konu var svo lýst?

6.  Margar þjóðir nota kviðdóma almennings til að skera úr um sekt eða sakleysi í dómsmálum. Hve margir sitja yfirleitt í slíkum kviðdómum?

7.  Hve margir hólmar eru í stærstu Tjörninni í Reykjavík?

8.  En hve mörg eru hólf mannshjartans?

9.  Á Sauðárkróki er hótel sem ber sama heiti og gamlir en mjög vinsælir breskir gamanþættir úr sjónvarpinu — og hér er átt við íslensku þýðinguna á nafni sjónvarpsþáttanna. Sem er hvað?

10.  Til hvers var stjórnarráðshúsið í Reykjavík reist?

***

Seinni myndaspurning:

Hvað heitir konan sem þarna heldur á barni sínu?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Ófelía — úr leikriti Shakespeares.

2.  Polonius.

3.  Á skútu. Ómögulegt er annað en gefa líka rétt fyrir: Úti á sjó.

4.  Við Japanshaf. Ég gef líka rétt fyrir Austurhaf.

5.  Snæfríði Íslandssól úr Íslandsklukku Halldórs Laxness.

6.  Tólf.

7.  Tveir.

8.  Fjögur.

9.  Hótel Tindastóll. Fawlty Towers á ensku.

10.  Sem fangelsi.

***

Svör við myndaspurningum:

Á efri myndinni er Hermann Jónasson.

Á neðri myndinni er Carrie Johnson, eiginkona breska forsætisráðherrans.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár