386. spurningaþraut: Vinsæll sjónvarpsmaður, smalahove, Robbie Rotten

386. spurningaþraut: Vinsæll sjónvarpsmaður, smalahove, Robbie Rotten

Síðasta þraut, hér er hún.

***

Fyrri aukaspurning:

Hver er maðurinn á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Árið 1999 gerði DV óformlega skoðanakönnun á því hverjir væru bestu sjónvarpsmenn landsins. Í sætum 2-10 urðu Logi Bergmann fréttamaður, Elín Hirst fréttamaður, Jón Ársæll Þórðarson dagskrárgerðarmaður, Sigmundur Ernir Rúnarsson fréttamaður, Bogi Ágústsson fréttamaður, Ólöf Rún Skúladóttir fréttamaður, Þorsteinn J. Vilhjálmsson dagskrárgerðarmaður og Ragnheiður Elín Clausen þula. En hver skyldi hafa orðið í efsta sæti árið 1999? — ekki síst vegna vinsælda sinna úti á landsbyggðinni?

2.  Hver skrifaði barnabókina um Matthildi?

3.  En barnabókina um Pál Vilhjálmsson?

4.  Við hvers konar fyrirtæki störfuðu flestar persónur sjónvarpsþáttanna Mad Men?

5.  Hvaða réttur er það sem í Noregi er kallaður smalahove?

6.  Hvaða ár hófst Surtseyjargosið?

7.  Hvaða leikari var frægur fyrir að leika illfyglið Robbie Rotten í ótal mörgum sjónvarpsþáttum, sem reyndar voru teknir upp hér á landi?

8.  Hvaða kommúnistaleiðtogi í Sovétríkjunum var hrakinn úr landi 1929?

9.  12. janúar 1830. Hvað lét Björn Blöndal sýslumaður í Húnavatnssýslu gera þá?

10.  Nærri hvaða fjallavegi eru Hveravellir?

*** 

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir fiskurinn hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Ómar Ragnarsson.

2.  Roald Dahl.

3.  Guðrún Helgadóttir.

4.  Auglýsingafyrirtæki.

5.  Svið.

6.  1963.

7.  Stefán Karl Stefánsson. Á íslensku heitir persónan Glanni Glæpur.

8.  Trotskí.

9.  Framkvæma síðustu aftöku á Íslandi.

10.  Kili, Kjalvegi.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er James Dean.

Á neðri myndinni er marhnútur.

***

Síðasta þraut, hér er hún enn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár