Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fordæma ritskoðunartilburði fordómafulls ráðherra í Færeyjum

Evr­ópsk­ir, græn­lensk­ir og dansk­ir kvik­mynda­gerð­ar­menn for­dæma fram­göngu fær­eyska mennta­mála­ráð­herr­ans Jen­is­ar av Rana. Ráð­herr­ann aft­ur­kall­aði styrk sem þeg­ar var bú­ið að veita fær­eyskri kvik­mynd, að því er virð­ist vegna per­sónu­legra skoð­ana sinna á því að hún bryti gegn vel­sæmi.

Fordæma ritskoðunartilburði fordómafulls ráðherra í Færeyjum
Sagður stunda pólitíska ritskoðun Jenis av Rana hefur áður komist í fréttirnar fyrir forpokaðar skoðanir sínar. Mynd: Johannes Janson

Félag evrópskra kvikmyndaleikstjóra hefur, ásamt félagi grænlenskra kvikmyndagerðarmanna, samtökum listamanna í Danmörku og félagi danskra kvikmyndaleikstjóra, sent sameiginlega yfirlýsingu til utanríkis- og menntamálaráðuneytis Færeyja þar sem ritskoðunartilburðum ráðherrans Jenis av Rana er harðlega mótmælt.

Í yfirlýsingunni segir að ráðherrann hafi nú í tvígang afturkallað stuðning til kvikmynda, sem færeyski kvikmyndasjóðurinn hafði áður samþykkt að veita styrk. Það hafi gerst í desember síðastliðnum þegar hann hafi neitað að styrkja gerð teiknimyndarinnar Skúla Scam og svo aftur nú. Í þetta skipti hafi Jenis av Rana neitað stuðningi við gerð kvikmyndarinnar Sælu eftir leikstjórann Katrin Joensen-Næs. Viðfangsefni kvikmyndarinnar er kynlífsfíkn kvenna.

„Við erum hneyksluð yfir því að þetta gerist á nýjan leik því hér er um að ræða aðför að listrænu frelsi. Einkum á það við þegar höfnun á stuðningi byggist á persónulegri túlkun ráðherrans á velsæmi,“ segir í yfirlýsingunni.

Þar segir enn fremur að lýst sé fullum stuðningi við færeyskt kvikmyndargerðarfólk og kallað eftir því að stuðningur við listir fái vernd gegn pólitískri ritskoðun. Endurtekin afskipti stjórnmálamanna komi í veg fyrir samstarf færeyskra kvikmyndagerðarmanna við erlenda aðila.

Jenis av Rana er formaður Miðflokksins í Færeyjum, sem meðal annars leggur áherslu á kristileg gildi og hefur barist gegn réttindum hinsegin fólks. Jenis av Rana hefur áður vakið athygli fyrir fordómafullar skoðanir sínar, byggðar á hans kristilegu heimsýn. Þannig neitaði hann að árið 2010 að sitja kvöldverðarboð lögmanns Færeyja árið 2012 sem haldið var til heiðurs Jóhönnu Sigurðardóttur, þáverandi forsætisráðherra, og Jónínu Leósdóttur eiginkonu hennar. Jóhanna var þá í opinberri heimsókn í Færeyjum. Lýsti Jenis av Rana því að heimsókn Jóhönnu væri hrein ögrun og ekki í samræmi við boðskap Biblíunnar. Þar af leiðandi léti hann sér ekki til hugar koma að sitja kvöldverðarboðið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár