Mál Bjarna Ben bíður enn afgreiðslu ákærusviðs

Sótt­varn­ar­brot í Ásmund­ar­sal á Þor­láks­messu, þar sem Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra var með­al gesta, bíð­ur enn af­greiðslu á ákæru­sviði lög­reglu. Tíu mál er varða sótt­varn­ar­brot hafa beð­ið í meira en fjóra mán­uði. Einn virk­ur dag­ur er þar til mál­ið kemst í þann flokk.

Mál Bjarna Ben bíður enn afgreiðslu ákærusviðs

Samkoma í Ásmundarsal að kvöldi Þorláksmessu, sem sótt var af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, er eitt þeirra sóttvarnarbrota sem enn bíða afgreiðslu á ákærusviði lögreglu.

Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðsins, segir í samtali við Stundina að eins og staðan sé núna megi vænta þess að málið verði afgreitt á næstu vikum. Það verði gert innan þess ramma sem sviðið hefur sett sér að afgreiða slík brot, sem eru fjórir mánuðir.

Lögregla sendi málið til ákærusviðs í lok janúar svo einn virkur dagur er til stefnu ef klára á málið innan þessa ramma. 

Þegar Stundin spurðist fyrir um málið í byrjun apríl fengust þau svör að „þúsundir mála“ væru í rannsókn og biðu afgreiðslu ákærusviðsins. „[O]g það er ekkert óeðlilegt við það þótt þau séu einhverja mánuði, jafnvel ár til meðferðar,“ sagði Hulda Elsa þá. 

„Við höfum reynt að afgreiða sóttvarnarbrot innan 4 mánaða en vegna mikils álags á embættinu, og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár