Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

419. spurningaþraut: Tvær spurningar um Alix Viktoriu Helenu Luise Beatrix!

419. spurningaþraut: Tvær spurningar um Alix Viktoriu Helenu Luise Beatrix!

Athugið að neðst í þessari spurningaþraut eru nú komnir hlekkir bæði á síðustu þraut og þá næstu líku (þegar hún birtist á morgun!).

***

En hér er fyrri aukaspurning dagsins:

Hver er, eða öllu heldur var, konan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Ballon d'Or heita eftirsóttustu einstaklingsverðlaunin sem fótboltamanni geta hlotnast. Þau fær sá eða sú sem þykir hafa skorast fram úr öðrum á tilteknu ári. Hver hefur hlotið þessi verðlaun oftar en nokkur annar í karlaflokki?

2.  Í hvaða landi fæddist þöglumyndastjarnan Greta Garbo?

3.  Árið 1872 fæddist í þýska fylkinu Hessen prinsessa sem fékk nafnið Alix Viktoria Helene Luise Beatrix. Hún gekk síðar í hjónaband og eignaðist fimm börn sem öll urðu frekar skammlíf. Þrátt fyrir að hjónaband prinsessunnar væri ástríkt er hún þó þekktust fyrir samband sitt við annan karlmann, en sá var — eða taldi sig að minnsta kosti vera — mikill guðsmaður. Hvað hét hann?

4.  Ef þið vitið yfirleitt eitthvað um hana Alix, þá vitiði væntanlega hver var amma hennar í móðurættina. Hún hét ... hvað?

5.  Hvað heitir sú skáldsaga eftir George Orwell þar sem Napóleon er ein aðalpersónan?

6.  Hvar á landinu var fyrirtækið Kjörís stofnað og er enn starfrækt?

7.  Mick heitir maður, Jagger. Hversu mörg börn á hann? Hér má skeika einu barni til eða frá!

8.  Í hvaða landi er borgin Groningen?

9.  Árið 2006 hóf Landsbankinn rekstur innlánsreikninga á netinu á Bretlandi og síðan í Hollandi. Hvað nefndust þessir reikningar?

10.  En færri muna líklega hvað sambærilegir reikningar Kaupþings hétu. Þeir voru skráðir í Bretlandi og ábyrgð af þeim féll því ekki á Ísland. En hvað hétu þeir reikningar?

***

Síðari aukaspurning:

Hver er á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Messi.

2.  Svíþjóð.

3.  Rasputin. Alix gekk að eiga Rússakeisara, sem kunnugt er.

4.  Viktoria og var drottning á Bretlandi.

5.  Dýrabær, Animal Farm.

6.  Hveragerði.

7.  Átta börn á hann. Rétt er því 7-9.

8.  Holland.

9.  Icesave.

10.  Edge, eða Kaupthing Edge.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Nefertiti drottning i Egiftalandi.

Á neðri myndinni er Anna Frank.

***

Hér að neðan eru svo hlekkir á síðustu spurninga og — í fyllingu tímans — þá næstu!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár