***
Þetta er 400. þrautin. Ég bað um tillögur um hvað þessi þraut ætti að snúast og var þá bent á að með rómverskum tölum væri 400 táknað með CD og því væri kjörið að láta þrautina snúast um tónlist á CD-diskum. Góð hugmynd sem ég ákvað að hrinda í framkvæmd.
CD-diskar voru komnir rækilega til sögunnar á síðasta áratug síðustu aldar og því snúast allar spurningarnar um tónlistarmenn og plöturnar þeirra á þessum síðasta áratug 20. aldar.
Í öllum tilfellum sést aðeins hluti af viðkomandi albúmum utan um vínyl-plötur og CD-diska.
Aukaspurningarnar eru um íslenska listamenn, aðalspurningarnar um erlenda.
Fyrri aukaspurning snýst myndina hér að ofan. Hún er hluti af albúmi sem kom út á þessum tíma. Hver eða hverjir voru tónlistarmennirnir sem gáfu út þann CD-disk?
***
Aðalspurningar:
1. Hver gaf út geisladisk (og LP-plötu) sem þetta var hluti af?
***
2. Hver bjó til plötuna hér að neðan?
***
3. En hér að neðan má sjá hluta CD-umslags hvaða hljómsveitar?
***
4. Hljómsveitin sem gaf út plötuna hér að neðan, hún hét ...?
***
5. En hver sendi frá sér plötu sem hér sést hluti af?
***
6. Og hér sést hluti umslags vinsællar plötu með ...?
***
7. Og þessi var með ...?
***
8. Þessi listamaður notaði mynd af sér utan á vinsæla CD-plötu. Þetta er ...?
***
9. Og hér er hluti af CD-diski sem hver gaf út?
***
10. Og loks er það þetta albúm hér. Hver eða hverjir gáfu það út? Athugið að myndin er ekki alsvört, það leynist þarna svolítið.
***
Seinni aukaspurning:
Hvaða íslenski tónlistarmaður eða tónlistarmenn gáfu út plötuna sem hér sést hluti af?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Nirvana (Nevermind, 1991).
2. Oasis (What's the Story, Morning Glory, 1995).
3. Guns'n'Roses (Use Your Illusion, 1991).
4. Spice Girls (Spice, 1996).
5. Celine Dion (Falling Into You, 1996).
6. U2 (Achtung Baby, 1991).
7. Buena Vista Social Club (1997).
8. Sinead O'Connor (I Do Not Want What I Haven't Got, 1997).
9. 2Pac (All Eyez On Me, 1996).
10. Metallica (Metallica, 1991).
***
Svör við aukaspurningum:
Efri myndin er hluti af umslagi CD-disks Bubba Morthens, Von frá 1992.
Neðri mynd er af diski Megasar frá sama ári, Þrír blóðdropar.
***
Athugasemdir