Jóhannes Stefánsson er lykilvitni í dómsmáli sem namibísk stjórnvöld hafa höfðað á hendur fyrrverandi ráðamönnum þar í landi fyrir mútuþægni og skipulagða glæpastarfsemi. Saksóknari þar í landi hefur reynt að ákæra þrjá íslenska núverandi og fyrrverandi starfsmenn Samherja vegna málsins, sem snýst um mútugreiðslur frá félögum tengdum Samherja til ráðherra og embættismanna í Namibíu. Ljóst er að Samherji ætlar að leita allra leiða til að koma í veg fyrir að Jóhannes beri vitni fyrir dómstólum í málum fyrirtækisins.
„Var að tala við þmb og þið eigið núna að kæra Jóhannes fyrir þjófnaðinn úr fiskbúðunum.“
Í samskiptum á milli starfsmanna Samherja kemur fram að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri og áður aðaleigandi Samherjasamsteypunnar, vilji láta kæra Jóhannes fyrir meintan þjófnað frá fiskbúðum sem reknar voru í Namibíu. „Var að tala við þmb og þið eigið núna að kæra Jóhannes fyrir þjófnaðinn úr fiskbúðunum,“ segir meðal annars í þessum samskiptum, sem og: „Ef …
Athugasemdir