Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

432. spurningaþraut: Hver er faðir tvíburasonanna Saint Leos og Thunders?

432. spurningaþraut: Hver er faðir tvíburasonanna Saint Leos og Thunders?

Fyrri aukaspurning:

Konan á myndinni hér að ofan gegnir einu miklu virðingarembætti í fjölmennu ríki, þótt ekki sé það valdastaða. Hún er sem sé ... hvað?

***

Aðalspurningar.

1.  Í síðasta mánuði fæddist tæplega hálffertugum íþróttamanni tvíburar. Hann og kona hans Kasi eignuðust þá tvíburasyni og var annar skírður Saint Leo en hinn Thunder. Nafnið á Thunder litla þótti sérlega skondið í samhengi við bæði nafn og framgöngu föður hans á íþróttavellinum. Hvaða íþróttamann er hér um að ræða?

2.  Hvaða hljómsveit gaf út plötuna Rubber Soul síðla árs 1965?

3.  Hvaða frægi auðkýfingur, sem fæddist tæpu ári eftir að Gúmmísálin kom út, er sagður hafa lagt grunn að auðæfum sínum með því að selja innfluttar gúmmíendur, heima hjá sér?

4.  Hvaða fræga poppstjarna — sem í bili er reyndar ekki fyrst og fremst þekkt fyrir tónlist sína — gaf út plötuna Blackout 2007?

5.  Ajaccio er stærsta borgin á eyju einni. Hvað heitir sú eyja?

6.  Hver skrifaði skáldsöguna Undantekninguna?

7.  „Frankly, my dear, I don't give a damn.“ Hvaða leikari mælir þessi orð í frægri kvikmynd?

8.  En hvað heitir persónan, sem fær þetta framan í sig?

9.  Hvað hét síðari eiginkona Halldórs Laxness rithöfundar?

10.  Fyrir utan ómetanlega hjálp sem kona HKL veitti honum við skriftirnar, þá kom hún við sögu við þróun á ákveðnu fyrirbæri sem sumir telja ævagamalt en er það í rauninni ekki. Hvað er hér átt við?

***

Seinni aukaspurning:

Þrívíddarlíkan af hvaða frægu stórborg má sjá hér að neðan? Ég gef ekki upp úr hvaða átt er horft.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Usain Bolt. Nafnið Thunder Bolt þýðir nokkurn veginn „þrumufleygur“ sem hæfir ágætlega syni þessa hlaupagarps.

2.  Bítlarnir.

3.  Roman Abramovich.

4.  Britney Spears.

5.  Korsíka.

6.  Auður Ava.

7.  Clark Gable.

8.  Scarlett O'Hara.

9.  Auður.

10.  Hið „íslenska“ mynstur lopapeysunnar. Nefna verður mynstrið, lopapeysan ein dugar ekki.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er keisaraynjan í Japan. Ekki er nauðsynlegt að þekkja nafn hennar en hún heitir 雅子.

Borgin á neðri myndinni er Róm. Horft er yfir borgina nokkurn veginn úr vestri.

***

Og hér fyrir neðan eru hlekkir á fyrri þrautir og þá næstu, eftir að hún birtist.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár