443. spurningaþraut: Eyjar undan Reykjavík og annað smálegt

443. spurningaþraut: Eyjar undan Reykjavík og annað smálegt

Fyrri aukaspurning:

Skoðið vandlega myndina hér að ofan. Hvað heitir þessi brosmildi karl?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða íslenska skáld er átt við með orðunum „listaskáldið góða“?

2.  Black Widow eða Svarta ekkjan heitir vinsæl ofurhetjumynd sem mjög er sýnd um þessar mundir. Leikkonan, sem leikur ekkjuna, hefur gert það oft áður í öðrum ofurhetjumyndum. Hvað heitir hún?

3.  Í dýraríkinu nefnast nokkrar tegundir „svarta ekkjan“ en þær eru allar ... hvers konar dýr?

4.  Beint framundan höfninni í Reykjavík er eyja ein sem virðist ekki stór en þar voru þó nokkur býli hér áður fyrr og fræg ætt er kennd við eyjuna. Hvað heitir eyjan?

5.  Í austur af eyju þessari er önnur, öllu stærri, og þar var líka búið. Reyndar voru þar stórbýli og meira að segja klaustur í kaþólskri tíð. Hvað heitir þessi eyja?

6.  Í vestur af fyrstnefndu eyjunni er hins vegar enn ein eyja, láglend og grösug en ekki nema 6,6 hektarar að stærð og ekki er vitað til að þar hafi verið búið. Hins vegar er þar töluvert æðarvarp og þar verpa kríur, lundar og margir aðrir fuglar. Hugsanlega var kornrækt í eyjunni einhvern tíma í fyrndinni. Hvað heitir þessi eyja?

7.  Hér er spurt um uppfinningu. Árið 1886 gerði Þjóðverjinn Hertz uppgötvun sem síðar mátti nota til að þróa þessa uppfinningu en rúmum áratug síðar hóf Rússinn Popov að feta sig út á þá braut sem svo leiddi til uppfinningarinnar. Það má þó segja að Þjóðverjinn Hülsmeyer hafi orðið fyrstur til að gera raunverulegar tilraunir með vísi að þessari uppfinningu árið 1904, en seinna tóku Bretar forystuna í þróun uppfininngarinnar — Þjóðverjum reyndar til heilmikils tjóns. Hver er uppfinningin?

8.  Hvað heitir fjölmennasta borg Mið- og Vestur-Evrópu?

9.  Hvert er mikilvægasta hráefnið í fæðutegundinni Blutwurst í Þýskalandi?

10.  Hver skrifaði bækur um Öðruvísi daga, Öðruvísi fjölskyldu og Öðruvísi sögu?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða ríki á fána þann sem hér að neðan sést?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Jónas Hallgrímsson.

2.  Scarlett Johansen.

3.  Kóngulær.

4.  Engey.

5.  Viðey.

6.  Akurey.

7.  Ratsjá.

8.  London.

9.  Blóð.

10.  Guðrún Helgadóttir.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Donnarumma markvörður ítalska fótboltalandsliðsins í karlaflokki.

Á neðri myndinni er fáni Tékklands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár