Fyrri myndaspurning:
Skoðið myndina hér að ofan mjög vandlega. Hvaða staður er þarna milli ánna fyrir miðri mynd?
***
Aðalspurningar:
1. Ekki er 17. júní í dag, en þó má spyrja, hver samdi textann ódauðlega: „Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei, það er kominn 17. júní.“
2. Hvaða hljómsveit flutti þetta lag upphaflega?
3. Hvað heitir ströndin norðan Ísafjarðardjúps?
4. Hversu margir eru þingmenn bandarísku öldungadeildarinnar?
5. Hvað heitir fylkið eða héraðið sem umlykur Berlín, höfuðborg Þýskalands?
6. Höfuðborg þessa fylkis er nú nánast runnin saman við Berlín en telst þó enn aðskilin borg. Þar hefur líka ýmislegt merkilegt gerst, til dæmis frægur fundur fyrir hátt í 80 árum. Hvað heitir þessi höfuðborg?
7. Hvar gaus í Skaftáreldum?
8. Fyrrverandi þingflokksformaður Samfylkingarinnar er nú ráðuneytisstóri í forsætisráðuneytinu og heitir ...?
9. Hver hefur bílnúmerið 313?
10. Á hvaða tungumáli var ort um Trójustríðið?
***
Seinni myndaspurning:
Hvaða ágæta nytjafisk má hér sjá að neðan?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Bjartmar Hlynur Hannesson. Hér hélt ég að rétta svarið væri Guðlaugsson, enda gáði ég sérstaklega að þessu á netinu, og sá ekki ástæðu til að efast um 2-3 heimildir sem nefndu Bjartmar Guðlaugsson til sögu.
2. Dúmbó og Steini. Hér var líka vitlaust svar í öndverðu.
3. Snæfjallaströnd.
4. 100.
5. Brandenburg.
6. Potsdam.
7. Í Laka eða Lakagígum.
8. Bryndís Hlöðversdóttir.
9. Andrés Önd.
10. Grísku. Vilji menn svara „forngrísku“, þá telst það líka rétt, enda er nútímagríska ekki allsendis sama málið og Hómerskviður voru skrifaðar á, en raunar munu forngrískur hafa verið fleiri en ein!
***
Svör við auka- eða myndaspurningum:
Á efri myndinni er rétt svar Manhattan. Úr því spurt er sérstaklega um svæðið milli ánna, þá dugar New York ekki.
Á neðri myndinni er makríll.
Og hér enn neðar eru hlekkir á fleiri þrautir.
Athugasemdir