Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Um 47% blaðamanna á Íslandi segja að sér hafi verið ógnað

Sjö pró­sent­um blaða­manna á Ís­landi hef­ur oft eða mjög oft ver­ið ógn­að eða hót­að. Þá hafa 12% blaða­manna ver­ið beitt­ir kyn­ferð­is­legri áreitni eða kyn­ferð­is­legu of­beldi, lang­stærst­ur hluti þeirra kon­ur.

Um 47% blaðamanna á Íslandi segja að sér hafi verið ógnað
Búa við áreiti Helgi Seljan, fréttamaður Kveiks, hefur lýst því hvernig hann hefur þurft að þola áreiti og ógnandi hegðun vegna starfa sinna. Við hlið hans er Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks. Mynd: Kristinn Magnússon

Um 40% blaðamanna á Íslandi segja að sér hafi einhverntímann verið ógnað eða hótað á starfsferli sínum. Þá segja 7% blaðamanna á Íslandi að þeim hafi verið oft eða mjög oft ógnað eða hótað. Þetta eru niðurstöður alþjóðlegs rannsóknarverkefnis á vegum Worlds of Journalism Study (WJS), sem íslenskur rannsóknarhópur er þátttakandi í. Frá þessu er greint í nýjasta tölublaði Blaðamannsins, blaðs Blaðamannafélagsins. 

13% blaðamanna á Íslandi verið lögsóttir síðustu fimm ár

Samkvæmt niðurstöðu rannsóknarverkefnisins á vegum WJS hafa 13% blaðamanna  sem tóku þátt í könnuninni verið lögsóttir. Alls tóku 248 íslenskir blaðamenn þátt í könnuninni. Þá hafa 12% blaðamanna verið beittir kynferðislegri áreitni eða kynferðislegu ofbeldi, langstærstur hluti þeirra konur.

Þá sýna niðurstöður rannsóknarverkefnisins að staða blaðamanna hér á landi er ekki mikið frábrugðið frá þeirri stöðu sem þekkist meðal blaðamanna í Evrópu.

Þjóðverjar gera sáttmála til að vernda blaðamenn

Í Þýskalandi ákváðu fagfélög blaðamanna og samtök sem berjast fyrir fjölmiðlafrelsi að koma sér saman og gera sáttmála um hvernig megi vernda blaðamenn sem starfa þar í landi. Þar er að finna tillögur sem grípa beri til þegar blaðamönnum er hótað eða ógnað á einhvern hátt vegna mála sem þeir eru að fjalla um. Þá hefur Evrópuráðið einnig látið sig þetta varða og nú í vor stóðu ýmis samtök þýsks fjölmiðlafólks að sérstakri yfirlýsingu eða sáttmála, þar sem mælst var til að útgefendur þar í landi tækju upp á sína arma að tryggja öryggi og heilsu starfsmanna sinna.

Yfir 900 blaðamenn látið lífið á síðustu 10 árum vegna starfa sinna

Á síðasta ári létust 50 blaðamenn í heiminum vegna starfa sinna, samkvæmt samtökunum Blaðamanna án landamæra (RFS). Fjöldi blaðamanna sem deyja árlega hefur minnkað, þá sérstaklega í löndum þar sem stríðsástand ríkir. En fleiri blaðamenn eru nú drepnir í löndum sem ekki ríkir stríðsástand. Á árunum 2011 til 2020 létust alls 937 blaðamenn víðs vegar um heiminn. Verstu árin voru 2011 og 2012, en þá létust rúmlega 290 blaðamenn. Samkvæmt RFS voru 84% allra morða á blaðamönnum árið 2020 skipulögð. Árið 2020 hafa 387 blaðamenn verið handteknir, teknir gíslingu eða hafa horfið sporlaust.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár