Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

432. spurningaþraut: Hver er faðir tvíburasonanna Saint Leos og Thunders?

432. spurningaþraut: Hver er faðir tvíburasonanna Saint Leos og Thunders?

Fyrri aukaspurning:

Konan á myndinni hér að ofan gegnir einu miklu virðingarembætti í fjölmennu ríki, þótt ekki sé það valdastaða. Hún er sem sé ... hvað?

***

Aðalspurningar.

1.  Í síðasta mánuði fæddist tæplega hálffertugum íþróttamanni tvíburar. Hann og kona hans Kasi eignuðust þá tvíburasyni og var annar skírður Saint Leo en hinn Thunder. Nafnið á Thunder litla þótti sérlega skondið í samhengi við bæði nafn og framgöngu föður hans á íþróttavellinum. Hvaða íþróttamann er hér um að ræða?

2.  Hvaða hljómsveit gaf út plötuna Rubber Soul síðla árs 1965?

3.  Hvaða frægi auðkýfingur, sem fæddist tæpu ári eftir að Gúmmísálin kom út, er sagður hafa lagt grunn að auðæfum sínum með því að selja innfluttar gúmmíendur, heima hjá sér?

4.  Hvaða fræga poppstjarna — sem í bili er reyndar ekki fyrst og fremst þekkt fyrir tónlist sína — gaf út plötuna Blackout 2007?

5.  Ajaccio er stærsta borgin á eyju einni. Hvað heitir sú eyja?

6.  Hver skrifaði skáldsöguna Undantekninguna?

7.  „Frankly, my dear, I don't give a damn.“ Hvaða leikari mælir þessi orð í frægri kvikmynd?

8.  En hvað heitir persónan, sem fær þetta framan í sig?

9.  Hvað hét síðari eiginkona Halldórs Laxness rithöfundar?

10.  Fyrir utan ómetanlega hjálp sem kona HKL veitti honum við skriftirnar, þá kom hún við sögu við þróun á ákveðnu fyrirbæri sem sumir telja ævagamalt en er það í rauninni ekki. Hvað er hér átt við?

***

Seinni aukaspurning:

Þrívíddarlíkan af hvaða frægu stórborg má sjá hér að neðan? Ég gef ekki upp úr hvaða átt er horft.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Usain Bolt. Nafnið Thunder Bolt þýðir nokkurn veginn „þrumufleygur“ sem hæfir ágætlega syni þessa hlaupagarps.

2.  Bítlarnir.

3.  Roman Abramovich.

4.  Britney Spears.

5.  Korsíka.

6.  Auður Ava.

7.  Clark Gable.

8.  Scarlett O'Hara.

9.  Auður.

10.  Hið „íslenska“ mynstur lopapeysunnar. Nefna verður mynstrið, lopapeysan ein dugar ekki.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er keisaraynjan í Japan. Ekki er nauðsynlegt að þekkja nafn hennar en hún heitir 雅子.

Borgin á neðri myndinni er Róm. Horft er yfir borgina nokkurn veginn úr vestri.

***

Og hér fyrir neðan eru hlekkir á fyrri þrautir og þá næstu, eftir að hún birtist.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár