Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

406. spurningaþraut: Eyja þar sem búa eingöngu svín? Hver skrifaði um hana?

406. spurningaþraut: Eyja þar sem búa eingöngu svín? Hver skrifaði um hana?

H é r   e r   h l e k k u r   á   s í ð u s t u   þ r a u t .

***

Fyrri aukaspurning.

Hér er maðurinn á myndinni hér að ofan.

***

Aðalspurningar:

1.  Hversu margar almenningssundlaugar eru innan borgarmarka Reykjavíkur?

2.  Frá 13.-15. febrúar 1945 varð borg ein í Evrópu fyrir gífurlegum loftárásum sem hafa orðið tákn fyrir grimmilegar árásir á óbreytta borgara. Hvaða borg var þetta?

3.  Soyuz kallast ákveðin farartæki. Hvaða farartæki eru það?

4.  The Deer Hunter hét fræg kvikmynd sem gerð var í Bandaríkjunum á ofanverðum áttunda áratugnum. Hún fjallar ekki um dádýraveiðar, þótt þeim bregði vissulega fyrir, heldur snýst myndin um reynslu nokkurra ungra karla í Bandaríkjunum af ... hverju?

5.  Djöfullinn gengur í ... hverju ... samkvæmt annarri bandarískri bíómynd? Sú var gerð 2008.

6.  Hvað heitir fjallgarðurinn sem liggur eftir Suður-Ameríku endilangri?

7.  Nálægt hvaða þéttbýlisstað á Íslandi eru manngerðir hellar sem einhvern tíma voru ef til vill mannabústaðir?

8.  Hvað hét sú dóttir Egils Skallagrímssonar sem hvatti hann til að yrkja sig frá sorg sinni?

9.  Hver lék aðalkvenhlutverkið — Hörpu — í grínþáttunum Hreinn Skjöldur, ásamt Steinda og Pétri Jóhanni?

10.  Kona ein hefur fengist við margt og mikið. Hún er til dæmis í hljómsveitinni FM Belfast, hún hefur víða við í gríni allskonar og meðal annars tekið þátt í að semja áramótaskaup, hún hefur gefið út barnabókina Grísafjörð þar sem búa eingöngu svín og hún er ekki síst kunn fyrir skopmyndir sínar úr hvunndagslífinu. Hvað heitir hún? Hér dugar fornafn.

***

Seinni aukaspurning.

Hvað nefnast fiskar þeir er héðan að neðan sjást?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Þær eru sjö. Árbæjarlaug, Breiðholtslaug, Laugardalslaug, Sundhöllin, Vesturbæjarlaug, Grafarvogslaug og Klébergslaug á Kjalarnesi.

2.  Dresden.

3.  Sovésk og síðan rússnesk geimför.

4.  Víetnam-stríðinu.

5.  Prada.

6.  Andesfjöll.

7.  Hellu.

8.  Þorgerður.

9.  Saga Garðarsdóttir.

10.  Lóa Hjálmtýsdóttir heitir hún fullu nafni, en Lóa dugar altso.

***

Svör við aukaspurningum.

Ungi karlinn er Lewis Hamilton margfaldur heimsmeistari í kappakstri.

Fiskarnir eru af tegundinni piranha.

***

Hér er svo hlekkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
3
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu