460. spurningaþraut: Tíu spurningar og lárviðarstig um Halldór Laxness!

460. spurningaþraut: Tíu spurningar og lárviðarstig um Halldór Laxness!

Að þessu er þema þrautarinnar Halldór Laxness, verk hans og umhverfi.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvað er að gerast á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað hét faðir Halldórs? Skírnarnafn hans dugar.

2.  En móðir hans? Aftur dugar skírnarnafnið.

3.  Hvað hét fyrsta skáldsaga hans, sem Halldór gaf út aðeins 17 ára gamall?

4.  Hvað heitir skáldsagan þar sem fjallað er um Bjart í Sumarhúsum?

5.  Hvaða útgerðarmanni er lýst af allra mestri samúð og skilningi og jafnvel ástúð í skáldsögum Halldórs?

6.  Hver er „Atómstöðin“ sem fjallað er um í samnefndri skáldsögu Halldórs? 

7.  Jón Prímus er persóna í sögunni Kristnihald undir jökli. Hann er sóknarprestur en alkunnur í sveit sinni fyrir að gera við ... hvað?

8.  Í túninu heima hét hin fyrsta af fjórum endurminningabókum sem Halldór gaf út um æskuár sína. Hún kom út 1975 og síðan þrjár til viðbótar næstu árin. Nefnið tvær þeirra.

9.  Hvað hét sú bók Halldórs sem út kom 1963 og hefur að geyma uppgjör hans við Stalín og Sovétríkin og eigin skoðanir á kommúnisma þeim sem þar eystra var praktíseraður?

10.  Halldór fékk Nóbelsverðlaunin árið 1955. Á undan honum fékk verðlaunin hressilegur og aðsópsmikill bandarískur höfundur. Hvað hét hann? Þið megið svo sæma ykkur lárviðarstigi ef þið vitið nafn höfundarins sem fékk Nóbelsverðlaunin ári á EFTIR Halldóri. 

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir konan hér að neðan og hver voru tengsl hennar við Halldór?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Guðjón.

2.  Sigríður.

3.  Barn náttúrunnar.

4.  Sjálfstætt fólk.

5.  Þetta er hálfgerð "trikk" spurning, aldrei þessu vant. Svarið er Salka Valka. Sumir kynnu að vilja svara Íslandsbersi, sem er söguhetjan í Guðsgjafarþulu, en spurningin er um hvaða útgerðarmanni er lýst af MESTRI samúð etc., og þar kemur aðeins Salka Valka til greina. Í síðari hluta samnefndrar bókar er henni hvað eftir annað lýst sem „útgerðarmanni“ og það kallar hún sig líka sjálf.

6.  Herstöð Bandaríkjamanna (eða NATO) á Keflavíkurflugvelli.

7.  Prímusa.

8.  Úngur ég var, Sjömeistarasagan, Grikklandsárið. Hafa þarf sem sagt nöfn tveggja rétt.

9.  Skáldatími.

10.  Hemingway. Og lárviðarstigið fæst fyrir að vita að árið 1956 fékk Spánverjinn Jiménez Nóbelsverðlaun.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Halldór að skírast til kaþólskrar trúar.

Á neðri myndinni má sjá Ingu Laxness, fyrri eiginkonu skáldsins.

***

Og lítið á þrautirnar hér að neðan — að gamni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár