Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

420. spurningaþraut: Hér eru samtals 12 spurningar um ýmislegt það sem griskt er!

420. spurningaþraut: Hér eru samtals 12 spurningar um ýmislegt það sem griskt er!

Athugið að hér neðst eru hlekkir á síðustu þraut, og svo þá næstu líka, þegar hún birtist!

En spurningarnar dagsins snúast allar um Grikkland á einn eða annan hátt.

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir stærsta eyjan sem sjá má á myndinni hér að ofan? Hún tilheyrir Grikkland, um það þarf ekki að fjölyrða.

***

Aðalspurningar:

1.  Í fornöld var togstreita mikil og oft stríð milli grískra borgríkja. Aþena bar lengi höfuð og herðar yfir önnur borgríki, en á fimmtu öld fyrir Krist töpuðu Aþeningar þó löngu og erfiðu stríði gegn öðru borgríki. Hvað hét það?

2.  Forn-Grikkir reistu nýlendur víða um lönd. Hvaða nýlenda þeirra utan Grikklands sjálfs var lengst af öflugust í fornöldinni?

3.  Grikkland til forna var mikið feðraveldi. Það er því dæmigert að ein nafnkunnasta konan í forngrískri sögu er aðallega kunn fyrir að vera skapvont skass. Eða svo segir sagan. Hún hét Xanþippa og var eiginkona frægs Forn-Grikkja. Hver var eiginmaðurinn?

4.  Önnur nafnkunn kona var hins vegar rómuð skáldkona þótt of fátt hafi varðveist af kvæðum hennar. Núorðið er hún líka kunn fyrir að hafa að öllum líkindum verið samkynhneigð, og samkynhneigð kvenna er raunar kennd við eyjuna Lesbos þar sem hún bjó. En hvað hét hún?

5.  Ein allra frægasta söngkona 20. aldar var grísk, þótt hún væri raunar fædd í Bandaríkjunum árið 1923. Hvað hét hún?

6.  Hvað nefnist þessi gríski bókstafur — Ω?

7.  Að hvaða löndum á Grikkland landamæri? Nefna verður þau öll.

8.  Tvö grísk ljóðskáld hafa fengið Nóbelsverðlaun í bókmenntum. Nefnið annað þeirra. Ef þið þekkið bæði megiði sæma sjálf ykkur lárviðarstigi!

9.  Grikkir eru í ESB og nota evruna — eins og frægt varð í efnahagskreppunni fyrir áratug. En hvað hét myntin sem þeir notuðu áður?

10.  Fasistaflokkur virtist líklegur til að ná miklu fylgi á Grikklandi þegar verst lét í efnahagskreppunni. Sem betur fer hefur sljákkað í fylgi hans, en hvað nefnist sá flokkur?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er karlinn á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum;

1.  Sparta.

2.  Sýrakúsa á Sikiley.

3.  Heimspekingurinn Sokrates.

4.  Saffó.

5.  Maria Callas.

6.  Omega.

7.  Albanía, Norður-Makedónía, Búlgaría og Tyrkland.

8.  Giorgos Seferis og Odysseus Elytis

9.  Drakma.

10.  Χρυσή Αυγή eða Gullin dögun á íslensku.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er eyjan Ródos.

Á neðri myndinni má sjá skipakónginn Onassis ungan að árum. 

Hann gekk síðar að eiga Jacqueline Kennedy, ekkju Johns F. Kennedys forseta, og varð þá heilmikið uppistand.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Var krabbamein í sýninu?
5
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár