Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

450. spurningaþraut: Rithöfundar að þessu sinni, tómir rithöfundar

450. spurningaþraut: Rithöfundar að þessu sinni, tómir rithöfundar

Hér verður eingöngu spurt um rithöfunda af margvíslegu tagi. Eftirnöfn þeirra duga í öllum tilfellum, nema náttúrlega ef einhverjir skyldu íslenskir vera.

Og fyrri aukaspurning sýnir einmitt rithöfund. Hver er á myndinni fyrir ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Rithöfundur einn byrjaði sögu á þessa leið: „Als Gregor Samsa eines Morgens aus unruhigen Träumen erwachte, fand er sich in seinem Bett zu einem ungeheueren Ungeziefer verwandelt.“ Hvaða höfundur var þetta?

2.  Gone Girl hét sálfræðitryllir sem kom út árið 2013 og fór sannarlega sigurför um heiminn og vinsæl bíómynd var gerð eftir sögunni. Hvað heitir höfundurinn?

3.  Barátta mín — það var nafnið á bók sem út kom 1925 og vakti ekki mjög mikla athygli þá, en hins vegar fór seinna svo að öll brúðhjón í landi höfundarins fengu bókina að gjöf frá ríkinu. Og höfundurinn varð múltimilli á öllum höfundarlaununum. Hver skrifaði bókina?

4.  En Barátta mín var líka nafn á langri sjálfsævisögu sem norskur höfundur gaf út í mörgum þykkum bindum fyrir rúmum áratug. Hvað heitir sá höfundur?

5.  Árið 1969 fékk írskur höfundur Nóbelsverðlaun og í meðfylgjandi texta Nóbelsnefndar sagði að hann fengi verðlaunin fyrir skrif sem „upphefja á nýstárlegan hátt í bæði skáldsögum og leikhúsverkum bjargarleysi nútímamannsins“. Hvaða höfundur var þetta?

6.  Annar höfundur sem fékk Nóbelsverðlaunin um miðjan sjötta áratuginn var af Nóbelsnefndinni sagður fá verðlaunin fyrir fjörlega og kröftuga sagnalist sem hafi endurnýjað hina miklu sagnahefð heimalands hans. Hver var sá?

7.  Höfundur nokkur vakti fyrst athygli þegar hún skrifaði smásögu um móður sem vill allt fyrir börnin sín gera og sker að lokum úr sér hjartað fyrir þau. Síðar skrifaði hún bæði skáldsögur og leikrit og tók virkan þátt í stjórnmálum um skeið, sat meira að segja á Alþingi. Hvað hét hún?

8.  Cormoran Strike heitir aðalpersónan í flokki glæpasagna eftir Robert nokkurn Galbraith. Út eru komnar fimm bækur um Strike en höfundurinn segist hafa tilbúið efni í tíu til viðbótar. Bækurnar þykja alveg prýðilegar en það er þó raunverulegt nafn höfundarins sem hefur vakið mesta athygli á þeim. Hver leynist bak við nafnið Robert Galbraith?

9.  Árið 1983 kom út smásagnasafnið Tíu myndir úr lífi þínu, sögur um þykjustuleiki og alvörudrauma. Höfundur hefur síðan aðallega skrifað skáldsögur, svo sem Z-Ástarsögu, Stúllkuna í skóginum, Þögnina, Frá ljósi til ljóss og Þegar stjarna hrapar. En líka Dísusögu og Systu - bernskunnar vegna. Hver er höfundurinn?

10.  Árið 1973 kom út bók um stúlku eina sem olli íbúum í heimabæ sínum alls konar hörmungum og skaða — en þeir áttu það líka flestallir skilið, helvítin þau arna! Höfundurinn hefur síðan verið einn sá afkastamesti í heiminum. Hvað heitir hann?

***

Seinni aukaspurning:

Á myndinni hér að neðan má sjá konu eina, fædda 1845, sem var sannkallaður brautryðjandi í skáldskap í landi sínu og ekki aðeins af konu að vera. Hvað heitir hún?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Franz Kafka.

2.  Gillian Flynn.

3.  Adolf Hitler.

4.  Knausgaard.

5.  Beckett.

6.  Halldór Laxness.

7.  Svava Jakobsdóttir.

8.  Rowling.

9.  Vigdís Grímsdóttir.

10.  Stephen King.

***

Svör við aðalspurningum:

Á efri myndinni er ástarsagnahöfundurinn Barbara Cartland.

Á neðri myndinni er Torfhildur Hólm.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár