Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

388. spurningaþraut: Hver var — eða öllu heldur var EKKI — hertoginn af London?

388. spurningaþraut: Hver var — eða öllu heldur var EKKI — hertoginn af London?

Þriðjudagsþrautin frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Hver málaði myndina hér að ofan, sem kölluð er „bláa nektarmyndin“?

***

Aðalspurningar:

1.  Gaza er fjölmennasta borg Palestínumanna og er á samnefndu landsvæði. En hvað heitir fjölmennasta borg Palestínumanna á Vesturbakkanum svokallaða?

2.  Árið 1955 bauð Elísabet Bretadrottning manni nokkrum nafnbótina „hertogi af London“ en sá titill hafði aldrei verið til, og þótti þetta því einstakur heiður. Viðkomandi hafnaði að vísu heiðrinum og því er enginn hertogi í London — þótt bílasala ein heiti víst þessu nafni. En hver var sá sem ekki vildi verða hertogi af London?

3.  Í áratugi var Þýskalandi skipt milli austurs og vesturs. Fyrir utan Austur-Berlín, hver er nú fjölmennasta borgin í sameinuðu Þýskalandi, sem áður var í Austur-Þýskalandi?

4.  Hverjir eru Major og Champ?

5.   Hvor staðurinn er austar — Akureyri eða Vík í Mýrdal?

6.  Tímon var höfðingi í Aþenu á tímum Pelópsskagastríðsins á fimmtu öld fyrir Krist, kunnur að mannvonsku. Um svipað leyti var Gaius Coriolanus einn helstur valdamaður í Rómaborg en var rekinn burt frá borginni, og sneri þá aftur fremstur í flokki í óvinaher.  Alllöngu síðar var rómverski hershöfðinginn Titus Andronicus sagður hafa blandast í illskeytta valdabaráttu bræðra sem báðir vildu verða keisarar. En hvað áttu þeir Tímon Aþeningur, Gaius Coriolanus og Titus Andronicus sameiginlegt — annað en svona það sem augljóst er (að þeir hafi verið karlmenn, etc)?

7.  Hvaða núverandi þingmaður á Alþingi Íslendinga hefur gegnt starfi málfarsráðunautar fréttastofu Ríkisútvarpsins? — að vísu bara í hlutastarfi 1999-2003.

8.  Í hvaða borg er hið nýja torg kóngsins?

9.  Ísland hefur aldrei unnið Eurovision sem frægt er orðið, en tvisvar lent í öðru sæti. Annað land, sem hefur heldur aldrei unnið, hefur líka tvívegis orðið númer tvö, en þar á ofan orðið tvisvar númer þrjú. Hvaða land er það?

10.  Alfreð Gíslason var einu sinni landsliðsþjálfari Íslands í handbolta karla og svo í rúman áratug þjálfari stórliðsins Kiel í Þýskalandi. En hvaða lið þjálfar Alfreð núna?

***

Síðari aukaspurning:

Söngkonan á myndinni hér að neðan giftist fyrir örfáum dögum fasteignasalanum sínum. Hvað heitir hún?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Hebron.

2.  Churchill.

3.  Leipzig.

4.  Hundarnir hans Joe Biden.

5.  Akureyri.

6.  Shakespeare skrifaði um þá alla þrjá leikrit, sem bera nöfn þeirra.

7.  Katrín Jakobsdóttir.

8.  Kaupmannahöfn.

9.  Malta.

10.  Landslið Þýskalands.

***

Og svörin við aukaspurningunum eru þau að Picasso málaði málverkið en Ariana Grande gifti sig.

***

Og þrautin þyngri frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Þetta var eins og það væri verið að taka af mér barnið mitt“
1
Fréttir

„Þetta var eins og það væri ver­ið að taka af mér barn­ið mitt“

Ásta María H. Jen­sen seg­ir það hafa ver­ið mik­ið áfall þeg­ar hunda­rækt­andi mætti á heim­ili henn­ar og tók af henni hvolp sem hún hafði keypt. Ástæð­an var sú að rækt­and­inn hafði frétt að Ásta væri með geð­sjúk­dóm og treysti henni ekki leng­ur fyr­ir hund­in­um. Kær­u­nefnd vöru- og þjón­ustu­kaupa komst að þeirri nið­ur­stöðu að þessi fyr­ir­vara­lausa rift­un selj­and­ans hafi ver­ið ólög­mæt en Ásta fékk eng­ar bæt­ur, og held­ur ekki hvolp­inn sinn til baka
Ljósið á koddanum bjargaði Yazan
5
Afhjúpun

Ljós­ið á kodd­an­um bjarg­aði Yaz­an

Enn hafa ekki feng­ist skýr svör við því hvers vegna lög­regla sótti lang­veikt barn inn á sjúkra­hús á dög­un­um og tek­ist er á um hvort það yf­ir­leitt megi. Land­spít­al­inn þver­tek­ur fyr­ir sam­vinnu við Rík­is­lög­reglu­stjóra­embætt­ið og yf­ir­lækn­ir seg­ir alrangt að rétt­læta að­gerð­irn­ar með vott­orði sem hann skrif­aði. Til­vilj­un réði þvi að brott­vís­un Yaz­an Tamimi spurð­ist út og var að lok­um aft­ur­köll­uð.
Yazan og fjölskylda ekki flutt úr landi
7
Fréttir

Yaz­an og fjöl­skylda ekki flutt úr landi

„Mið­að við þann tím­aramma sem al­mennt er gef­inn til und­ir­bún­ings er ljóst að ekki verð­ur af flutn­ingi fjöl­skyld­unn­ar að svo komnu þar sem frá og með næst­kom­andi laug­ar­degi, þann 21. sept­em­ber, mun fjöl­skyld­an geta ósk­að eft­ir efn­is­legri með­ferð um­sókn­ar sinn­ar um al­þjóð­lega vernd hér á landi,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá rík­is­lög­reglu­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
7
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Illugi Jökulsson
10
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
10
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár