H é r e r h l e k k u r á s í ð u s t u þ r a u t .
***
Fyrri aukaspurning.
Hér er maðurinn á myndinni hér að ofan.
***
Aðalspurningar:
1. Hversu margar almenningssundlaugar eru innan borgarmarka Reykjavíkur?
2. Frá 13.-15. febrúar 1945 varð borg ein í Evrópu fyrir gífurlegum loftárásum sem hafa orðið tákn fyrir grimmilegar árásir á óbreytta borgara. Hvaða borg var þetta?
3. Soyuz kallast ákveðin farartæki. Hvaða farartæki eru það?
4. The Deer Hunter hét fræg kvikmynd sem gerð var í Bandaríkjunum á ofanverðum áttunda áratugnum. Hún fjallar ekki um dádýraveiðar, þótt þeim bregði vissulega fyrir, heldur snýst myndin um reynslu nokkurra ungra karla í Bandaríkjunum af ... hverju?
5. Djöfullinn gengur í ... hverju ... samkvæmt annarri bandarískri bíómynd? Sú var gerð 2008.
6. Hvað heitir fjallgarðurinn sem liggur eftir Suður-Ameríku endilangri?
7. Nálægt hvaða þéttbýlisstað á Íslandi eru manngerðir hellar sem einhvern tíma voru ef til vill mannabústaðir?
8. Hvað hét sú dóttir Egils Skallagrímssonar sem hvatti hann til að yrkja sig frá sorg sinni?
9. Hver lék aðalkvenhlutverkið — Hörpu — í grínþáttunum Hreinn Skjöldur, ásamt Steinda og Pétri Jóhanni?
10. Kona ein hefur fengist við margt og mikið. Hún er til dæmis í hljómsveitinni FM Belfast, hún hefur víða við í gríni allskonar og meðal annars tekið þátt í að semja áramótaskaup, hún hefur gefið út barnabókina Grísafjörð þar sem búa eingöngu svín og hún er ekki síst kunn fyrir skopmyndir sínar úr hvunndagslífinu. Hvað heitir hún? Hér dugar fornafn.
***
Seinni aukaspurning.
Hvað nefnast fiskar þeir er héðan að neðan sjást?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Þær eru sjö. Árbæjarlaug, Breiðholtslaug, Laugardalslaug, Sundhöllin, Vesturbæjarlaug, Grafarvogslaug og Klébergslaug á Kjalarnesi.
2. Dresden.
3. Sovésk og síðan rússnesk geimför.
4. Víetnam-stríðinu.
5. Prada.
6. Andesfjöll.
7. Hellu.
8. Þorgerður.
9. Saga Garðarsdóttir.
10. Lóa Hjálmtýsdóttir heitir hún fullu nafni, en Lóa dugar altso.
***
Svör við aukaspurningum.
Ungi karlinn er Lewis Hamilton margfaldur heimsmeistari í kappakstri.
Fiskarnir eru af tegundinni piranha.
***
Athugasemdir