Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

405. spurningaþraut: Hitinn á yfirborði sólarinnar?

405. spurningaþraut: Hitinn á yfirborði sólarinnar?

Hér er hlekkur á þraut gærdagsins.

***

Fyrri aukaspurning.

Á myndinni hér að ofan (sem hefur verið lögð út af á hlið) má sjá einn af byssubófum villta vestursins í Bandaríkjunum á ofanverðri 19. öld. Hver er þetta?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvar á Íslandi er Vesturfarasetrið?

2.  Flestir íslenskir vesturfarar fóru til Kanada eða Bandaríkjanna. En allmargir héldu þó til lands eins ögn sunnar. Hvaða land var það?

3.  Hvaða hljómsveit gaf út plöturnar Fantastic (1983) og Make It Big (1984) en hætti svo fljótlega.

4.  Í hvaða landi fæddist Jósef Stalín?

5.  Hver er hitinn á yfirborði sólarinnar? 5.600 gráður á Celsius — 56.000 gráður -- 560.000 gráður — 5.600.00 gráður — eða 56 milljón gráður?  

6.  Hvaða samtökum stýrir Julian Assange?

7.  Í grískum fornsagaheimi segir frá hetju sem hélt af stað heim úr Trójustríðinu, en lenti í alls konar raunum á heimleiðinni. Þegar upp var staðið hafði ferðin tekin hetjuna tíu ár, en hetjan komst loks heim til sín. Hvað hét þessi hetja?

8.  En hvað hét eiginkonan sem beið trú og trygg allan tímann og spann vef meðan hún varðist ótal biðlum sem vildu eignast hana?

9.  Kardasian-fjölskyldan hefur verið fyrirferðarmikil í bandarísku raunveruleikasjónvarpi allt frá 2007. Á hvaða sjónvarpsstöð hefur hún sérstaklega haslað sér völl?

10.  Sigmar Guðmundsson starfsmaður RÚV er nú farinn í þingframboð og hefur því látið af störfum. Hann hefur undanfarið stýrt viðtalsþáttum í sjónvarpinu sem hétu ...?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er konan hér að neðan? Það má fylgja sögunni að hún var rithöfundur.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Hofsósi.

2.  Brasilía.

3.  Wham.

4.  Georgíu.

5.  „Aðeins“ 5.600 gráður.   

6.  Wikileaks.

7.  Ódysseifur.

8.  Penelópa.

9.  E!

10.  Okkar á milli.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni má sjá Henry McCarty (1859-1881) sem þekktastur er reyndar undir gælunafninu Billy the Kid

Á neðri myndinni er Tove Jansson.

***

Og hlekkur á þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár