Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

396. spurningaþraut: Hvaðan eru þau László Szilágyi og Fumi Morita?

396. spurningaþraut: Hvaðan eru þau László Szilágyi og Fumi Morita?

Gærdagsþrautin.

***

Fyrri aukaspurning:

Úr hvaða bíómynd frá 2010 er ofanbirt skjáskot?

***

Aðalspurningar:

1.  Karlmaður nokkur heitir László Szilágyi. Frá hvaða landi er líklegast að hann sé ættaður?

2.  Kona ein heitir hins vegar Fumi Morita. Hvaðan er sennilegast að hún sé ættuð?

3.  Þann 15. apríl 1912 gerðist áreiðanlega mjög margt um veröld víða. En hvaða atburður sem gerðist þennan dag skyggði þó illilega á alla aðra?

4.  Undir hvaða nafni er Barbara Millicent Roberts betur þekkt?

5.  Hvaða ár varð Jón Gnarr borgarstjóri í Reyjavík?

6.  „Ber er hver að baki nema sér [HVERN] eigi?“

7.   Ofangreindan orðskvið er að finna í tveimur þekktum Íslendingasögum. Hverjar eru þær? Nefna verður báðar.

8.  Í hvaða hafi er eyjan Jamaica?

9.  Milli hvaða tveggja þéttbýlisstaða á suðurströndinni liggur hinn svonefndi suðurstrandarvegur? Nefna verður þá báða.

10.  Fyrir örfáum dögum síðar hélt fyrrverandi heimsmeistari í skák upp á sjötugsamælið sitt. Hann náði heimsmeistaratitlinum árið 1975 án þess að tefla um hann, en var svo nærri ósigrandi við skákborðið í mörg ár Þá lenti hann í margra ára baráttu við ungan landa sinn um æðstu metorð skáklistarinnar og beið að lokum lægri hlut. Hann er þó enn í hópi sterkra skákmanna. Hvað heitir hann? 

***

Seinni aukaspurning:

Partur af hverju er þetta skjáskot?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Ungverjalandi.

2.  Japan.

3.  Farþegaskipið Titanic fórst.

4.  Barbie.

5.  2010.

6.  Bróður.

7.  Njálu og Grettissögu.

8.  Karíbahafi.

9.  Grindavíkur og Þorlákshafnar.

10.  Karpov

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er úr kvikmyndinn Svarta svaninum, eða Black Swan.

Neðri myndin er hluti af plakati fyrir kvikmyndina The Godfather.

Hér til hliðar má sjá það í heild.

***

Gærdagsþrautin.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár