Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

388. spurningaþraut: Hver var — eða öllu heldur var EKKI — hertoginn af London?

388. spurningaþraut: Hver var — eða öllu heldur var EKKI — hertoginn af London?

Þriðjudagsþrautin frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Hver málaði myndina hér að ofan, sem kölluð er „bláa nektarmyndin“?

***

Aðalspurningar:

1.  Gaza er fjölmennasta borg Palestínumanna og er á samnefndu landsvæði. En hvað heitir fjölmennasta borg Palestínumanna á Vesturbakkanum svokallaða?

2.  Árið 1955 bauð Elísabet Bretadrottning manni nokkrum nafnbótina „hertogi af London“ en sá titill hafði aldrei verið til, og þótti þetta því einstakur heiður. Viðkomandi hafnaði að vísu heiðrinum og því er enginn hertogi í London — þótt bílasala ein heiti víst þessu nafni. En hver var sá sem ekki vildi verða hertogi af London?

3.  Í áratugi var Þýskalandi skipt milli austurs og vesturs. Fyrir utan Austur-Berlín, hver er nú fjölmennasta borgin í sameinuðu Þýskalandi, sem áður var í Austur-Þýskalandi?

4.  Hverjir eru Major og Champ?

5.   Hvor staðurinn er austar — Akureyri eða Vík í Mýrdal?

6.  Tímon var höfðingi í Aþenu á tímum Pelópsskagastríðsins á fimmtu öld fyrir Krist, kunnur að mannvonsku. Um svipað leyti var Gaius Coriolanus einn helstur valdamaður í Rómaborg en var rekinn burt frá borginni, og sneri þá aftur fremstur í flokki í óvinaher.  Alllöngu síðar var rómverski hershöfðinginn Titus Andronicus sagður hafa blandast í illskeytta valdabaráttu bræðra sem báðir vildu verða keisarar. En hvað áttu þeir Tímon Aþeningur, Gaius Coriolanus og Titus Andronicus sameiginlegt — annað en svona það sem augljóst er (að þeir hafi verið karlmenn, etc)?

7.  Hvaða núverandi þingmaður á Alþingi Íslendinga hefur gegnt starfi málfarsráðunautar fréttastofu Ríkisútvarpsins? — að vísu bara í hlutastarfi 1999-2003.

8.  Í hvaða borg er hið nýja torg kóngsins?

9.  Ísland hefur aldrei unnið Eurovision sem frægt er orðið, en tvisvar lent í öðru sæti. Annað land, sem hefur heldur aldrei unnið, hefur líka tvívegis orðið númer tvö, en þar á ofan orðið tvisvar númer þrjú. Hvaða land er það?

10.  Alfreð Gíslason var einu sinni landsliðsþjálfari Íslands í handbolta karla og svo í rúman áratug þjálfari stórliðsins Kiel í Þýskalandi. En hvaða lið þjálfar Alfreð núna?

***

Síðari aukaspurning:

Söngkonan á myndinni hér að neðan giftist fyrir örfáum dögum fasteignasalanum sínum. Hvað heitir hún?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Hebron.

2.  Churchill.

3.  Leipzig.

4.  Hundarnir hans Joe Biden.

5.  Akureyri.

6.  Shakespeare skrifaði um þá alla þrjá leikrit, sem bera nöfn þeirra.

7.  Katrín Jakobsdóttir.

8.  Kaupmannahöfn.

9.  Malta.

10.  Landslið Þýskalands.

***

Og svörin við aukaspurningunum eru þau að Picasso málaði málverkið en Ariana Grande gifti sig.

***

Og þrautin þyngri frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
2
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
5
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár