449. spurningaþraut: Allir eru í fínu formi ...

449. spurningaþraut: Allir eru í fínu formi ...

Fyrri aukaspurning:

Hvað er að gerast á myndinni hér að ofan?

***

1.  „Á meðan hann horfir á þig ertu María mey“, „Skegg Raspútíns“, „Ástin Texas“, „Sagan af sjóreknu píanóunum“, „Yosoy“, „Fyrirlestur um hamingjuna“ eru allt bækur eftir ...?

2.  Billund heitir rúmlega 6.000 manna þorp í Danmörku — en frægt vegna þess að þar hefur aðsetur ... hver eða hvað?

3.  Hvað er milli Þjórsárvera og Kiðagils?

4.  „Allir eru í fínu formi, enginn nennir neinu dormi, því nóttin er löng þó að lífið sé stutt og allir fara í ...“ hvað?

5.  Í hvaða borg var John F. Kennedy Bandaríkjaforseti myrtur?

6.  Hvaða ár gerðist sá atburður?

7.  Unnur Jökulsdóttir gaf fyrir fjórum árum út bók sem fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita. Bókin heitir Undur [xxx] — um fugla, flugur, fiska og fólk.  Um undur hvaða staðar er bókin?

8.  Wimbledon tennismótinu lauk á dögunum. Hver vann í einliðaleik karla?

9.  Ashley Barty vann hins vegar einliðaleik kvenna. Hún er í föðurætt komin af frumbyggjum í landi einu en í móðurætt af enskum innflytjendum. Frá hvaða landi er hún?

10.  Hvað heitir sjónvarpsþátturinn sem Gísli Marteinn Baldursson sér um á RÚV?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er konan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Guðrúnu Evu.

2.  Legó-fyrirtækið.

3.  Sprengisandur.

4.  Sveitaferð.

5.  Dallas.

6.  1963.

7.  Mývatns.

8.  Djokovic.

9.  Ástralíu.

10.  Vikan með Gísla Marteini.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er innrásin í Normandy 1944 að hefjast.

Á neðri myndinni er söngkonan Ella Fitzgerald.

***

Svo lítið á hlekkinn á þrautirnar hér að neðan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár