Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

471. spurningaþraut: „Komdu þér í klaustur!“

471. spurningaþraut: „Komdu þér í klaustur!“

Fyrri myndaspurning:

Hver er maðurinn sem situr við skrifborð hér að ofan? Myndina fann ég í Sarpi Þjóðminjasafnsins og litaði hana að gamni mínu, en hún er í raun svarthvít, ljósmyndari Sigurður Guðmundsson.

***

Aðalspurningar:

1.  „Komdu þér í klaustur!“ sagði karl nokkur, helstil hranalega, við konu eina. Það kann meira að segja að vera að með orðinu „klaustri“ hafi hann átt við vændishús. Konan varð miður sín yfir þessum dónaskap. Hvað hét hún?

2.  Nokkru seinna missti hún föður sinn með voveiflegum hætti og það bætti nú ekki geðheilsuna. Hvað hét pabbi hennar?

3.  Nýjasta bíómynd Baltasars Kormáks var frumsýnd 2018 og heitir Adrift. Hvar gerist hún að mestu leyti?

4.  Við hvaða innhaf stendur borgin Vladivostok?

5.  „Hið ljósa man“ og „álfakroppurinn mjói“. Hvaða konu var svo lýst?

6.  Margar þjóðir nota kviðdóma almennings til að skera úr um sekt eða sakleysi í dómsmálum. Hve margir sitja yfirleitt í slíkum kviðdómum?

7.  Hve margir hólmar eru í stærstu Tjörninni í Reykjavík?

8.  En hve mörg eru hólf mannshjartans?

9.  Á Sauðárkróki er hótel sem ber sama heiti og gamlir en mjög vinsælir breskir gamanþættir úr sjónvarpinu — og hér er átt við íslensku þýðinguna á nafni sjónvarpsþáttanna. Sem er hvað?

10.  Til hvers var stjórnarráðshúsið í Reykjavík reist?

***

Seinni myndaspurning:

Hvað heitir konan sem þarna heldur á barni sínu?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Ófelía — úr leikriti Shakespeares.

2.  Polonius.

3.  Á skútu. Ómögulegt er annað en gefa líka rétt fyrir: Úti á sjó.

4.  Við Japanshaf. Ég gef líka rétt fyrir Austurhaf.

5.  Snæfríði Íslandssól úr Íslandsklukku Halldórs Laxness.

6.  Tólf.

7.  Tveir.

8.  Fjögur.

9.  Hótel Tindastóll. Fawlty Towers á ensku.

10.  Sem fangelsi.

***

Svör við myndaspurningum:

Á efri myndinni er Hermann Jónasson.

Á neðri myndinni er Carrie Johnson, eiginkona breska forsætisráðherrans.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár