Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

462. spurningaþraut: Hvaðan komu þrjár dularfullar vígvélar?

462. spurningaþraut: Hvaðan komu þrjár dularfullar vígvélar?

Þessi fyrsta þraut ágústmánaðar hefst á plöntufræðum. Á myndinni hér að ofan má sjá litrík blóm plöntu sem kallast ....?

Tekið skal fram að algengasta nafn þessarar plöntu er í rauninni erlent tökuorð, en þið megið sæma ykkur lárviðarstigi ef þið þekkið hið rammíslenska nafn hennar.

***

Aðalspurningar:

1.  Í tveimur vinsælum hryllingsmyndum sem heita á ensku A Quiet Place á veikburða mannfólk í höggi við óttaleg skrímsli — en skrímslin treysta alveg sérstaklega á eitt skilningarvit og eitt skynfæri öðrum framar. Hvað er það?

2.  Hvað heitir söngvari hljómsveitarinnar Coldplay?

3.  Sá söngvari var í tæp 15 ára kvæntur vinsælli amerískri leikkonu sem fékk Óskarsverðlaun fyrir aðalhlutverk sitt í kvikmyndinni Shakespeare in Love árið 1999. Og hún heitir ...?

4.  Feður og synir er fræg rússnesk skáldsaga frá 19. öld. Hver skrifaði hana?

5.  Sú saga var ekki síst fræg vegna þess að þar var einna fyrst fjallað um einskonar lífsstefnu sem fólst í að vilja rífa niður allar hefðir, allt stjórnkerfi, allt siðferði, alla umgjörð samfélagsins, því þetta væri allt einskis vert húmbúkk. Og ekkert sérstakt átti að koma í staðinn. Hvað var þessi speki kölluð — og er enn?

6.  Hvað var borgin Istanbúl kölluð áður en það nafn var tekið upp?

7.  Hvaða fyrirtæki tengist Arna McClure?

8.  Hvað heitir þjálfari karlaliðs KR í fótbolta um þessar mundir?

9.  Hver svaf í rúminu mínu?

10.  Hver samdi óperuna Rigoletto?

***

Seinni aukaspurning:

Myndin hér að neðan er úr teiknimyndasögu sem gerð var eftir víðfrægri skáldsögu sem kom út fyrir vel rúmlega hundrað árum. Hvaðan komu hinar þrífættu vígvélar sem þarna stefna til London?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Heyrnina.

2.  Chris Martin. Eftirnafnið dugar.

3.  Gwyneth Paltrow.

4.  Turgenev.

5.  Nihilismi — „nihil“ er latína og þýðir „ekkert“.

6.  Konstantínópel.

7.  Samherja.

8.  Rúnar Kristinsson.

9.  Gullbrá.

10.  Verdi.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni eru krýsantemur.

Lárviðarstig fæst fyrir að vita að þau heita víst tryggðablóm á íslensku.

Vígvélarnar á neðri myndinni koma frá Mars því senan er úr skáldsögunni Innrásin frá Mars (The War of the Worlds) eftir H.G.Wells.

Lítið svo á hlekkina hér að neðan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár