Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Mál Bjarna Ben bíður enn afgreiðslu ákærusviðs

Sótt­varn­ar­brot í Ásmund­ar­sal á Þor­láks­messu, þar sem Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra var með­al gesta, bíð­ur enn af­greiðslu á ákæru­sviði lög­reglu. Tíu mál er varða sótt­varn­ar­brot hafa beð­ið í meira en fjóra mán­uði. Einn virk­ur dag­ur er þar til mál­ið kemst í þann flokk.

Mál Bjarna Ben bíður enn afgreiðslu ákærusviðs

Samkoma í Ásmundarsal að kvöldi Þorláksmessu, sem sótt var af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, er eitt þeirra sóttvarnarbrota sem enn bíða afgreiðslu á ákærusviði lögreglu.

Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðsins, segir í samtali við Stundina að eins og staðan sé núna megi vænta þess að málið verði afgreitt á næstu vikum. Það verði gert innan þess ramma sem sviðið hefur sett sér að afgreiða slík brot, sem eru fjórir mánuðir.

Lögregla sendi málið til ákærusviðs í lok janúar svo einn virkur dagur er til stefnu ef klára á málið innan þessa ramma. 

Þegar Stundin spurðist fyrir um málið í byrjun apríl fengust þau svör að „þúsundir mála“ væru í rannsókn og biðu afgreiðslu ákærusviðsins. „[O]g það er ekkert óeðlilegt við það þótt þau séu einhverja mánuði, jafnvel ár til meðferðar,“ sagði Hulda Elsa þá. 

„Við höfum reynt að afgreiða sóttvarnarbrot innan 4 mánaða en vegna mikils álags á embættinu, og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár