Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Þriðjungur myndaði sér ranga skoðun vegna falsfrétta

Sjö af hverj­um tíu þátt­tak­end­um í ný­legri ís­lenskri rann­sókn töldu sig hafa rek­ist á fals­frétt­ir á tólf mán­aða tíma­bili. Elstu og yngstu ald­urs­hóp­arn­ir eiga erf­ið­ast með að greina fals­frétt­ir og upp­lýs­inga­óreiðu.

Þriðjungur myndaði sér ranga skoðun vegna falsfrétta
Mest á Facebook Flestir töldu sig hafa rekist á rangar upplýsingar sem dreift var á Facebook. Mynd: Shutterstock

Um þriðjungur þátttakenda í íslenskri könnun um falsfréttir viðurkenndu að þeir hefðu myndað sér ranga skoðun á opinberri persónu vegna villandi upplýsinga sem þeir höfðu séð í ýmsum miðlum. Í sömu könnun sögðu átta af hverjum tíu að þau hefðu rekist á upplýsingar á netinu sem þau efuðust um að væru réttar og sjö af tíu höfðu séð eða fengið sendar falsfréttir á síðustu tólf mánuðum.

Þetta kemur fram í öðrum hluta skýrslu fjölmiðlanefndar um falsfréttir og upplýsingaóreiðu. Í skýrslunni er vísað til könnunar Maskínu sem fram fór í febrúar og mars á þessu ári. Auk þess sem nefnt er hér að fram kemur fram að sjö af hverjum tíu sögðu að þau hefðu rekist á uppýsingaóreiðu eða falsfréttir um kórónaveirufaraldurinn á netinu. Í flestum tilfellum hafði fólk séð slíkt á Facebook, í 83 prósent tilfella og í 39 prósent tilfella á öðrum samfélagsmiðlum. Þá hafði tæplega helmingur rekist á slíkar falsfréttir á vefsvæðum sem ekki hafa ritstjórnir og tæpur þriðjungur á YouTube. Ríflega 22 prósent höfðu rekist á á falsfréttir í ritstýrðum dagblöðum.

Þegar horft er til aldurs kemur í ljós að hlutfall þeirra sem efuðust um sannleiksgildi upplýsinga á netinu kemur í ljós að hlutfallið var hæst í aldurshópnum 18 til 49 ára, um 86 prósent. Lægst var hlutfallið í hópi þeirra sem voru 60 ára og eldri, tæp 70 prósent. Þá var sá aldurshópur einnig ólíklegastur til að hafa séð falsfréttir en rúm 48 prósent töldu sig hafa séð slíkar á síðustu tólf mánuðum. Meðaltal þeirra sem töldu sig hafa séð falfréttir í öðrum aldurshópum var hins vegar 72 prósent.

Þá kemur í ljós að yfir helmingur, 55 prósent, höfðu kannað aðrar heimilidir sem þau treystu eftir að hafa rekist á frétt sem þau töldu að væri röng eða falsfrétt. Tæpur fjórðungur brást hins vegar ekki við með þeim hætti. Þá kemur í ljós að þeir sem elstir eru, 60 ára og eldri, og yngsti aldurshópurinn, 15 til 17 ára áttu í mestum vandræðum með að greina falsfréttir og upplýsingaóreiðu, og áttu jafnframt erfiðast með að bregðast við með því að leita sér annarra upplýsinga.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.
Hvetja Sönnu áfram og segja tómarúm á vinstri væng stjórnmálanna
6
Fréttir

Hvetja Sönnu áfram og segja tóma­rúm á vinstri væng stjórn­mál­anna

„Stönd­um með Sönnu!“ er yf­ir­skrift und­ir­skrift­arlista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ingi við Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ir. Bent er á að flokk­ur henn­ar, Sósí­al­ista­flokk­ur Ís­lands, hef­ur ekki brugð­ist við van­trausts­yf­ir­lýs­ingu á hend­ur Sönnu sem eitt svæð­is­fé­laga hans birti á dög­un­um og að þögn­in sé óá­sætt­an­leg.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár