Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

403. spurningaþraut: Tiffany Case, Mary Goodnight, Christmas Jones, Domino Derval, Anya Amazova, Vesper Lynd og fleiri

403. spurningaþraut: Tiffany Case, Mary Goodnight, Christmas Jones, Domino Derval, Anya Amazova, Vesper Lynd og fleiri

Þraut frá í gær!

***

Fyrri aðalspurning:

Hvaða fáni sést hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Harry Callahan hét maður, býsna illskeyttur stundum. Hann kom fram á sjónarsviðið 1971 en ekki hefur neitt frést af honum síðan 1988. Hann var reyndar aldrei þekktastur undir sínu fulla nafni, en á tímabili þekktu ansi margir það „gælunafn“ sem hann gekk undir. Og það var ...?

2.  Hver er vestasti oddi Íslands?

3.  Hvaða heimsálfu tilheyrir ríkið Tonga?

4.  Honey Rider, Pussy Galore, Tiffany Case, Mary Goodnight, Christmas Jones, Domino Derval, Anya Amazova, Vesper Lynd, Strawberry Fields, Lucia Sciarra, Madeleine Swann. Hvaða listi er þetta?

5.  „Þrúgunnar reiði, þræta og óskipuleg orð. Af sama meiði. Helsi og skilningsleysi þess sem að ei skilur,“ Hvað er þetta?

6.  Hvað heitir höfuðborg Líbanons?

7.  Jakob Frímann Magnússon Stuðmaður með meiru sat einu sinni á þingi sem varaþingmaður. Fyrir hvaða flokk?

8.  Ljónið, Nornin og Skógurinn. Þetta er þríleikur eftir ... hvaða höfund?

9.  Árið 1520 kom fram á sjónarsviðið í Bæheimi fyrirbærið „Joachimsthaler“. Hvað var það?

10.  Í desember 1996 hleyptu tveir ungir Bandaríkjamenn, Sabeer Bhatia og Jack Smith, af stokkunum nýju fyrirtæki sem gerði notendum kleift að nota þjónustu fyrirtækisins nánast hvar sem þeir voru staddir í veröldinni, en það var nýlunda á þessu sviði. Eftir eitt ár voru notendur orðnir 8,5 milljónir en þá var fyrirtækið selt Microsoft fyrir 400 milljónir dollara. Notendur nú eru 400 milljónir um heim allan. Árið 2013 var skipt um nafn á fyrirtækinu en þeir notendur sem vildu gátu notað gamla nafnið áfram — og gera það margir. Hvað var það nafn?

***

Seinni aukaspurning:

Úr hvaða nýlega sjónvarpsþætti er skjáskotið hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Dirty Harry.

2.  Látrabjarg.

3.  Eyjaálfu.

4.  Þetta eru nokkrar af hinum svonefndu Bond-stúlkum — það er að segja nöfn á persónum, ekki leikendum.

5.  Upphafið á laginu Alelda með Nýdönsk.

6.  Beirut.

7.  Samfylkinguna.

8.  Hildi Knútsdóttur.

9.  Mynt. Langalangalangalangafi dollarsins — má segja. En mynt dugar.

10.  Hotmail.

***

Svör við aukaspurningum:

Fáninn er sá hollenski.

Sjónvarpsserían er The Crown eða Krúnan.

Þarna sést persónan Díana undirbúa brúðkaup sitt.

***

Og hér er hlekkur á ... jú, þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár