Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Fleiri hafa stutt afboðun Ingós en endurkomu hans í brekkusöng

Und­ir­skriftal­ist­ar ganga á víxl vegna ákvörð­un­ar um að af­bóka Ingó Veð­ur­guð úr brekku­söngn­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um í kjöl­far ásak­ana.

Fleiri hafa stutt afboðun Ingós en endurkomu hans í brekkusöng
Ingó Veðurguð Hér í viðtali hjá Sölva Tryggvasyni.

Á meðan tæp 1.700 manns hafa skrifað sig á undirskriftalista til stuðnings þess að Ingó Veðurguð flytji brekkusönginn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina, þrátt fyrir fram komnar áskanir kvenna á samfélagsmiðlinum TikTok, hafa yfir 2.300 manns skrifað undir áskorun á þjóðhátíðarnefnd að „endurskoða ekki ákvörðun sína um að afbóka Ingólf Þ. á Þjóðhátíð 2021“ á þeim forsendum að afbókunin sé „afar viðunandi niðurstaða og ósköp eðlileg viðbrögð“.

Hópurinn Öfgar hefur frá því um helgina birt frásagnir af þekktum tónlistarmanni, sem síðar hefur verið tilgreindur sem Ingó Veðurguð, frá yfir þrjátíu konum. Hópurinn hefur sannreynt að sendendur frásagnanna séu til, án þess að hafa forsendur til að sannreyna atburðarásina sérstaklega, en nöfnin eru ekki birt á þeim forsendum að þolendum sé ekki skylt að ganga í gegnum samfélagsumræðuna. Um er að ræða stúlkur og ungar konur sem greina frá ágengni gegn þeim undir lögaldri eða því sem flokkast undir kynferðisbrot.

Eina krafan fyrir að undirskrift sé tekin gild er að nafn og netfang fylgi og því er listinn sannreynanlegur en ekki endilega sannreyndur.

Undirskriftalistann til stuðnings Ingó má sjá hér en þann sem styður ákvörðun þjóðhátíðarnefndar í Vestmannaeyjum má finna hér.

Klofningur í samfélaginu

Mikil skautun eða pólarísering birtist í afstöðu fólks til málsins. Þannig má sjá í netkönnun Stundarinnar, sem setja þarf fyrirvara á vegna áreiðanleika þar sem úrtak er ekki slembivalið og endurspeglar því ekki fyllilega þýðið, að mikill meirihluti er annars vegar „mjög sammála“ ákvörðun Þjóðhátíðarnefndar, eða 64%, eða þá „mjög ósammála“, eða 25%. Fáir eru „frekar sammála“ (4%) eða „frekar ósammála“ (4%). Því er um að ræða svokallaða tvítinda dreifingu sem er lýsandi fyrir klofning í samfélaginu. Þess ber að geta að netkönnun DV sýndi 54% í andstöðu við ákvörðun Þjóðhátíðarnefndar og 46% fylgjandi henni, en aðeins var hægt að svara játandi eða neitandi „Var rétt að taka giggið af Ingó?“. Þátttaka í netkönnun Stundarinnar krefst innskráningar og getur hver innskráður notandi aðeins kosið einu sinni.

Dómstóll eða ekki?

Aðstandendur fyrri listans líta svo á að dómstóll götunnar hafi tekið völdin, en þess síðari að þjóðhátíðarnefnd hafi fulla heimild til þess að bregðast við óánægju með framferði tónlistarmannsins án þess að nauðsynleg forsenda ákvörðunarinnar sé dómsmál gegn honum.

„Það er eðlilegt að þjóðhátíðarnefnd ákveði hverjum skal bjóða að koma fram á Þjóðhátíð og nefndinni ber ekki að leyfa vafasömum mönnum að koma þar fram. Þó engin kæra liggi fyrir er ekki brotið á mannréttindum Ingólfs að afbóka hann,“ segir í rökstuðningi.

„Þó engin kæra liggi fyrir er ekki brotið á mannréttindum Ingólfs að afbóka hann“
Úr undirskriftalista til stuðnings ákvörðunar Þjóðhátíðarnefndar um afbókun Ingós Veðurguðs

Þjóðhátíðarnefnd tilkynnti á föstudag að Ingó Veðurguð myndi stýra brekkusöng á Þjóðhátíð. Þá hafði hópurinn Öfgar þegar boðið fram aðstoð sína við val á tónlistarmanni, samkvæmt frásögn hópsins. Í kjölfar valsins birtust frásagnirnar af reynslu kvenna af Ingó, án þess að tilgreina nafn hans eða nöfn þolenda. Eftir það tilkynnti þjóðhátíðarnefnd á mánudag án málalenginga að Ingó hefði verið afbókaður. Hann hefur sagst ósáttur við ákvörðunina og hótar málsókn á hendur ótilgreindum hópi fólks vegna ásakana.

„Eigum við að trúa öllu sem dætur okkar segja?“

Forsprakki undirskriftasöfnunar er ritstjóri fréttamiðilsins Eyjar.net í Vestmannaeyjum. „Það er ótækt með öllu að dómstóll götunnar stjórni því hverjir komi fram á viðburðum á Íslandi. Engin kæra liggur fyrir og því er engin rannsókn í gangi,“ segir í undirskriftasöfnun hans þar sem skorað er á „þjóðhátíðarnefnd ÍBV að endurskoða ákvörðun sína um að afbóka Ingólf Þórarinsson á Þjóðhátíð 2021“.

„Eigum við að trúa öllu sem dætur okkar segja, en trúa engu sem synir okkar segja? Hvaða skilaboð eru það?“ spyr kona sem búsett er í Noregi. „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð,“ segir annar. Þá rökstyður enn einn áskorandi stuðning sinn með því að „það er ljótt að það sé hægt að hafa mannorð af einhverjum án nokkurra málaferla“. „Skrílmenning á lægsta stigi. Grundvöllur okkar siðmenningar er að sekt þurfi að sanna, ekki afsanna,“ segir sá fjórði.

„Veit hver ég var“

Ingó hefur komið fram í viðtali við fréttavefinn Mannlíf þar sem hann svarar fyrir ásakanir. Hann sagðist hafa drukkið mikið fram að árinu 2018, þegar hann fékk aðstoð vegna drykkjunnar. Þrátt fyrir að hafa drukkið „20-30“ áfenga drykki á venjulegu kvöldi, samkvæmt hans eigin orðum í viðtali á Vísi 2019, muni hann hvað hann hefur gert. „Já, ég veit allavega hvar ég var. Já, ég veit hvað ég hef verið að gera. Það eru ekki svona hlutir eins og búið er að skrifa að ég hafi gert.“

Hann hótar málsóknum. „Ég ætla ekki að láta eyðileggja mannorð mitt svona þannig að ég bregst við þessu eftir réttum leiðum,“ segir hann við Mannlíf. „Þetta er nafnalaust. Ég mun reyna að finna út hvaðan þetta kemur. Það eru bornar á mig ótrúlegar sakir. Ég hef hugmyndir um hvaðan þetta kemur en ég held að það sé ekki gott að fara sömu leið og viðkomandi og saka fólk um einhverja hluti þannig að ég mun fara rétta leið með þetta. Það mun koma í ljós hvaða konur þetta eru. Ég er viss um það.“

Á sama tíma hefur fyrrverandi kærasta hans til sex ára lýst því yfir að hún standi með þolendum, án þess að taka beina afstöðu til málavaxta. „Í rúmlega 6 ár var ég í sambandi með einstaklingi. Allan tímann stóð ég með honum og studdi hann í gegn um alls konar erfiða tíma, af því að það er það sem maður gerir … stendur með makanum sínum og trúir því sem hann segir. Á sunnudaginn las ég yfir 20 frásagnir. Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann, eins og ég gæti ekki andað og þyrfti að kasta upp. Síðan þá hefur mér liðið eins og ég sé að burðast með risastórt grjót ofan á mér. Mér líður einhvern veginn eins og ég beri ábyrgð, sem er auðvitað mjög brenglað þegar viðkomandi einstaklingur gerir það ekki einu sinni sjálfur. Ég ætla ekki að setjast í eitthvað dómarasæti og segja til um hvað sé rétt og rangt. Ég vil bara skila skömminni. Létta á mér og ýta þeirri tilfinningu um að ég beri einhverja ábyrgð í burtu og segja að ég stend með öllum þeim sem hafa orðið fyrir ofbeldi,“ sagði hún í Instagram-story í gær.

Nánar verður rætt við aðstandendur hópsins Öfga í Stundinni á morgun.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ingó afbókaður

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
4
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
6
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár