Fyrri aukaspurning:
Hvað heitir áin á miðri myndinni hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Í hvaða landi er borgin Genf?
2. Hve mörg tungl í sólkerfinu okkar hafa sín eigin tungl, eitt eða fleiri?
3. Hver er stærsti þéttbýliskjarninn í sveitarfélaginu Ölfus?
4. Þórunn Egilsdóttir þingmaður lést fyrir nokkru, langt fyrir aldur fram. Hún var á þingi fyrir ...?
5. Rappari einn bandarískur er einkar vinsæll og raunar talinn af mörgum fulltrúi framtíðarinnar í rappinu. Hann hefur gefið út plöturnar Pluto, Honest, DS2, Evol, Future, Hndrxx, The Wizard og High Off Life. Hann heitir í raun og veru Nayvadius DeMun Wilburn en kallar sig ...
6. Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson slógu fyrst rækilega í gegn þegar þeir birtust fyrir aldarfjórðungi í þættinum Dagsljósinu í Ríkissjónvarpinu þar sem þeir fjölluðu um þrennt það, sem hver maður þarf að kunna — það er að segja ...?
7. Síðar hafa þeir yfirleitt komið fram saman undir heitinu ...?
8. Hvar bjuggu þríbrotar endur fyrir löngu?
9. Hvað nefnast íslensku sviðslistaverðlaunin?
10. Í hvaða landi var Horthy einræðisherra á árum milli stríða og mestalla síðari heimsstyrjöldina?
***
Seinni aukaspurning:
Hvaða fyrirtæki hefur lógóið hér að neðan?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Sviss.
2. Ekkert.
3. Þorlákshöfn.
4. Framsóknarflokkinn.
5. Future.
6. Hegðun, atferli, framkomu.
7. Tvíhöfði.
8. Í sjónum.
9. Gríman.
10. Ungverjalandi.
***
Svör við aukaspurningum:
Áin heitir Colorado (hún rennur þarna um Miklagljúfur, eða The Grand Canyon.)
Vörumerkið eða lógóið notast vefverslunin Amazon við.
***
Gætið svo að hlekkjum hér fyrir neðan! Þar leynast ótal spurningaþrautir aðrar!
Athugasemdir