Hér er hlekkur á þraut gærdagsins.
***
Fyrri aukaspurning.
Á myndinni hér að ofan (sem hefur verið lögð út af á hlið) má sjá einn af byssubófum villta vestursins í Bandaríkjunum á ofanverðri 19. öld. Hver er þetta?
***
Aðalspurningar:
1. Hvar á Íslandi er Vesturfarasetrið?
2. Flestir íslenskir vesturfarar fóru til Kanada eða Bandaríkjanna. En allmargir héldu þó til lands eins ögn sunnar. Hvaða land var það?
3. Hvaða hljómsveit gaf út plöturnar Fantastic (1983) og Make It Big (1984) en hætti svo fljótlega.
4. Í hvaða landi fæddist Jósef Stalín?
5. Hver er hitinn á yfirborði sólarinnar? 5.600 gráður á Celsius — 56.000 gráður -- 560.000 gráður — 5.600.00 gráður — eða 56 milljón gráður?
6. Hvaða samtökum stýrir Julian Assange?
7. Í grískum fornsagaheimi segir frá hetju sem hélt af stað heim úr Trójustríðinu, en lenti í alls konar raunum á heimleiðinni. Þegar upp var staðið hafði ferðin tekin hetjuna tíu ár, en hetjan komst loks heim til sín. Hvað hét þessi hetja?
8. En hvað hét eiginkonan sem beið trú og trygg allan tímann og spann vef meðan hún varðist ótal biðlum sem vildu eignast hana?
9. Kardasian-fjölskyldan hefur verið fyrirferðarmikil í bandarísku raunveruleikasjónvarpi allt frá 2007. Á hvaða sjónvarpsstöð hefur hún sérstaklega haslað sér völl?
10. Sigmar Guðmundsson starfsmaður RÚV er nú farinn í þingframboð og hefur því látið af störfum. Hann hefur undanfarið stýrt viðtalsþáttum í sjónvarpinu sem hétu ...?
***
Seinni aukaspurning:
Hver er konan hér að neðan? Það má fylgja sögunni að hún var rithöfundur.
***
Svör við aðalspurningum:
1. Hofsósi.
2. Brasilía.
3. Wham.
4. Georgíu.
5. „Aðeins“ 5.600 gráður.
6. Wikileaks.
7. Ódysseifur.
8. Penelópa.
9. E!
10. Okkar á milli.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni má sjá Henry McCarty (1859-1881) sem þekktastur er reyndar undir gælunafninu Billy the Kid.
Á neðri myndinni er Tove Jansson.
***
Athugasemdir