Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

398. spurningaþraut: Hver var í hjónabandi 72 daga?

398. spurningaþraut: Hver var í hjónabandi 72 daga?

Hér er þraut gærdagsins.

***

Fyrri aukaspurningin:

Hvað fer fram í húsi því sem sést hér á myndinni að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Tryggvi nokkur Gunnarsson lét nýlega af störfum sem ... hvað?

2.  Hvað heitir gamla herskipið sem er til sýnis í Portsmouth á Englandi, var hleypt af stokkunum 1765 og var flaggskip Nelsons flotaforingja í frægri sjóorrustu við Trafalfar 1805?

3.   Hvaða tónlistarmaður gekk gjarnan undir gælunafni Satchmo?

4.  Donna Cruz sló í gegn í aðalhlutverki kvikmyndar árið 2019. Myndin hét reyndar eftir persónunni sem hún lék. Hvað hét þá myndin?

5.  Árið 1970 varð eldgos þar sem heita Skjólkvíar. Gosið er þó oftast talið hluti af eldgosasögu eins af kunnri eldfjöllum landsins. Hvaða eldfjall var það?

6.  Hvað er stærsta úthaf Jarðar?

7.  Hvað nefnum við deoxýríbósa·kjarnsýru venjulega?

8.  Hvað er þekktasta tónverk Sveinbjörns Sveinbjörnssonar?

9.  Í hvaða borg var Eurovision keppnin haldin um daginn?

10.  Kris Humphries er fyrrverandi körfuboltamaður í Bandaríkjunum. Árið 2011 var hann kvæntur einn helstu fjölmiðlastjörnu heimsins í 72 daga, en þá skildu þau. Hver var eiginkona Humphries þessa daga?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir fjörðurinn/víkin/vogurinn/flóinn sem sést á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Umboðsmaður.

2.  Victory.

3.  Louis Armstrong.

4.  Agnes Joy.

5.  Hekla.

6.  Kyrrahafið.

7.  DNA.

8.  Þjóðsöngurinn.

9.  Rotterdam.

10.  Kim Kardasian.

***

Svör við aukaspurningum:

Í húsi á efri myndinni eru fluttar óperur. Það er í Sydney í Ástralíu.

Neðri myndin sýnir Aðalvík á Hornströndum.

***

Og aptur hlekkur á þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár