Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

460. spurningaþraut: Tíu spurningar og lárviðarstig um Halldór Laxness!

460. spurningaþraut: Tíu spurningar og lárviðarstig um Halldór Laxness!

Að þessu er þema þrautarinnar Halldór Laxness, verk hans og umhverfi.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvað er að gerast á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað hét faðir Halldórs? Skírnarnafn hans dugar.

2.  En móðir hans? Aftur dugar skírnarnafnið.

3.  Hvað hét fyrsta skáldsaga hans, sem Halldór gaf út aðeins 17 ára gamall?

4.  Hvað heitir skáldsagan þar sem fjallað er um Bjart í Sumarhúsum?

5.  Hvaða útgerðarmanni er lýst af allra mestri samúð og skilningi og jafnvel ástúð í skáldsögum Halldórs?

6.  Hver er „Atómstöðin“ sem fjallað er um í samnefndri skáldsögu Halldórs? 

7.  Jón Prímus er persóna í sögunni Kristnihald undir jökli. Hann er sóknarprestur en alkunnur í sveit sinni fyrir að gera við ... hvað?

8.  Í túninu heima hét hin fyrsta af fjórum endurminningabókum sem Halldór gaf út um æskuár sína. Hún kom út 1975 og síðan þrjár til viðbótar næstu árin. Nefnið tvær þeirra.

9.  Hvað hét sú bók Halldórs sem út kom 1963 og hefur að geyma uppgjör hans við Stalín og Sovétríkin og eigin skoðanir á kommúnisma þeim sem þar eystra var praktíseraður?

10.  Halldór fékk Nóbelsverðlaunin árið 1955. Á undan honum fékk verðlaunin hressilegur og aðsópsmikill bandarískur höfundur. Hvað hét hann? Þið megið svo sæma ykkur lárviðarstigi ef þið vitið nafn höfundarins sem fékk Nóbelsverðlaunin ári á EFTIR Halldóri. 

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir konan hér að neðan og hver voru tengsl hennar við Halldór?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Guðjón.

2.  Sigríður.

3.  Barn náttúrunnar.

4.  Sjálfstætt fólk.

5.  Þetta er hálfgerð "trikk" spurning, aldrei þessu vant. Svarið er Salka Valka. Sumir kynnu að vilja svara Íslandsbersi, sem er söguhetjan í Guðsgjafarþulu, en spurningin er um hvaða útgerðarmanni er lýst af MESTRI samúð etc., og þar kemur aðeins Salka Valka til greina. Í síðari hluta samnefndrar bókar er henni hvað eftir annað lýst sem „útgerðarmanni“ og það kallar hún sig líka sjálf.

6.  Herstöð Bandaríkjamanna (eða NATO) á Keflavíkurflugvelli.

7.  Prímusa.

8.  Úngur ég var, Sjömeistarasagan, Grikklandsárið. Hafa þarf sem sagt nöfn tveggja rétt.

9.  Skáldatími.

10.  Hemingway. Og lárviðarstigið fæst fyrir að vita að árið 1956 fékk Spánverjinn Jiménez Nóbelsverðlaun.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Halldór að skírast til kaþólskrar trúar.

Á neðri myndinni má sjá Ingu Laxness, fyrri eiginkonu skáldsins.

***

Og lítið á þrautirnar hér að neðan — að gamni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu