Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Um 47% blaðamanna á Íslandi segja að sér hafi verið ógnað

Sjö pró­sent­um blaða­manna á Ís­landi hef­ur oft eða mjög oft ver­ið ógn­að eða hót­að. Þá hafa 12% blaða­manna ver­ið beitt­ir kyn­ferð­is­legri áreitni eða kyn­ferð­is­legu of­beldi, lang­stærst­ur hluti þeirra kon­ur.

Um 47% blaðamanna á Íslandi segja að sér hafi verið ógnað
Búa við áreiti Helgi Seljan, fréttamaður Kveiks, hefur lýst því hvernig hann hefur þurft að þola áreiti og ógnandi hegðun vegna starfa sinna. Við hlið hans er Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks. Mynd: Kristinn Magnússon

Um 40% blaðamanna á Íslandi segja að sér hafi einhverntímann verið ógnað eða hótað á starfsferli sínum. Þá segja 7% blaðamanna á Íslandi að þeim hafi verið oft eða mjög oft ógnað eða hótað. Þetta eru niðurstöður alþjóðlegs rannsóknarverkefnis á vegum Worlds of Journalism Study (WJS), sem íslenskur rannsóknarhópur er þátttakandi í. Frá þessu er greint í nýjasta tölublaði Blaðamannsins, blaðs Blaðamannafélagsins. 

13% blaðamanna á Íslandi verið lögsóttir síðustu fimm ár

Samkvæmt niðurstöðu rannsóknarverkefnisins á vegum WJS hafa 13% blaðamanna  sem tóku þátt í könnuninni verið lögsóttir. Alls tóku 248 íslenskir blaðamenn þátt í könnuninni. Þá hafa 12% blaðamanna verið beittir kynferðislegri áreitni eða kynferðislegu ofbeldi, langstærstur hluti þeirra konur.

Þá sýna niðurstöður rannsóknarverkefnisins að staða blaðamanna hér á landi er ekki mikið frábrugðið frá þeirri stöðu sem þekkist meðal blaðamanna í Evrópu.

Þjóðverjar gera sáttmála til að vernda blaðamenn

Í Þýskalandi ákváðu fagfélög blaðamanna og samtök sem berjast fyrir fjölmiðlafrelsi að koma sér saman og gera sáttmála um hvernig megi vernda blaðamenn sem starfa þar í landi. Þar er að finna tillögur sem grípa beri til þegar blaðamönnum er hótað eða ógnað á einhvern hátt vegna mála sem þeir eru að fjalla um. Þá hefur Evrópuráðið einnig látið sig þetta varða og nú í vor stóðu ýmis samtök þýsks fjölmiðlafólks að sérstakri yfirlýsingu eða sáttmála, þar sem mælst var til að útgefendur þar í landi tækju upp á sína arma að tryggja öryggi og heilsu starfsmanna sinna.

Yfir 900 blaðamenn látið lífið á síðustu 10 árum vegna starfa sinna

Á síðasta ári létust 50 blaðamenn í heiminum vegna starfa sinna, samkvæmt samtökunum Blaðamanna án landamæra (RFS). Fjöldi blaðamanna sem deyja árlega hefur minnkað, þá sérstaklega í löndum þar sem stríðsástand ríkir. En fleiri blaðamenn eru nú drepnir í löndum sem ekki ríkir stríðsástand. Á árunum 2011 til 2020 létust alls 937 blaðamenn víðs vegar um heiminn. Verstu árin voru 2011 og 2012, en þá létust rúmlega 290 blaðamenn. Samkvæmt RFS voru 84% allra morða á blaðamönnum árið 2020 skipulögð. Árið 2020 hafa 387 blaðamenn verið handteknir, teknir gíslingu eða hafa horfið sporlaust.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
2
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár