Þann 31. maí síðastliðinn samþykkti Alþingi Íslands að Ríkisendurskoðun skyldi gera rannsókn á starfsemi Úrvinnslusjóðs. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram beiðnina fyrir Alþingi og var hún samþykkt með 57 atkvæðum. Rannsóknarbeiðnin er ítarleg og er meðal annars krafist svara um hvers vegna ríkisstofnun, sem árlega veltir milljörðum króna, hafi ekki skilað ársskýrslum í yfir fimm ár.
Í skýrslubeiðninni kemur fram að meðal annars eigi að fjalla um eftirfarandi: „Ársskýrslur sjóðsins síðustu fimm ár, hvar megi nálgast þær og hvers vegna þær hafi ekki verið gerðar opinberar, hvaða reglur gildi um greiðslur úr sjóðnum og hvaða annað mat fari fram við ákvörðun um hvert greiða skuli úr sjóðnum?“
Forsvarsmenn Úrvinnslusjóðs mættu á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis þann 21. maí. Tíu dögum seinna var farið fram á beiðnina um rannsókn á sjóðnum.
Athugasemdir