466. spurningaþraut: Hér eru nokkrar landafræðispurningar, sýnist mér

466. spurningaþraut: Hér eru nokkrar landafræðispurningar, sýnist mér

Báðar myndaspurningarnar eru að þessu sinni úr landafræðinni. Á myndinni hér að ofan er sól sem prýðir fána ríkis eins í veröldinni. Mjög svipuð sól — þó með aðeins færri geislum — prýðir jafnframt fána nágrannaríkis. Hvað heita þessi tvö sólarríki — og já, bæði verður að nefna.

***

Aðalspurningar:

1.  Coco Gauff heitir 17 ára bandarísk íþróttastúlka sem ætlaði að vera með á ólympíuleikunum í Tókíó en smitaðist af Covid-19 nokkru áður en leikarnir áttu að hefjast. Gauff þykir einkar efnileg og gæti á næstu árum komist á toppinn í ... hvaða íþróttagrein?

2.  Úr því Tókíó barst í tal, þá skal hér upplýst að sú borg bar lengi framan af allt annað nafn. Það var ekki fyrr en 1868 sem nafninu borgarinnar var breytt í Tókíó. Hvað hét borgin áður?

3.  Góði dátinn Sveijk heitir bók ein. Hvað heitir höfundurinn?

4.  Á hvaða tungumáli var sagan skrifuð?

5.  Hver las íslenska þýðingu hennar í útvarpið svo að frábær rómur var gerður að?

6.  Hvaða tónlistarmaður náði gífurlegum vinsældum með lagið My Heart Will Go On árið 1997?

7.  Lagið skreytti kvikmynd eina, sem einnig varð vinsæl mjög. Hvaða mynd var það?

8.  Rithöfundur einn hefur vakið athygli fyrir snarpa pistla á Rás eitt Ríkisútvarpsins síðustu árin, en einnig fyrir bækurnar Vince Vaughn í skýjunum, sem kom út árið 2013, Drón (2014), Aftur og aftur (2017) og Bróðir (2020). Hvað heitir höfundurinn?

9.  Hvað er það sem kallast süt á tyrknesku, gatas á tagalok, mleko á slóvensku, сүү á mongólsku, piim á eistnesku, maiko á finnsku, şîr á kúrdísku, caaano á sómölsku, leche á spænsku og పాలు á telúgú sem talað er í Andra Pradesh á Indlandi?

10.  Hér fylgja á eftir nöfn á nokkrum misstórum þéttbýliskjörnum á Suðurlandsundirlendinu. Nema hvað eitt nafn er EKKI þéttbýliskjarni á Suðurlandi: Brautarholt, Flúðir, Laugarbakki, Laugarás, Laugarvatn,  Reykholt, Sólheimar, Þykkvibær.

 ***

Seinni myndaspurning:

Hvaða sögufræga stöðuvatn er það sem sést hér skáhallt úr suðri á Google Earth?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Tennis.

2.  Edo.

3.  Hasek.

4.  Tékknesku.

5.  Gísli Halldórsson.

6.  Celine Dion.

7.  Titanic.

8.  Halldór Armand.

9.  Mjólk.

10.  Laugarbakki er á Norðurlandi vestra, alla hina staðina má finna á Suðurlandsundirlendinu (Reykholt líka!).

***

Svör við myndaspurningum:

Sólin á efri myndinni prýðir fána Argentínu en systursólina er hins vegar að finna á fána Úrúgvæ.

Sjá hér:

Fáni Argentínu
Fáni Úrúgvæ

 ***

Á neðri myndinni er Galíleuvatn, einnig kallað Genesaretvatn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár