Hér er hlekkur á þraut gærdagsins.
***
Hvaða sagnaheimi tilheyrir persónan (eða persónurnar) sem sjá má á myndinni hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Í hvaða landi leikur fótboltalið sem gengur undir nafninu „Guli kafbáturinn“ vegna þess að búningar félagsins eru svo fallega gulir?
2. Hvaða hljómsveit sendi frá lag um gulan kafbát?
3. PlayStation heita vinsælar leikjatölvur. Hvaða fyrirtæki framleiðir þær?
4. Fótboltaliðið Brentford komst á dögunum í fyrsta sinn upp í ensku Úrvalsdeildina í fótbolta karla. Brentford er útbær eða úthverfi stórborgar einnar á Englandi. Hver er sú borg?
5. Af hvaða þjóðerni var valdaættin Ottómanar hér áður fyrr?
6. Jóhanna af Örk átti merkilega ævi og er þjóðardýrlingur Frakka. En hvenær var hún uppi? Fæddist hún árið 812, 1012, 1212, 1412 eða 1612?
7. „Það hefur aldrei þótt viðeigandi að skárra kvenfólk graðgaði í sig fiski á almannafæri hér undir Jökli.“ Svo mælir kona ein í skáldsögu einni. Hver skrifaði þá skáldsögu?
8. Hvað heita frægustu og mestu fossar Norður-Ameríku?
9. En hvað heitir áin sem þeir fossar eru í?
10. Spotify heitir fyrirtækið sem rekur vinælustu tónlistarstreymisveitu heimsins. Storytel heitir annað fyrirtæki sem rekur einhverja vinsælustu streymisveitu heims með hljóðbækur, að minnsta kosti í okkar heimshluta. Spotify og Storytel eru bæði upprunnin í sama landinu. Hvaða land er það?
***
Seinni aukaspurning:
Hvað heitir sá rithöfundur, sem hér sést?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Spáni. Um er að ræða félagið Villarreal.
2. Bítlarnir.
3. Sony.
4. London.
5. Tyrkneskir.
6. 1412.
7. Halldór Laxness. Þetta er úr Kristnihaldi undir Jökli.
8. Níagara-fossar.
9. Níagara-á.
10. Svíþjóð.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er Fílífjonkan úr veröld Múmínálfanna.
Á neðri myndinni er Fjodor Dostoévskí.
***
Athugasemdir