Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

445. spurningaþraut: Hver var heimilisfastur í Bastillunni?

445. spurningaþraut: Hver var heimilisfastur í Bastillunni?

Fyrri aukaspurning:

Hver er konan á myndinni hér að ofan? Hún er reyndar ívið eldri núna en á þessari mynd?

***

1.  Hvaða þéttbýlisstaður er milli Þorlákshafnar og Stokkseyrar?

2.  Í hvaða heimsálfu er ríkið Oman?

3.  Í hvaða ríki kom til hroðalegra fjöldamorða í uppgjöri Tútsa og Hútúa á síðasta áratug síðustu aldar?

4.  Hver er stærsti fiskurinn sem í sjónum syndir?

5.  En hvað heitir stærsta skötutegundin?

6.  Djöfullinn ber mörg nöfn eins og allir vita. Eitt þeirra er Lúsífer. Hvað þýðir það?

7.  Hvað hét pilturinn í íslenskum þjóðsögum sem vildi selja sál sína djöflinum í skiptum fyrir visku?

8.  Einn helsti leikritahöfundur þjóðarinnar í byrjun 20. aldar skrifaði um það mál leikrit. Hver var höfundurinn?

9.  Í hvaða borg var Bastillan?

10.  Í Bastillunni var eitt sinn heimilisfastur karl nokkur sem þótti skelfilegt kvikindi og hafði raunar sérstaka nautn af því að kvelja aðra. Hann skrifaði mikið um þá hvöt sína til að réttlæta hana og útbreiða fagnaðarerindið. Hvað hét þessi karl?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða ríki tilheyrir eyjan sem þarna má sjá aðeins til vinstri á myndinni?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Eyrarbakki.

2.  Asía.

3.  Rúanda.

4.  Hvalháfur. Hvalhákarl telst líka rétt.

5.  Djöflaskata.

6.  Ljósberi.

7.  Loftur.

8.  Jóhann Sigurjónsson.

9.  París.

10.  Sade.

***

Á efri myndinni er Margrét Danadrottning, en á neðri myndinni eyjan Súlavesí sem tilheyrir Indónesíu.

Sjá hér ögn víðari mynd!

***

En gáið svo að hlekkjum á næstu þrautir hér fyrir neðan!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár