***
Fyrri aukaspurningin:
Hvað fer fram í húsi því sem sést hér á myndinni að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Tryggvi nokkur Gunnarsson lét nýlega af störfum sem ... hvað?
2. Hvað heitir gamla herskipið sem er til sýnis í Portsmouth á Englandi, var hleypt af stokkunum 1765 og var flaggskip Nelsons flotaforingja í frægri sjóorrustu við Trafalfar 1805?
3. Hvaða tónlistarmaður gekk gjarnan undir gælunafni Satchmo?
4. Donna Cruz sló í gegn í aðalhlutverki kvikmyndar árið 2019. Myndin hét reyndar eftir persónunni sem hún lék. Hvað hét þá myndin?
5. Árið 1970 varð eldgos þar sem heita Skjólkvíar. Gosið er þó oftast talið hluti af eldgosasögu eins af kunnri eldfjöllum landsins. Hvaða eldfjall var það?
6. Hvað er stærsta úthaf Jarðar?
7. Hvað nefnum við deoxýríbósa·kjarnsýru venjulega?
8. Hvað er þekktasta tónverk Sveinbjörns Sveinbjörnssonar?
9. Í hvaða borg var Eurovision keppnin haldin um daginn?
10. Kris Humphries er fyrrverandi körfuboltamaður í Bandaríkjunum. Árið 2011 var hann kvæntur einn helstu fjölmiðlastjörnu heimsins í 72 daga, en þá skildu þau. Hver var eiginkona Humphries þessa daga?
***
Seinni aukaspurning:
Hvað heitir fjörðurinn/víkin/vogurinn/flóinn sem sést á myndinni hér að neðan?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Umboðsmaður.
2. Victory.
3. Louis Armstrong.
4. Agnes Joy.
5. Hekla.
6. Kyrrahafið.
7. DNA.
8. Þjóðsöngurinn.
9. Rotterdam.
10. Kim Kardasian.
***
Svör við aukaspurningum:
Í húsi á efri myndinni eru fluttar óperur. Það er í Sydney í Ástralíu.
Neðri myndin sýnir Aðalvík á Hornströndum.
***
Athugasemdir