Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

386. spurningaþraut: Vinsæll sjónvarpsmaður, smalahove, Robbie Rotten

386. spurningaþraut: Vinsæll sjónvarpsmaður, smalahove, Robbie Rotten

Síðasta þraut, hér er hún.

***

Fyrri aukaspurning:

Hver er maðurinn á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Árið 1999 gerði DV óformlega skoðanakönnun á því hverjir væru bestu sjónvarpsmenn landsins. Í sætum 2-10 urðu Logi Bergmann fréttamaður, Elín Hirst fréttamaður, Jón Ársæll Þórðarson dagskrárgerðarmaður, Sigmundur Ernir Rúnarsson fréttamaður, Bogi Ágústsson fréttamaður, Ólöf Rún Skúladóttir fréttamaður, Þorsteinn J. Vilhjálmsson dagskrárgerðarmaður og Ragnheiður Elín Clausen þula. En hver skyldi hafa orðið í efsta sæti árið 1999? — ekki síst vegna vinsælda sinna úti á landsbyggðinni?

2.  Hver skrifaði barnabókina um Matthildi?

3.  En barnabókina um Pál Vilhjálmsson?

4.  Við hvers konar fyrirtæki störfuðu flestar persónur sjónvarpsþáttanna Mad Men?

5.  Hvaða réttur er það sem í Noregi er kallaður smalahove?

6.  Hvaða ár hófst Surtseyjargosið?

7.  Hvaða leikari var frægur fyrir að leika illfyglið Robbie Rotten í ótal mörgum sjónvarpsþáttum, sem reyndar voru teknir upp hér á landi?

8.  Hvaða kommúnistaleiðtogi í Sovétríkjunum var hrakinn úr landi 1929?

9.  12. janúar 1830. Hvað lét Björn Blöndal sýslumaður í Húnavatnssýslu gera þá?

10.  Nærri hvaða fjallavegi eru Hveravellir?

*** 

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir fiskurinn hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Ómar Ragnarsson.

2.  Roald Dahl.

3.  Guðrún Helgadóttir.

4.  Auglýsingafyrirtæki.

5.  Svið.

6.  1963.

7.  Stefán Karl Stefánsson. Á íslensku heitir persónan Glanni Glæpur.

8.  Trotskí.

9.  Framkvæma síðustu aftöku á Íslandi.

10.  Kili, Kjalvegi.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er James Dean.

Á neðri myndinni er marhnútur.

***

Síðasta þraut, hér er hún enn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár