414. spurningaþraut: Grænn kall, verðandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fleira

414. spurningaþraut: Grænn kall, verðandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fleira

Þrautin frá í gær.

***

Aukaspurning sú hin fyrri:

Hvað heitir græni kallinn hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða vinsæla hljómsveit sendi frá sér lagið Hungry Like the Wolf árið 1982?

2.  Hvaða núverandi þingmaður á Alþingi varð doktor í hagfræði 2013 en lauk fimm árum síðar leiðsögumannsprófi á háskólastigi?

3.  Í hvaða landi er borgin Jóhannesarborg?

4.  Hvaða fótboltalandslið er nú Evrópumeistari í karlaflokki?

5.  En í kvennaflokki?

6.  Saga Anne Boleyn Englandsdrottningar hefur margoft verið sýnd á hvíta tjaldinu og í sjónvarpi. Nú er nýbúið að frumsýna eina sjónvarpsseríu enn um hana þar sem Jodie Turner-Smith fer með hlutverk hennar. Hún þykir leika hlutverk sitt vel en valið á henni var þó umdeilt. Hvers vegna?

7.  Í byrjun 19. aldar hugðist valdamaður einn skemmta sér og vinum sínum með kanínuveiðum en sá leiðangur endaði með því að hann og vinirnir þurftu að leggja á hraðan flótta undan kanínufjöld sem sótti að honum. Hvaða mikli valdamaður var þetta?

8.  Hver sér um spurningakeppnina Gáfnaljósið á Rás eitt?

9.  Hvað framleiðir fyrirtækið Scania fyrst og fremst?

10.  Við hvaða fjörð stendur Neskaupstaður?

***

Aukaspurning sú hin síðari:

Konan á myndinni hér að neðan náði góðum árangri í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á dögunum og er á leið á þing. Hvað heitir hún?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Duran Duran.

 

2.  Ólafur Ísleifsson.

3.  Suður-Afríka.

4.  Portúgal.

5.  Holland.

6.  Hún er svört — sem Anne Boleyn var ekki.

7.  Napóleon.

8.  Vera Illugadóttir.

9.  Vörubíla (og trukka af ýmsu tagi).

10.  Norðfjörð.

***

Svör við aukaspurningum:

Græni kallinn heitir Shrek.

Þingmaðurinn verðandi heitir Diljá Mist.

***

Og hlekkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár