Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Læknanemar krefjast aðgerða

Tíu lækna­nem­ar sendu í gær fram­kvæmda­stjórn Land­spít­ala bréf þar sem þau biðla hana að gera strax ráð­staf­an­ir til að tryggja full­nægj­andi mönn­un á bráða­mót­töku.

Læknanemar krefjast aðgerða
Hrædd um að gera yfirsjónir Læknanemarnir segjast hræddir við að gerast sekir um yfirsjónir í slíkum aðstæðum og segja að það reynist líklega hverjum lækni þungbært að vera hluteigandi í atviki er varðar sjúkling en sérstaklega læknanemum í upphafi starfsferils síns. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Tilefni þessa bréfs eru þungar áhyggjur okkar af þeirri stöðu sem nú er komin upp á okkar vinnustað“ segir í bréfi sem tíu læknanemar sendu á framkvæmdastjórn spítalans í gær. 

Við erum tíu læknanemar sem nýverið lukum fimmta ári í læknadeild og störfum nú í sumarafleysingum fyrir lækna á bráðamóttöku Landspítala.

Standa einir eftir á gólfinu

Nemanir, sem eru tíu, luku nýverið fimmta ári í læknadeild og starfa í sumarafleysingum fyrir lækna á bráðamóttöku Landspítala. Í bréfinu segja þeir að eins og staðan sé núna sé aðgengi þeirra að ábyrgum sérfræðingum „fullkomlega óviðunandi“ en greitt aðgengi að þeim segja þeir nauðsynlega forsendu þess að læknanemar geti sinnt afleysingastörfum lækna. „Við þetta bætist að þegar bráðveikir sjúklingar leita á bráðamóttöku t.d. vegna fjöláverka, krefjast þeir sjúklingar óskiptrar athygli sérfræðinga og reyndustu sérnámslæknanna. Þá stöndum við, óreyndu læknanemarnir, og nýútskrifaðir læknar sem hófu störf nú í júní, einir eftir á gólfinu án aðgengis að sérfræðilæknum eða reyndari læknum.“

„Við erum óreynd og við erum óörugg í þessum aðstæðum sem þegar hafa skapast“

Þeir segja þetta hættulegt ástand og ljóst að sjúklingar fái ekki fullnægjandi þjónustu. Þar að auki sé það hvorki sjúklingum, þeim sjálfum né samstarfsfólki þeirra bjóðandi. Nemarnir séu hræddir um að í slíkum aðstæðum geta þeir orðið sekir um yfirsjónir. „ Við erum að stíga okkar fyrstu skref á starfsferlinum, við erum óreynd og við erum óörugg í þessum aðstæðum sem þegar hafa skapast. Við erum hrædd um að gerast sek um yfirsjónir sem leiða til ófullnægjandi meðferðar sjúklinga og samsvarandi atvika. Að vera hlutaðeigandi í atviki reynist líklega flestum læknum þungbært, hvað þá læknanema í upphafi starfsferils síns,“ segja þeir. 

Nauðsynlegt að bregðast við strax

Í lok bréfsins biðla læknanemarnir til framkvæmdarstjórnar spítalans að gera „strax“ ráðstafanir til að tryggja fullnægjandi mönnun sérfræðinga á bráðamóttöku. „Það er okkar mat að nauðsynlegt sé að bregðast við stöðunni þegar í stað til þess að tryggja öryggi sjúklinga og starfsfólks.“ 

Undir bréfið skrifa læknanemarnir Teitur Ari Theodórsson, Thelma Kristinsdóttir, Daníel Hrafn Magnússon, Karó Hanzen, Hlíf Samúelsdóttir, Guðrún Karlsdóttir, Rakel Hekla Sigurðardóttir, Rebekka Lísa Þórhallsdóttir, Tómas Viðar Sverrisson og Jón Tómas Jónsson.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Spítalinn er sjúklingurinn

Léttir að heilbrigðisráðherra ætlar að skoða réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks
FréttirSpítalinn er sjúklingurinn

Létt­ir að heil­brigð­is­ráð­herra ætl­ar að skoða rétt­ar­stöðu heil­brigð­is­starfs­fólks

Ásta Krist­ín Andrés­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur varð meyr við að lesa frétt­ar­til­kynn­ingu frá stjórn­ar­ráð­inu þess efn­is að heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur ákveð­ið að taka til skoð­un­ar rétt­ar­stöðu heil­brigð­is­starfs­fólks í tengsl­um við til­kynn­ing­ar og rann­sókn al­var­legra at­vika í heil­brigð­is­þjón­ustu. Ásta er eini heil­brigð­is­starfs­mað­ur­inn á Ís­landi sem hef­ur feng­ið rétt­ar­stöðu sak­born­ings vegna starfs síns.
Missti allt úr höndunum eftir sýknudóm
ViðtalSpítalinn er sjúklingurinn

Missti allt úr hönd­un­um eft­ir sýknu­dóm

Ásta Krist­ín Andrés­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur er eini heil­brigð­is­starfs­mað­ur­inn á Ís­landi sem hef­ur ver­ið ákærð fyr­ir mann­dráp af gá­leysi í starfi. Lög­reglu­rann­sókn, ákær­an, sem og máls­með­ferð­in, tóku mik­ið á Ástu sem lýs­ir með­ferð máls­ins sem stríði. Þrátt fyr­ir að hafa hlot­ið sýknu í mál­inu hef­ur stríð­ið set­ið í henni, leitt hana á dimma staði þang­að til að hún „missti allt úr hönd­un­um“.
Yfirfull bráðamóttaka gat ekki tekið á móti sjúklingi í hjartastoppi
FréttirSpítalinn er sjúklingurinn

Yf­ir­full bráða­mót­taka gat ekki tek­ið á móti sjúk­lingi í hjarta­stoppi

Helga Rósa Más­dótt­ir, deild­ar­stjóri bráða­mót­töku Land­spít­al­ans, stað­fest­ir í sam­tali við Stund­ina að sjúk­lingi í hjarta­stoppi var vís­að frá bráða­mót­tök­unni yf­ir á Hjarta­gátt spít­al­ans vegna þess að bráða­mót­tak­an var full. Skráð hef­ur ver­ið at­vik vegna máls­ins. „Við er­um að hafna deyj­andi fólki,“ seg­ir áhyggju­full­ur starfs­mað­ur.
Veikt fólk innilokað í gluggalausu rými
VettvangurSpítalinn er sjúklingurinn

Veikt fólk inni­lok­að í glugga­lausu rými

Á þeim þrem­ur mán­uð­um sem liðn­ir eru frá því að starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar sendi frá sér hjálp­arkall þar sem það sagð­ist lifa ham­far­ir hef­ur lít­ið sem ekk­ert ver­ið að­hafst til að bæta starfs­að­stæð­ur þeirra. Ef eitt­hvað er þarf það að hlaupa enn hrað­ar og mann­rétt­indi sjúk­linga eru brot­in að mati bráða­lækn­is sem fylgdi blaða­manni í gegn­um deild­ina. Að­stæð­ur á vett­vangi voru slá­andi.
Áhyggjur af því að komandi kosningar hafi áhrif á samstöðu almennings
FréttirSpítalinn er sjúklingurinn

Áhyggj­ur af því að kom­andi kosn­ing­ar hafi áhrif á sam­stöðu al­menn­ings

Hjalti Már Björns­son, bráða­lækn­ir á Land­spít­al­an­um, seg­ir að hann og ann­að heil­brigð­is­starfs­fólk hafi áhyggj­ur af því að það „muni skorta á sam­stöðu fólks til að tak­ast á við þetta með sama hætti og hef­ur ver­ið gert hing­að til“. Þá seg­ist hann einnig hafa áhyggj­ur af sam­stöðu al­menn­ings í ljósi þess að kosn­ing­ar séu á næsta leiti og að stjórn­mála­menn lýsi and­stöðu sinni við ráð­legg­ing­ar sótt­varna­lækn­is.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár