***
Aukaspurning númer eitt:
Hvaða stórborg má sjá á myndinni hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Einn frægasti sigurvegari Eurovision er eflaust hún Ruslana sem vann árið 2004 með lagið Villidansar. Hún varð síðar þingmaður í heimalandi sínu. Frá hvaða landi var og er Ruslana?
2. Hvað heitir ritstjóri Landans, sjónvarpsþáttarins, sem sýndur er á RÚV á sunnudagskvöldum?
3. Hvaða listamaður gaf út plötuna When We Fall Asleep, Where Do We Go? Þetta var árið 2019.
4. Hvað heitir dóttir Björns Eydalíns lögmanns að skírnarnafni?
5. Hver málaði málverk sem kallað Ópið?
6. Hversu margar eru hvítu og rauðu rendurnar á bandaríska fánanum?
7. En hve margar eru stjörnurnar?
8. Hver skrifaði um ævintýri Stikilsberja-Finns?
9. Í hvaða heimsálfu er Kalaharí eyðimörkin?
10. Hvað heita firðirnir sem ganga í norður úr Ísafjarðardjúpi?
***
Seinni aukaspurning:
Hver er konan á myndinni hér að neðan?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Úkraínu. Njótið Villidansa hér!
2. Gísli Einarsson.
3. Billie Eilish.
4. Snæfríður — hér er átt við persónu í skáldsögu Halldórs Laxness, Íslandsklukkunni.
5. Munch.
6. Þrettán.
7. Fimmtíu.
8. Mark Twain.
9. Afríku.
10. Jökulfirðir.
***
Svör við aukaspurningum:
Efri mynd er frá London.
Neðri myndin er af Barbrö Streisand.
***
Athugasemdir