Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

466. spurningaþraut: Hér eru nokkrar landafræðispurningar, sýnist mér

466. spurningaþraut: Hér eru nokkrar landafræðispurningar, sýnist mér

Báðar myndaspurningarnar eru að þessu sinni úr landafræðinni. Á myndinni hér að ofan er sól sem prýðir fána ríkis eins í veröldinni. Mjög svipuð sól — þó með aðeins færri geislum — prýðir jafnframt fána nágrannaríkis. Hvað heita þessi tvö sólarríki — og já, bæði verður að nefna.

***

Aðalspurningar:

1.  Coco Gauff heitir 17 ára bandarísk íþróttastúlka sem ætlaði að vera með á ólympíuleikunum í Tókíó en smitaðist af Covid-19 nokkru áður en leikarnir áttu að hefjast. Gauff þykir einkar efnileg og gæti á næstu árum komist á toppinn í ... hvaða íþróttagrein?

2.  Úr því Tókíó barst í tal, þá skal hér upplýst að sú borg bar lengi framan af allt annað nafn. Það var ekki fyrr en 1868 sem nafninu borgarinnar var breytt í Tókíó. Hvað hét borgin áður?

3.  Góði dátinn Sveijk heitir bók ein. Hvað heitir höfundurinn?

4.  Á hvaða tungumáli var sagan skrifuð?

5.  Hver las íslenska þýðingu hennar í útvarpið svo að frábær rómur var gerður að?

6.  Hvaða tónlistarmaður náði gífurlegum vinsældum með lagið My Heart Will Go On árið 1997?

7.  Lagið skreytti kvikmynd eina, sem einnig varð vinsæl mjög. Hvaða mynd var það?

8.  Rithöfundur einn hefur vakið athygli fyrir snarpa pistla á Rás eitt Ríkisútvarpsins síðustu árin, en einnig fyrir bækurnar Vince Vaughn í skýjunum, sem kom út árið 2013, Drón (2014), Aftur og aftur (2017) og Bróðir (2020). Hvað heitir höfundurinn?

9.  Hvað er það sem kallast süt á tyrknesku, gatas á tagalok, mleko á slóvensku, сүү á mongólsku, piim á eistnesku, maiko á finnsku, şîr á kúrdísku, caaano á sómölsku, leche á spænsku og పాలు á telúgú sem talað er í Andra Pradesh á Indlandi?

10.  Hér fylgja á eftir nöfn á nokkrum misstórum þéttbýliskjörnum á Suðurlandsundirlendinu. Nema hvað eitt nafn er EKKI þéttbýliskjarni á Suðurlandi: Brautarholt, Flúðir, Laugarbakki, Laugarás, Laugarvatn,  Reykholt, Sólheimar, Þykkvibær.

 ***

Seinni myndaspurning:

Hvaða sögufræga stöðuvatn er það sem sést hér skáhallt úr suðri á Google Earth?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Tennis.

2.  Edo.

3.  Hasek.

4.  Tékknesku.

5.  Gísli Halldórsson.

6.  Celine Dion.

7.  Titanic.

8.  Halldór Armand.

9.  Mjólk.

10.  Laugarbakki er á Norðurlandi vestra, alla hina staðina má finna á Suðurlandsundirlendinu (Reykholt líka!).

***

Svör við myndaspurningum:

Sólin á efri myndinni prýðir fána Argentínu en systursólina er hins vegar að finna á fána Úrúgvæ.

Sjá hér:

Fáni Argentínu
Fáni Úrúgvæ

 ***

Á neðri myndinni er Galíleuvatn, einnig kallað Genesaretvatn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
4
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár