Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

450. spurningaþraut: Rithöfundar að þessu sinni, tómir rithöfundar

450. spurningaþraut: Rithöfundar að þessu sinni, tómir rithöfundar

Hér verður eingöngu spurt um rithöfunda af margvíslegu tagi. Eftirnöfn þeirra duga í öllum tilfellum, nema náttúrlega ef einhverjir skyldu íslenskir vera.

Og fyrri aukaspurning sýnir einmitt rithöfund. Hver er á myndinni fyrir ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Rithöfundur einn byrjaði sögu á þessa leið: „Als Gregor Samsa eines Morgens aus unruhigen Träumen erwachte, fand er sich in seinem Bett zu einem ungeheueren Ungeziefer verwandelt.“ Hvaða höfundur var þetta?

2.  Gone Girl hét sálfræðitryllir sem kom út árið 2013 og fór sannarlega sigurför um heiminn og vinsæl bíómynd var gerð eftir sögunni. Hvað heitir höfundurinn?

3.  Barátta mín — það var nafnið á bók sem út kom 1925 og vakti ekki mjög mikla athygli þá, en hins vegar fór seinna svo að öll brúðhjón í landi höfundarins fengu bókina að gjöf frá ríkinu. Og höfundurinn varð múltimilli á öllum höfundarlaununum. Hver skrifaði bókina?

4.  En Barátta mín var líka nafn á langri sjálfsævisögu sem norskur höfundur gaf út í mörgum þykkum bindum fyrir rúmum áratug. Hvað heitir sá höfundur?

5.  Árið 1969 fékk írskur höfundur Nóbelsverðlaun og í meðfylgjandi texta Nóbelsnefndar sagði að hann fengi verðlaunin fyrir skrif sem „upphefja á nýstárlegan hátt í bæði skáldsögum og leikhúsverkum bjargarleysi nútímamannsins“. Hvaða höfundur var þetta?

6.  Annar höfundur sem fékk Nóbelsverðlaunin um miðjan sjötta áratuginn var af Nóbelsnefndinni sagður fá verðlaunin fyrir fjörlega og kröftuga sagnalist sem hafi endurnýjað hina miklu sagnahefð heimalands hans. Hver var sá?

7.  Höfundur nokkur vakti fyrst athygli þegar hún skrifaði smásögu um móður sem vill allt fyrir börnin sín gera og sker að lokum úr sér hjartað fyrir þau. Síðar skrifaði hún bæði skáldsögur og leikrit og tók virkan þátt í stjórnmálum um skeið, sat meira að segja á Alþingi. Hvað hét hún?

8.  Cormoran Strike heitir aðalpersónan í flokki glæpasagna eftir Robert nokkurn Galbraith. Út eru komnar fimm bækur um Strike en höfundurinn segist hafa tilbúið efni í tíu til viðbótar. Bækurnar þykja alveg prýðilegar en það er þó raunverulegt nafn höfundarins sem hefur vakið mesta athygli á þeim. Hver leynist bak við nafnið Robert Galbraith?

9.  Árið 1983 kom út smásagnasafnið Tíu myndir úr lífi þínu, sögur um þykjustuleiki og alvörudrauma. Höfundur hefur síðan aðallega skrifað skáldsögur, svo sem Z-Ástarsögu, Stúllkuna í skóginum, Þögnina, Frá ljósi til ljóss og Þegar stjarna hrapar. En líka Dísusögu og Systu - bernskunnar vegna. Hver er höfundurinn?

10.  Árið 1973 kom út bók um stúlku eina sem olli íbúum í heimabæ sínum alls konar hörmungum og skaða — en þeir áttu það líka flestallir skilið, helvítin þau arna! Höfundurinn hefur síðan verið einn sá afkastamesti í heiminum. Hvað heitir hann?

***

Seinni aukaspurning:

Á myndinni hér að neðan má sjá konu eina, fædda 1845, sem var sannkallaður brautryðjandi í skáldskap í landi sínu og ekki aðeins af konu að vera. Hvað heitir hún?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Franz Kafka.

2.  Gillian Flynn.

3.  Adolf Hitler.

4.  Knausgaard.

5.  Beckett.

6.  Halldór Laxness.

7.  Svava Jakobsdóttir.

8.  Rowling.

9.  Vigdís Grímsdóttir.

10.  Stephen King.

***

Svör við aðalspurningum:

Á efri myndinni er ástarsagnahöfundurinn Barbara Cartland.

Á neðri myndinni er Torfhildur Hólm.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár