Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

402. spurningaþraut: Hvar er frægasta verk arkiteksins Ieoh Ming Peis?

402. spurningaþraut: Hvar er frægasta verk arkiteksins Ieoh Ming Peis?

Þrautin frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Myndin hér að ofan er tekin á stofnfundi Samtaka hernámsandstæðinga á Valhöll (Þingvöllum!) árið 1960. Á myndinni eru Guðgeir Magnússon, Sigurjón Þorbergsson, Guðbergur Þórisson og Kristín Jónsdóttir. (Því miður ekki alveg öruggt að allir sjáist í sumum snjallgræjum.) En þá er ótalin ein manneskja á myndinni sem skrifar á ritvél. Hver er það?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað heitir ljóðið sem byrjar svo: „Nú andar suðrið sæla vindum þýðum ...“

2.  Hver orti það?

3.  Hver var forseti Bandaríkjanna árið 2000?

4.  En árið 1900, hver gegndi embættinu þá?

5.  Anna frá Cleves og Catherine Parr — hvert er tilkall þeirra til frægðar?

6.  Hvaða hljómsveit gaf út plötur eins og Ég stend á skýi, Toppurinn, Halló ég elska þig og Blóð?

7.  Ein bandarísk leikkona hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna átta sinnum en aldrei fengið þau. Hvað heitir hún?

8.  Á hvaða fjalli er guð sagður hafa birt Móse boðorðin tíu?

9.  Hver skrifaði leikritið Músagildran?

10.  Kínverskur maður að nafni Ieoh Ming Pei flutti 18 ára til Bandaríkjanna 1935 og gerðist arkitekt. Langkunnasta verk hans er eins konar viðbót við mjög þekkta byggingu í evrópskri stórborg, en viðbótin var vígð árið 1988. Hún var upphaflega mjög umdeild, enda alls ekki í sama stíl og hin gamla þekkta bygging, en nú orðið kunna flestir þó vel við þessa viðbót hans. Í hvaða borg var hún reist?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er að slást við karlinn með rauðu hettuna?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Ég bið að heilsa.

2.  Jónas Hallgrímsson.

3.  Bill Clinton.

4.  McKinley.

5.  Þær voru tvær af sex eiginkonum Hinriks áttunda.

6.  Síðan skein sól.

7.  Glenn Close.

8.  Sínaífjalli.

9.  Agatha Christie.

10.  París. Um er að ræða glerpíramída við Louvre-safnið.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Vigdís Finnbogadóttir. Hún er önnur frá hægri að skrifa á ritvél.

Á neðri myndinni er Batman að berja einhvern. Þið áttuð að þekkja hann af leðurblökumerkinu á brjóstkassa Batmans, þótt vissulega sjáist ekki mikið af því.

***

Þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár