464. spurningaþraut: Hér berst Trójustríðið í tal, ekki í fyrsta sinn

464. spurningaþraut: Hér berst Trójustríðið í tal, ekki í fyrsta sinn

Fyrri myndaspurning:

Skoðið myndina hér að ofan mjög vandlega. Hvaða staður er þarna milli ánna fyrir miðri mynd?

***

Aðalspurningar:

1.  Ekki er 17. júní í dag, en þó má spyrja, hver samdi textann ódauðlega: „Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei, það er kominn 17. júní.“

2.  Hvaða hljómsveit flutti þetta lag upphaflega?

3.  Hvað heitir ströndin norðan Ísafjarðardjúps?

4.  Hversu margir eru þingmenn bandarísku öldungadeildarinnar?

5.  Hvað heitir fylkið eða héraðið sem umlykur Berlín, höfuðborg Þýskalands?

6.  Höfuðborg þessa fylkis er nú nánast runnin saman við Berlín en telst þó enn aðskilin borg. Þar hefur líka ýmislegt merkilegt gerst, til dæmis frægur fundur fyrir hátt í 80 árum. Hvað heitir þessi höfuðborg?

7.  Hvar gaus í Skaftáreldum?

8.  Fyrrverandi þingflokksformaður Samfylkingarinnar er nú ráðuneytisstóri í forsætisráðuneytinu og heitir ...?

9.  Hver hefur bílnúmerið 313?

10.  Á hvaða tungumáli var ort um Trójustríðið?

***

Seinni myndaspurning:

Hvaða ágæta nytjafisk má hér sjá að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Bjartmar Hlynur Hannesson. Hér hélt ég að rétta svarið væri Guðlaugsson, enda gáði ég sérstaklega að þessu á netinu, og sá ekki ástæðu til að efast um 2-3 heimildir sem nefndu Bjartmar Guðlaugsson til sögu.

2.  Dúmbó og Steini. Hér var líka vitlaust svar í öndverðu.

3.  Snæfjallaströnd.

4.  100.

5.  Brandenburg.

6.  Potsdam.

7.  Í Laka eða Lakagígum.

8.  Bryndís Hlöðversdóttir.

9.  Andrés Önd.

10.  Grísku. Vilji menn svara „forngrísku“, þá telst það líka rétt, enda er nútímagríska ekki allsendis sama málið og Hómerskviður voru skrifaðar á, en raunar munu forngrískur hafa verið fleiri en ein!

***

Svör við auka- eða myndaspurningum:

Á efri myndinni er rétt svar Manhattan. Úr því spurt er sérstaklega um svæðið milli ánna, þá dugar New York ekki.

Á neðri myndinni er makríll.

Og hér enn neðar eru hlekkir á fleiri þrautir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár