Fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Kolbeinn Árnason, er meðal umsækjenda um starf ráðuneytisstjóra í atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu. Þrettán umsækjendur eru um starfið og mun Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra skipa í það frá og með 1. júlí. Kolbeinn var framkvæmdastjóri SFS, sem áður hét LÍÚ, á árunum 2013 til 2016 en nafnabreytingin á samtökunum áttii sér stað í nóvember 2014.
Við stofnun SFS sagði Kolbeinn meðal annars að hann vildi ríkari sátt um sjávarútveg á Íslandi: „Sjávarútvegur spannar óravítt svið. Við rekstur sjávarútvegsfyrirtækja verður að taka tillit til ótal þátta og mismunandi hagsmuna. Mismunandi hagsmunir togast oft á en það er ósk mín að með sameiningu hagmunasamtaka í sjávarútvegi verði hægt að taka ákvarðanir á breiðari grunni, skapast geti ríkari sátt um þessa mikilvægu atvinnugrein svo hún geti áfram staðist alþjóðlega …
Athugasemdir