Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

396. spurningaþraut: Hvaðan eru þau László Szilágyi og Fumi Morita?

396. spurningaþraut: Hvaðan eru þau László Szilágyi og Fumi Morita?

Gærdagsþrautin.

***

Fyrri aukaspurning:

Úr hvaða bíómynd frá 2010 er ofanbirt skjáskot?

***

Aðalspurningar:

1.  Karlmaður nokkur heitir László Szilágyi. Frá hvaða landi er líklegast að hann sé ættaður?

2.  Kona ein heitir hins vegar Fumi Morita. Hvaðan er sennilegast að hún sé ættuð?

3.  Þann 15. apríl 1912 gerðist áreiðanlega mjög margt um veröld víða. En hvaða atburður sem gerðist þennan dag skyggði þó illilega á alla aðra?

4.  Undir hvaða nafni er Barbara Millicent Roberts betur þekkt?

5.  Hvaða ár varð Jón Gnarr borgarstjóri í Reyjavík?

6.  „Ber er hver að baki nema sér [HVERN] eigi?“

7.   Ofangreindan orðskvið er að finna í tveimur þekktum Íslendingasögum. Hverjar eru þær? Nefna verður báðar.

8.  Í hvaða hafi er eyjan Jamaica?

9.  Milli hvaða tveggja þéttbýlisstaða á suðurströndinni liggur hinn svonefndi suðurstrandarvegur? Nefna verður þá báða.

10.  Fyrir örfáum dögum síðar hélt fyrrverandi heimsmeistari í skák upp á sjötugsamælið sitt. Hann náði heimsmeistaratitlinum árið 1975 án þess að tefla um hann, en var svo nærri ósigrandi við skákborðið í mörg ár Þá lenti hann í margra ára baráttu við ungan landa sinn um æðstu metorð skáklistarinnar og beið að lokum lægri hlut. Hann er þó enn í hópi sterkra skákmanna. Hvað heitir hann? 

***

Seinni aukaspurning:

Partur af hverju er þetta skjáskot?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Ungverjalandi.

2.  Japan.

3.  Farþegaskipið Titanic fórst.

4.  Barbie.

5.  2010.

6.  Bróður.

7.  Njálu og Grettissögu.

8.  Karíbahafi.

9.  Grindavíkur og Þorlákshafnar.

10.  Karpov

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er úr kvikmyndinn Svarta svaninum, eða Black Swan.

Neðri myndin er hluti af plakati fyrir kvikmyndina The Godfather.

Hér til hliðar má sjá það í heild.

***

Gærdagsþrautin.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
2
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
3
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...
Leitin að upprunanum
6
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár