Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Þriðjungur myndaði sér ranga skoðun vegna falsfrétta

Sjö af hverj­um tíu þátt­tak­end­um í ný­legri ís­lenskri rann­sókn töldu sig hafa rek­ist á fals­frétt­ir á tólf mán­aða tíma­bili. Elstu og yngstu ald­urs­hóp­arn­ir eiga erf­ið­ast með að greina fals­frétt­ir og upp­lýs­inga­óreiðu.

Þriðjungur myndaði sér ranga skoðun vegna falsfrétta
Mest á Facebook Flestir töldu sig hafa rekist á rangar upplýsingar sem dreift var á Facebook. Mynd: Shutterstock

Um þriðjungur þátttakenda í íslenskri könnun um falsfréttir viðurkenndu að þeir hefðu myndað sér ranga skoðun á opinberri persónu vegna villandi upplýsinga sem þeir höfðu séð í ýmsum miðlum. Í sömu könnun sögðu átta af hverjum tíu að þau hefðu rekist á upplýsingar á netinu sem þau efuðust um að væru réttar og sjö af tíu höfðu séð eða fengið sendar falsfréttir á síðustu tólf mánuðum.

Þetta kemur fram í öðrum hluta skýrslu fjölmiðlanefndar um falsfréttir og upplýsingaóreiðu. Í skýrslunni er vísað til könnunar Maskínu sem fram fór í febrúar og mars á þessu ári. Auk þess sem nefnt er hér að fram kemur fram að sjö af hverjum tíu sögðu að þau hefðu rekist á uppýsingaóreiðu eða falsfréttir um kórónaveirufaraldurinn á netinu. Í flestum tilfellum hafði fólk séð slíkt á Facebook, í 83 prósent tilfella og í 39 prósent tilfella á öðrum samfélagsmiðlum. Þá hafði tæplega helmingur rekist á slíkar falsfréttir á vefsvæðum sem ekki hafa ritstjórnir og tæpur þriðjungur á YouTube. Ríflega 22 prósent höfðu rekist á á falsfréttir í ritstýrðum dagblöðum.

Þegar horft er til aldurs kemur í ljós að hlutfall þeirra sem efuðust um sannleiksgildi upplýsinga á netinu kemur í ljós að hlutfallið var hæst í aldurshópnum 18 til 49 ára, um 86 prósent. Lægst var hlutfallið í hópi þeirra sem voru 60 ára og eldri, tæp 70 prósent. Þá var sá aldurshópur einnig ólíklegastur til að hafa séð falsfréttir en rúm 48 prósent töldu sig hafa séð slíkar á síðustu tólf mánuðum. Meðaltal þeirra sem töldu sig hafa séð falfréttir í öðrum aldurshópum var hins vegar 72 prósent.

Þá kemur í ljós að yfir helmingur, 55 prósent, höfðu kannað aðrar heimilidir sem þau treystu eftir að hafa rekist á frétt sem þau töldu að væri röng eða falsfrétt. Tæpur fjórðungur brást hins vegar ekki við með þeim hætti. Þá kemur í ljós að þeir sem elstir eru, 60 ára og eldri, og yngsti aldurshópurinn, 15 til 17 ára áttu í mestum vandræðum með að greina falsfréttir og upplýsingaóreiðu, og áttu jafnframt erfiðast með að bregðast við með því að leita sér annarra upplýsinga.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár