388. spurningaþraut: Hver var — eða öllu heldur var EKKI — hertoginn af London?

388. spurningaþraut: Hver var — eða öllu heldur var EKKI — hertoginn af London?

Þriðjudagsþrautin frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Hver málaði myndina hér að ofan, sem kölluð er „bláa nektarmyndin“?

***

Aðalspurningar:

1.  Gaza er fjölmennasta borg Palestínumanna og er á samnefndu landsvæði. En hvað heitir fjölmennasta borg Palestínumanna á Vesturbakkanum svokallaða?

2.  Árið 1955 bauð Elísabet Bretadrottning manni nokkrum nafnbótina „hertogi af London“ en sá titill hafði aldrei verið til, og þótti þetta því einstakur heiður. Viðkomandi hafnaði að vísu heiðrinum og því er enginn hertogi í London — þótt bílasala ein heiti víst þessu nafni. En hver var sá sem ekki vildi verða hertogi af London?

3.  Í áratugi var Þýskalandi skipt milli austurs og vesturs. Fyrir utan Austur-Berlín, hver er nú fjölmennasta borgin í sameinuðu Þýskalandi, sem áður var í Austur-Þýskalandi?

4.  Hverjir eru Major og Champ?

5.   Hvor staðurinn er austar — Akureyri eða Vík í Mýrdal?

6.  Tímon var höfðingi í Aþenu á tímum Pelópsskagastríðsins á fimmtu öld fyrir Krist, kunnur að mannvonsku. Um svipað leyti var Gaius Coriolanus einn helstur valdamaður í Rómaborg en var rekinn burt frá borginni, og sneri þá aftur fremstur í flokki í óvinaher.  Alllöngu síðar var rómverski hershöfðinginn Titus Andronicus sagður hafa blandast í illskeytta valdabaráttu bræðra sem báðir vildu verða keisarar. En hvað áttu þeir Tímon Aþeningur, Gaius Coriolanus og Titus Andronicus sameiginlegt — annað en svona það sem augljóst er (að þeir hafi verið karlmenn, etc)?

7.  Hvaða núverandi þingmaður á Alþingi Íslendinga hefur gegnt starfi málfarsráðunautar fréttastofu Ríkisútvarpsins? — að vísu bara í hlutastarfi 1999-2003.

8.  Í hvaða borg er hið nýja torg kóngsins?

9.  Ísland hefur aldrei unnið Eurovision sem frægt er orðið, en tvisvar lent í öðru sæti. Annað land, sem hefur heldur aldrei unnið, hefur líka tvívegis orðið númer tvö, en þar á ofan orðið tvisvar númer þrjú. Hvaða land er það?

10.  Alfreð Gíslason var einu sinni landsliðsþjálfari Íslands í handbolta karla og svo í rúman áratug þjálfari stórliðsins Kiel í Þýskalandi. En hvaða lið þjálfar Alfreð núna?

***

Síðari aukaspurning:

Söngkonan á myndinni hér að neðan giftist fyrir örfáum dögum fasteignasalanum sínum. Hvað heitir hún?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Hebron.

2.  Churchill.

3.  Leipzig.

4.  Hundarnir hans Joe Biden.

5.  Akureyri.

6.  Shakespeare skrifaði um þá alla þrjá leikrit, sem bera nöfn þeirra.

7.  Katrín Jakobsdóttir.

8.  Kaupmannahöfn.

9.  Malta.

10.  Landslið Þýskalands.

***

Og svörin við aukaspurningunum eru þau að Picasso málaði málverkið en Ariana Grande gifti sig.

***

Og þrautin þyngri frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár