Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

443. spurningaþraut: Eyjar undan Reykjavík og annað smálegt

443. spurningaþraut: Eyjar undan Reykjavík og annað smálegt

Fyrri aukaspurning:

Skoðið vandlega myndina hér að ofan. Hvað heitir þessi brosmildi karl?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða íslenska skáld er átt við með orðunum „listaskáldið góða“?

2.  Black Widow eða Svarta ekkjan heitir vinsæl ofurhetjumynd sem mjög er sýnd um þessar mundir. Leikkonan, sem leikur ekkjuna, hefur gert það oft áður í öðrum ofurhetjumyndum. Hvað heitir hún?

3.  Í dýraríkinu nefnast nokkrar tegundir „svarta ekkjan“ en þær eru allar ... hvers konar dýr?

4.  Beint framundan höfninni í Reykjavík er eyja ein sem virðist ekki stór en þar voru þó nokkur býli hér áður fyrr og fræg ætt er kennd við eyjuna. Hvað heitir eyjan?

5.  Í austur af eyju þessari er önnur, öllu stærri, og þar var líka búið. Reyndar voru þar stórbýli og meira að segja klaustur í kaþólskri tíð. Hvað heitir þessi eyja?

6.  Í vestur af fyrstnefndu eyjunni er hins vegar enn ein eyja, láglend og grösug en ekki nema 6,6 hektarar að stærð og ekki er vitað til að þar hafi verið búið. Hins vegar er þar töluvert æðarvarp og þar verpa kríur, lundar og margir aðrir fuglar. Hugsanlega var kornrækt í eyjunni einhvern tíma í fyrndinni. Hvað heitir þessi eyja?

7.  Hér er spurt um uppfinningu. Árið 1886 gerði Þjóðverjinn Hertz uppgötvun sem síðar mátti nota til að þróa þessa uppfinningu en rúmum áratug síðar hóf Rússinn Popov að feta sig út á þá braut sem svo leiddi til uppfinningarinnar. Það má þó segja að Þjóðverjinn Hülsmeyer hafi orðið fyrstur til að gera raunverulegar tilraunir með vísi að þessari uppfinningu árið 1904, en seinna tóku Bretar forystuna í þróun uppfininngarinnar — Þjóðverjum reyndar til heilmikils tjóns. Hver er uppfinningin?

8.  Hvað heitir fjölmennasta borg Mið- og Vestur-Evrópu?

9.  Hvert er mikilvægasta hráefnið í fæðutegundinni Blutwurst í Þýskalandi?

10.  Hver skrifaði bækur um Öðruvísi daga, Öðruvísi fjölskyldu og Öðruvísi sögu?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða ríki á fána þann sem hér að neðan sést?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Jónas Hallgrímsson.

2.  Scarlett Johansen.

3.  Kóngulær.

4.  Engey.

5.  Viðey.

6.  Akurey.

7.  Ratsjá.

8.  London.

9.  Blóð.

10.  Guðrún Helgadóttir.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Donnarumma markvörður ítalska fótboltalandsliðsins í karlaflokki.

Á neðri myndinni er fáni Tékklands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
4
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár