Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

403. spurningaþraut: Tiffany Case, Mary Goodnight, Christmas Jones, Domino Derval, Anya Amazova, Vesper Lynd og fleiri

403. spurningaþraut: Tiffany Case, Mary Goodnight, Christmas Jones, Domino Derval, Anya Amazova, Vesper Lynd og fleiri

Þraut frá í gær!

***

Fyrri aðalspurning:

Hvaða fáni sést hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Harry Callahan hét maður, býsna illskeyttur stundum. Hann kom fram á sjónarsviðið 1971 en ekki hefur neitt frést af honum síðan 1988. Hann var reyndar aldrei þekktastur undir sínu fulla nafni, en á tímabili þekktu ansi margir það „gælunafn“ sem hann gekk undir. Og það var ...?

2.  Hver er vestasti oddi Íslands?

3.  Hvaða heimsálfu tilheyrir ríkið Tonga?

4.  Honey Rider, Pussy Galore, Tiffany Case, Mary Goodnight, Christmas Jones, Domino Derval, Anya Amazova, Vesper Lynd, Strawberry Fields, Lucia Sciarra, Madeleine Swann. Hvaða listi er þetta?

5.  „Þrúgunnar reiði, þræta og óskipuleg orð. Af sama meiði. Helsi og skilningsleysi þess sem að ei skilur,“ Hvað er þetta?

6.  Hvað heitir höfuðborg Líbanons?

7.  Jakob Frímann Magnússon Stuðmaður með meiru sat einu sinni á þingi sem varaþingmaður. Fyrir hvaða flokk?

8.  Ljónið, Nornin og Skógurinn. Þetta er þríleikur eftir ... hvaða höfund?

9.  Árið 1520 kom fram á sjónarsviðið í Bæheimi fyrirbærið „Joachimsthaler“. Hvað var það?

10.  Í desember 1996 hleyptu tveir ungir Bandaríkjamenn, Sabeer Bhatia og Jack Smith, af stokkunum nýju fyrirtæki sem gerði notendum kleift að nota þjónustu fyrirtækisins nánast hvar sem þeir voru staddir í veröldinni, en það var nýlunda á þessu sviði. Eftir eitt ár voru notendur orðnir 8,5 milljónir en þá var fyrirtækið selt Microsoft fyrir 400 milljónir dollara. Notendur nú eru 400 milljónir um heim allan. Árið 2013 var skipt um nafn á fyrirtækinu en þeir notendur sem vildu gátu notað gamla nafnið áfram — og gera það margir. Hvað var það nafn?

***

Seinni aukaspurning:

Úr hvaða nýlega sjónvarpsþætti er skjáskotið hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Dirty Harry.

2.  Látrabjarg.

3.  Eyjaálfu.

4.  Þetta eru nokkrar af hinum svonefndu Bond-stúlkum — það er að segja nöfn á persónum, ekki leikendum.

5.  Upphafið á laginu Alelda með Nýdönsk.

6.  Beirut.

7.  Samfylkinguna.

8.  Hildi Knútsdóttur.

9.  Mynt. Langalangalangalangafi dollarsins — má segja. En mynt dugar.

10.  Hotmail.

***

Svör við aukaspurningum:

Fáninn er sá hollenski.

Sjónvarpsserían er The Crown eða Krúnan.

Þarna sést persónan Díana undirbúa brúðkaup sitt.

***

Og hér er hlekkur á ... jú, þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár