Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

466. spurningaþraut: Hér eru nokkrar landafræðispurningar, sýnist mér

466. spurningaþraut: Hér eru nokkrar landafræðispurningar, sýnist mér

Báðar myndaspurningarnar eru að þessu sinni úr landafræðinni. Á myndinni hér að ofan er sól sem prýðir fána ríkis eins í veröldinni. Mjög svipuð sól — þó með aðeins færri geislum — prýðir jafnframt fána nágrannaríkis. Hvað heita þessi tvö sólarríki — og já, bæði verður að nefna.

***

Aðalspurningar:

1.  Coco Gauff heitir 17 ára bandarísk íþróttastúlka sem ætlaði að vera með á ólympíuleikunum í Tókíó en smitaðist af Covid-19 nokkru áður en leikarnir áttu að hefjast. Gauff þykir einkar efnileg og gæti á næstu árum komist á toppinn í ... hvaða íþróttagrein?

2.  Úr því Tókíó barst í tal, þá skal hér upplýst að sú borg bar lengi framan af allt annað nafn. Það var ekki fyrr en 1868 sem nafninu borgarinnar var breytt í Tókíó. Hvað hét borgin áður?

3.  Góði dátinn Sveijk heitir bók ein. Hvað heitir höfundurinn?

4.  Á hvaða tungumáli var sagan skrifuð?

5.  Hver las íslenska þýðingu hennar í útvarpið svo að frábær rómur var gerður að?

6.  Hvaða tónlistarmaður náði gífurlegum vinsældum með lagið My Heart Will Go On árið 1997?

7.  Lagið skreytti kvikmynd eina, sem einnig varð vinsæl mjög. Hvaða mynd var það?

8.  Rithöfundur einn hefur vakið athygli fyrir snarpa pistla á Rás eitt Ríkisútvarpsins síðustu árin, en einnig fyrir bækurnar Vince Vaughn í skýjunum, sem kom út árið 2013, Drón (2014), Aftur og aftur (2017) og Bróðir (2020). Hvað heitir höfundurinn?

9.  Hvað er það sem kallast süt á tyrknesku, gatas á tagalok, mleko á slóvensku, сүү á mongólsku, piim á eistnesku, maiko á finnsku, şîr á kúrdísku, caaano á sómölsku, leche á spænsku og పాలు á telúgú sem talað er í Andra Pradesh á Indlandi?

10.  Hér fylgja á eftir nöfn á nokkrum misstórum þéttbýliskjörnum á Suðurlandsundirlendinu. Nema hvað eitt nafn er EKKI þéttbýliskjarni á Suðurlandi: Brautarholt, Flúðir, Laugarbakki, Laugarás, Laugarvatn,  Reykholt, Sólheimar, Þykkvibær.

 ***

Seinni myndaspurning:

Hvaða sögufræga stöðuvatn er það sem sést hér skáhallt úr suðri á Google Earth?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Tennis.

2.  Edo.

3.  Hasek.

4.  Tékknesku.

5.  Gísli Halldórsson.

6.  Celine Dion.

7.  Titanic.

8.  Halldór Armand.

9.  Mjólk.

10.  Laugarbakki er á Norðurlandi vestra, alla hina staðina má finna á Suðurlandsundirlendinu (Reykholt líka!).

***

Svör við myndaspurningum:

Sólin á efri myndinni prýðir fána Argentínu en systursólina er hins vegar að finna á fána Úrúgvæ.

Sjá hér:

Fáni Argentínu
Fáni Úrúgvæ

 ***

Á neðri myndinni er Galíleuvatn, einnig kallað Genesaretvatn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár