Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

464. spurningaþraut: Hér berst Trójustríðið í tal, ekki í fyrsta sinn

464. spurningaþraut: Hér berst Trójustríðið í tal, ekki í fyrsta sinn

Fyrri myndaspurning:

Skoðið myndina hér að ofan mjög vandlega. Hvaða staður er þarna milli ánna fyrir miðri mynd?

***

Aðalspurningar:

1.  Ekki er 17. júní í dag, en þó má spyrja, hver samdi textann ódauðlega: „Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei, það er kominn 17. júní.“

2.  Hvaða hljómsveit flutti þetta lag upphaflega?

3.  Hvað heitir ströndin norðan Ísafjarðardjúps?

4.  Hversu margir eru þingmenn bandarísku öldungadeildarinnar?

5.  Hvað heitir fylkið eða héraðið sem umlykur Berlín, höfuðborg Þýskalands?

6.  Höfuðborg þessa fylkis er nú nánast runnin saman við Berlín en telst þó enn aðskilin borg. Þar hefur líka ýmislegt merkilegt gerst, til dæmis frægur fundur fyrir hátt í 80 árum. Hvað heitir þessi höfuðborg?

7.  Hvar gaus í Skaftáreldum?

8.  Fyrrverandi þingflokksformaður Samfylkingarinnar er nú ráðuneytisstóri í forsætisráðuneytinu og heitir ...?

9.  Hver hefur bílnúmerið 313?

10.  Á hvaða tungumáli var ort um Trójustríðið?

***

Seinni myndaspurning:

Hvaða ágæta nytjafisk má hér sjá að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Bjartmar Hlynur Hannesson. Hér hélt ég að rétta svarið væri Guðlaugsson, enda gáði ég sérstaklega að þessu á netinu, og sá ekki ástæðu til að efast um 2-3 heimildir sem nefndu Bjartmar Guðlaugsson til sögu.

2.  Dúmbó og Steini. Hér var líka vitlaust svar í öndverðu.

3.  Snæfjallaströnd.

4.  100.

5.  Brandenburg.

6.  Potsdam.

7.  Í Laka eða Lakagígum.

8.  Bryndís Hlöðversdóttir.

9.  Andrés Önd.

10.  Grísku. Vilji menn svara „forngrísku“, þá telst það líka rétt, enda er nútímagríska ekki allsendis sama málið og Hómerskviður voru skrifaðar á, en raunar munu forngrískur hafa verið fleiri en ein!

***

Svör við auka- eða myndaspurningum:

Á efri myndinni er rétt svar Manhattan. Úr því spurt er sérstaklega um svæðið milli ánna, þá dugar New York ekki.

Á neðri myndinni er makríll.

Og hér enn neðar eru hlekkir á fleiri þrautir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár