Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

450. spurningaþraut: Rithöfundar að þessu sinni, tómir rithöfundar

450. spurningaþraut: Rithöfundar að þessu sinni, tómir rithöfundar

Hér verður eingöngu spurt um rithöfunda af margvíslegu tagi. Eftirnöfn þeirra duga í öllum tilfellum, nema náttúrlega ef einhverjir skyldu íslenskir vera.

Og fyrri aukaspurning sýnir einmitt rithöfund. Hver er á myndinni fyrir ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Rithöfundur einn byrjaði sögu á þessa leið: „Als Gregor Samsa eines Morgens aus unruhigen Träumen erwachte, fand er sich in seinem Bett zu einem ungeheueren Ungeziefer verwandelt.“ Hvaða höfundur var þetta?

2.  Gone Girl hét sálfræðitryllir sem kom út árið 2013 og fór sannarlega sigurför um heiminn og vinsæl bíómynd var gerð eftir sögunni. Hvað heitir höfundurinn?

3.  Barátta mín — það var nafnið á bók sem út kom 1925 og vakti ekki mjög mikla athygli þá, en hins vegar fór seinna svo að öll brúðhjón í landi höfundarins fengu bókina að gjöf frá ríkinu. Og höfundurinn varð múltimilli á öllum höfundarlaununum. Hver skrifaði bókina?

4.  En Barátta mín var líka nafn á langri sjálfsævisögu sem norskur höfundur gaf út í mörgum þykkum bindum fyrir rúmum áratug. Hvað heitir sá höfundur?

5.  Árið 1969 fékk írskur höfundur Nóbelsverðlaun og í meðfylgjandi texta Nóbelsnefndar sagði að hann fengi verðlaunin fyrir skrif sem „upphefja á nýstárlegan hátt í bæði skáldsögum og leikhúsverkum bjargarleysi nútímamannsins“. Hvaða höfundur var þetta?

6.  Annar höfundur sem fékk Nóbelsverðlaunin um miðjan sjötta áratuginn var af Nóbelsnefndinni sagður fá verðlaunin fyrir fjörlega og kröftuga sagnalist sem hafi endurnýjað hina miklu sagnahefð heimalands hans. Hver var sá?

7.  Höfundur nokkur vakti fyrst athygli þegar hún skrifaði smásögu um móður sem vill allt fyrir börnin sín gera og sker að lokum úr sér hjartað fyrir þau. Síðar skrifaði hún bæði skáldsögur og leikrit og tók virkan þátt í stjórnmálum um skeið, sat meira að segja á Alþingi. Hvað hét hún?

8.  Cormoran Strike heitir aðalpersónan í flokki glæpasagna eftir Robert nokkurn Galbraith. Út eru komnar fimm bækur um Strike en höfundurinn segist hafa tilbúið efni í tíu til viðbótar. Bækurnar þykja alveg prýðilegar en það er þó raunverulegt nafn höfundarins sem hefur vakið mesta athygli á þeim. Hver leynist bak við nafnið Robert Galbraith?

9.  Árið 1983 kom út smásagnasafnið Tíu myndir úr lífi þínu, sögur um þykjustuleiki og alvörudrauma. Höfundur hefur síðan aðallega skrifað skáldsögur, svo sem Z-Ástarsögu, Stúllkuna í skóginum, Þögnina, Frá ljósi til ljóss og Þegar stjarna hrapar. En líka Dísusögu og Systu - bernskunnar vegna. Hver er höfundurinn?

10.  Árið 1973 kom út bók um stúlku eina sem olli íbúum í heimabæ sínum alls konar hörmungum og skaða — en þeir áttu það líka flestallir skilið, helvítin þau arna! Höfundurinn hefur síðan verið einn sá afkastamesti í heiminum. Hvað heitir hann?

***

Seinni aukaspurning:

Á myndinni hér að neðan má sjá konu eina, fædda 1845, sem var sannkallaður brautryðjandi í skáldskap í landi sínu og ekki aðeins af konu að vera. Hvað heitir hún?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Franz Kafka.

2.  Gillian Flynn.

3.  Adolf Hitler.

4.  Knausgaard.

5.  Beckett.

6.  Halldór Laxness.

7.  Svava Jakobsdóttir.

8.  Rowling.

9.  Vigdís Grímsdóttir.

10.  Stephen King.

***

Svör við aðalspurningum:

Á efri myndinni er ástarsagnahöfundurinn Barbara Cartland.

Á neðri myndinni er Torfhildur Hólm.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
4
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
5
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár