462. spurningaþraut: Hvaðan komu þrjár dularfullar vígvélar?

462. spurningaþraut: Hvaðan komu þrjár dularfullar vígvélar?

Þessi fyrsta þraut ágústmánaðar hefst á plöntufræðum. Á myndinni hér að ofan má sjá litrík blóm plöntu sem kallast ....?

Tekið skal fram að algengasta nafn þessarar plöntu er í rauninni erlent tökuorð, en þið megið sæma ykkur lárviðarstigi ef þið þekkið hið rammíslenska nafn hennar.

***

Aðalspurningar:

1.  Í tveimur vinsælum hryllingsmyndum sem heita á ensku A Quiet Place á veikburða mannfólk í höggi við óttaleg skrímsli — en skrímslin treysta alveg sérstaklega á eitt skilningarvit og eitt skynfæri öðrum framar. Hvað er það?

2.  Hvað heitir söngvari hljómsveitarinnar Coldplay?

3.  Sá söngvari var í tæp 15 ára kvæntur vinsælli amerískri leikkonu sem fékk Óskarsverðlaun fyrir aðalhlutverk sitt í kvikmyndinni Shakespeare in Love árið 1999. Og hún heitir ...?

4.  Feður og synir er fræg rússnesk skáldsaga frá 19. öld. Hver skrifaði hana?

5.  Sú saga var ekki síst fræg vegna þess að þar var einna fyrst fjallað um einskonar lífsstefnu sem fólst í að vilja rífa niður allar hefðir, allt stjórnkerfi, allt siðferði, alla umgjörð samfélagsins, því þetta væri allt einskis vert húmbúkk. Og ekkert sérstakt átti að koma í staðinn. Hvað var þessi speki kölluð — og er enn?

6.  Hvað var borgin Istanbúl kölluð áður en það nafn var tekið upp?

7.  Hvaða fyrirtæki tengist Arna McClure?

8.  Hvað heitir þjálfari karlaliðs KR í fótbolta um þessar mundir?

9.  Hver svaf í rúminu mínu?

10.  Hver samdi óperuna Rigoletto?

***

Seinni aukaspurning:

Myndin hér að neðan er úr teiknimyndasögu sem gerð var eftir víðfrægri skáldsögu sem kom út fyrir vel rúmlega hundrað árum. Hvaðan komu hinar þrífættu vígvélar sem þarna stefna til London?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Heyrnina.

2.  Chris Martin. Eftirnafnið dugar.

3.  Gwyneth Paltrow.

4.  Turgenev.

5.  Nihilismi — „nihil“ er latína og þýðir „ekkert“.

6.  Konstantínópel.

7.  Samherja.

8.  Rúnar Kristinsson.

9.  Gullbrá.

10.  Verdi.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni eru krýsantemur.

Lárviðarstig fæst fyrir að vita að þau heita víst tryggðablóm á íslensku.

Vígvélarnar á neðri myndinni koma frá Mars því senan er úr skáldsögunni Innrásin frá Mars (The War of the Worlds) eftir H.G.Wells.

Lítið svo á hlekkina hér að neðan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár