Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

405. spurningaþraut: Hitinn á yfirborði sólarinnar?

405. spurningaþraut: Hitinn á yfirborði sólarinnar?

Hér er hlekkur á þraut gærdagsins.

***

Fyrri aukaspurning.

Á myndinni hér að ofan (sem hefur verið lögð út af á hlið) má sjá einn af byssubófum villta vestursins í Bandaríkjunum á ofanverðri 19. öld. Hver er þetta?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvar á Íslandi er Vesturfarasetrið?

2.  Flestir íslenskir vesturfarar fóru til Kanada eða Bandaríkjanna. En allmargir héldu þó til lands eins ögn sunnar. Hvaða land var það?

3.  Hvaða hljómsveit gaf út plöturnar Fantastic (1983) og Make It Big (1984) en hætti svo fljótlega.

4.  Í hvaða landi fæddist Jósef Stalín?

5.  Hver er hitinn á yfirborði sólarinnar? 5.600 gráður á Celsius — 56.000 gráður -- 560.000 gráður — 5.600.00 gráður — eða 56 milljón gráður?  

6.  Hvaða samtökum stýrir Julian Assange?

7.  Í grískum fornsagaheimi segir frá hetju sem hélt af stað heim úr Trójustríðinu, en lenti í alls konar raunum á heimleiðinni. Þegar upp var staðið hafði ferðin tekin hetjuna tíu ár, en hetjan komst loks heim til sín. Hvað hét þessi hetja?

8.  En hvað hét eiginkonan sem beið trú og trygg allan tímann og spann vef meðan hún varðist ótal biðlum sem vildu eignast hana?

9.  Kardasian-fjölskyldan hefur verið fyrirferðarmikil í bandarísku raunveruleikasjónvarpi allt frá 2007. Á hvaða sjónvarpsstöð hefur hún sérstaklega haslað sér völl?

10.  Sigmar Guðmundsson starfsmaður RÚV er nú farinn í þingframboð og hefur því látið af störfum. Hann hefur undanfarið stýrt viðtalsþáttum í sjónvarpinu sem hétu ...?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er konan hér að neðan? Það má fylgja sögunni að hún var rithöfundur.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Hofsósi.

2.  Brasilía.

3.  Wham.

4.  Georgíu.

5.  „Aðeins“ 5.600 gráður.   

6.  Wikileaks.

7.  Ódysseifur.

8.  Penelópa.

9.  E!

10.  Okkar á milli.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni má sjá Henry McCarty (1859-1881) sem þekktastur er reyndar undir gælunafninu Billy the Kid

Á neðri myndinni er Tove Jansson.

***

Og hlekkur á þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár