Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

430. spurningaþraut: Ímyndaðir staðir

430. spurningaþraut: Ímyndaðir staðir

Þessi þraut snýst öll um ímyndaða staði.

Fyrri aukaspurning um myndina hér að ofan:

Hvað heitir landið þessara bræðra?

***

Aðalspurningar!

1.  Óseyri við Axlarfjörð er ekki til, nema í bók. En hver er ótvírætt þekktasti íbúi þar?

2.  Amerískur reyfarahöfundur skrifaði fjölda skáldsagna þar sem fjallað er um lögreglusveit í 87. hverfi í borginni Isola, sem ekki mun finnast á neinu korti. Meðal lögreglumannanna eru Steve Carella, Meyer Meyer, Cotton Hawes, Bert Kling og Fat Ollie. Hvað hét höfundurinn sem skapaði þetta hverfi í hinni ímynduðu Isola?

3.  Gríski heimspekingurinn Platon segir í tveimur verkum sínum frá fornu menningarríki sem hafi verið til fyrirmyndar að ýmsu leyti hvað snertir stjórnsýslu og þess háttar. Hvað kallaði hann ríki þetta?

4.  Annar heimspekingur, hinn enski Thomas More, bjó líka til einskonar fyrirmyndarríki sem hann vildi (sennilega) að menn hefðu til eftirbreytni. Hvað kallaðist ríki hans?

5.  Sögur miklar hafa gengið um Artúr konung á Bretlandi og riddara hans sem tylltu sér við hringborð eitt mikið, þá þeir voru ekki að bjarga ungum dömum úr drekaklóm eða leita að hinum heilaga kaleik. Í hvaða borg var hringborð þetta?

6.  Tatooine heitir pláneta ein, langt langt í burtu. Hún kemur oft við sögu í einum miklum bálki skáldverka af ákveðnu tagi, og að minnsta kosti tvær af aðalpersónunum eru beinlínis þaðan. Hvaða bálkur er þetta?

7.  Hvað heitir heimsálfan þar sem mestur hluti af sagnabálknum um krúnuleikana gerist?

8.  Hvaða ímyndaða land bjó L.Frank Baum til árið 1900?

9.  En hver skapaði hið skelfilega land Mordor?

10.  Í um hundruð ár (1550-1650) þvældist ímynduð eyja um kort af Norður-Atlantshafinu. Hún var yfirleitt sýnd suður af Grænlandi eða spölkorn suðvestur af Íslandi. Stærð hennar var mismunandi og mjög misjöfnum sögum fór af byggð á henni. Loks rann þó upp fyrir mönnum að tilvist hennar var þjóðsaga ein og eyjan hvarf af landakortum. Hvað hét þessi ímyndaða eyja skammt frá Íslandi?

***

Seinni aukaspurning:

Hér að neðan má sjá eyju sem kemur við sögu í mjög frægum reyfara sem út kom fyrir um 60 árum og sló rækilega í gegn, ekki síst á Íslandi. Bækur höfundarins seldust síðan eins og heitar lummur á Íslandi í hálfan annan áratug. Nafn eyjarinnar úr þessari tilteknu bók kemur fyrir í sjálfum titli reyfarans. Hvað nefndi reyfarahöfundurinn þessa eyju sína?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Salka Valka.

2.  Ed McBain.

3.  Atlantis.

4.  Utopia.

5.  Camelot.

6.  Star Wars.

7.  Westeros.

8.  Oz.

9.  Tolkien.

10.  Frísland.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni eru bræðurnir Ljónshjarta úr sögu Astrid Lindgren. Nangíala hét landið þeirra.

Á neðri myndinni má sá eyjuna Navarone úr skáldsögunni Byssurnar í Navarone eftir Alistair MacLean.

***

Og svo eru hlekkir hér að neðan!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hrafnhildur er dauðþreytt á rasistum: „Ég myndi aldrei leggjast jafn lágt og þið“
7
Fréttir

Hrafn­hild­ur er dauð­þreytt á ras­ist­um: „Ég myndi aldrei leggj­ast jafn lágt og þið“

Hrafn­hild­ur Ming Þór­unn­ar­dótt­ir er orð­in þreytt á kyn­þátta­for­dóm­um sem hún hef­ur upp­lif­að síð­an hún var í leik­skóla. Frá því í sum­ar seg­ir hún hafa ver­ið gelt á sig á ótal stöð­um við ótal tæki­færi, hvort sem hún er á leið í skóla, í versl­un­um eða á leið heim í strætó. Hrafn­hild­ur kall­ar eft­ir því að sam­fé­lag­ið axli ábyrgð á því að út­rýma kyn­þátta­for­dóm­um, það sé ekki á henn­ar ábyrgð
Kjósendur vilji ekki hermikráku
10
FréttirBaráttan um íhaldsfylgið

Kjós­end­ur vilji ekki hermikráku

Gunn­hild­ur Lily Magnús­dótt­ir, dós­ent í stjórn­mála­fræði við Há­skól­ann í Mal­mö, seg­ir að alls stað­ar í Evr­ópu hafi hóf­sam­ir hægri­flokk­ar að ein­hverju leyti tek­ið upp harða flótta­manna­stefnu flokka sem séu yst á hægri væng stjórn­mál­anna. Marg­ir kjós­end­ur gömlu hægri flokk­anna vilji þó ekki eft­ir­herm­ur og kjósi því flokka sem hafi fyrst tal­að fyr­ir harð­ari flótta­manna­stefnu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
4
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
Ljósið á koddanum bjargaði Yazan
7
Afhjúpun

Ljós­ið á kodd­an­um bjarg­aði Yaz­an

Enn hafa ekki feng­ist skýr svör við því hvers vegna lög­regla sótti lang­veikt barn inn á sjúkra­hús á dög­un­um og tek­ist er á um hvort það yf­ir­leitt megi. Land­spít­al­inn þver­tek­ur fyr­ir sam­vinnu við Rík­is­lög­reglu­stjóra­embætt­ið og yf­ir­lækn­ir seg­ir alrangt að rétt­læta að­gerð­irn­ar með vott­orði sem hann skrif­aði. Til­vilj­un réði þvi að brott­vís­un Yaz­an Tamimi spurð­ist út og var að lok­um aft­ur­köll­uð.

Mest lesið í mánuðinum

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
5
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
6
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár