Rósa Hrund Kristjánsdóttir er grafískur hönnuður og starfar sem hugmynda- og hönnunarstjóri (executive creative director) á auglýsingastofunni Hvíta húsinu. Hún er ein af fáum konum sem gegna hlutverki stjórnanda í auglýsingageiranum hér á landi. Sem nemandi í grafískri hönnun og verðandi hönnuður hefur staða kvenna í auglýsingageiranum verið mér hugleikin, sú forvitni leiddi mig á fund Rósu. Almennt séð eru flestir stjórnendur á íslenskum auglýsingastofum karlmenn. Samkvæmt könnunum Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA) sem gerðar voru 2016 og 2018 hallar á konur í auglýsingageiranum. Þær eru ólíklegri til að fá vinnu sem grafískir hönnuðir en sérstaklega sem stjórnendur.
Ég kynntist Rósu þegar hún kenndi mér í Listaháskóla Íslands (LHÍ). Hún er eftirminnilegur kennari á góðan hátt. Rósa lét okkur bekkjarfélagana standa í hring og öskra á hvert annað, skrifa niður lélegar hugmyndir og hanna lélega auglýsingu. Sem kennari hefur Rósa einstakt lag á því að láta mann gleyma sjálfsefanum um stund …
Athugasemdir