Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

460. spurningaþraut: Tíu spurningar og lárviðarstig um Halldór Laxness!

460. spurningaþraut: Tíu spurningar og lárviðarstig um Halldór Laxness!

Að þessu er þema þrautarinnar Halldór Laxness, verk hans og umhverfi.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvað er að gerast á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað hét faðir Halldórs? Skírnarnafn hans dugar.

2.  En móðir hans? Aftur dugar skírnarnafnið.

3.  Hvað hét fyrsta skáldsaga hans, sem Halldór gaf út aðeins 17 ára gamall?

4.  Hvað heitir skáldsagan þar sem fjallað er um Bjart í Sumarhúsum?

5.  Hvaða útgerðarmanni er lýst af allra mestri samúð og skilningi og jafnvel ástúð í skáldsögum Halldórs?

6.  Hver er „Atómstöðin“ sem fjallað er um í samnefndri skáldsögu Halldórs? 

7.  Jón Prímus er persóna í sögunni Kristnihald undir jökli. Hann er sóknarprestur en alkunnur í sveit sinni fyrir að gera við ... hvað?

8.  Í túninu heima hét hin fyrsta af fjórum endurminningabókum sem Halldór gaf út um æskuár sína. Hún kom út 1975 og síðan þrjár til viðbótar næstu árin. Nefnið tvær þeirra.

9.  Hvað hét sú bók Halldórs sem út kom 1963 og hefur að geyma uppgjör hans við Stalín og Sovétríkin og eigin skoðanir á kommúnisma þeim sem þar eystra var praktíseraður?

10.  Halldór fékk Nóbelsverðlaunin árið 1955. Á undan honum fékk verðlaunin hressilegur og aðsópsmikill bandarískur höfundur. Hvað hét hann? Þið megið svo sæma ykkur lárviðarstigi ef þið vitið nafn höfundarins sem fékk Nóbelsverðlaunin ári á EFTIR Halldóri. 

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir konan hér að neðan og hver voru tengsl hennar við Halldór?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Guðjón.

2.  Sigríður.

3.  Barn náttúrunnar.

4.  Sjálfstætt fólk.

5.  Þetta er hálfgerð "trikk" spurning, aldrei þessu vant. Svarið er Salka Valka. Sumir kynnu að vilja svara Íslandsbersi, sem er söguhetjan í Guðsgjafarþulu, en spurningin er um hvaða útgerðarmanni er lýst af MESTRI samúð etc., og þar kemur aðeins Salka Valka til greina. Í síðari hluta samnefndrar bókar er henni hvað eftir annað lýst sem „útgerðarmanni“ og það kallar hún sig líka sjálf.

6.  Herstöð Bandaríkjamanna (eða NATO) á Keflavíkurflugvelli.

7.  Prímusa.

8.  Úngur ég var, Sjömeistarasagan, Grikklandsárið. Hafa þarf sem sagt nöfn tveggja rétt.

9.  Skáldatími.

10.  Hemingway. Og lárviðarstigið fæst fyrir að vita að árið 1956 fékk Spánverjinn Jiménez Nóbelsverðlaun.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Halldór að skírast til kaþólskrar trúar.

Á neðri myndinni má sjá Ingu Laxness, fyrri eiginkonu skáldsins.

***

Og lítið á þrautirnar hér að neðan — að gamni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár