***
Fyrri aukaspurning.
Á myndinni að ofan má sjá eina fræga filmstjörnu fyrri tíma. Hvað hét hún?
***
Aðalspurningar:
1. Fjárhættuspilið póker hefur stundum verið rakið langt aftur í tímann, en raunin mun þó vera sú að það hafi í rauninni þróast í nútímamynd sinni í einu tilteknu ríki á 19. öld. Hvaða ríki er það?
2. Hvað heitir utanríkisráðherra Bandaríkjanna?
3. En hvað heitir utanríkisráðherra Rússlands?
4. Kona ein sem heitir Maria Ubach i Font er ein af fáum konum sem gegna embætti utanríkisráðherra í Evrópuríki. Hún er 47 ára og var áður sendiherra lands síns í fjölmörgum Evrópuríkjum, enda er utanríkisþjónusta landsins hennar alls ekki fjölmenn. Árið 2017 var hún skipuð utanríkisráðherra og nýr forsætisráðherra, Espot að nafni, framlengdi skipan hennar í embætti 2019. Í hvaða landi er Maria Ubach i Font utanríkisráðherra?
5. Olta Xhaçka er önnur kona sem er utanríkisráðherra í Evrópuríki. Hún hefur gegnt embættinu frá 2020 en var áður varnarmálaráðherra. Þyki mönnum nafn hennar framandlegt er þess að geta að bókstafurinn X er óvenju algengur í mannanöfnum í landi hennar, samanber leiðtogann Hoxha sem lengi var þar við völd. Í hvaða ríki er Olta Xhaçka utanríkisráðherra?
6. Og þá er náttúrlega gráupplagt að spyrja: Hvað heitir höfuðborgin í því landi?
7. Og svo er löngu tímabært að spyrja: Hve margir forsetar Bandaríkjanna hafa verið myrtir í embætti?
8. Hvernig hljómar SOS á hinu ævaforna Morse-stafrófi?
9. Hverjir voru fórnarlömbin í sennilega mesta fjöldamorði Íslandssögunnar og átti sér stað árið 1615?
10. Hvað hét sá valdamaður sem fór fyrir morðingjunum?
***
Seinni aukaspurning.
Þessi óvenjulega orrustuþota var framleidd í ákveðnu landi frá því rétt fyrir 1970 og til 1990. Hún var þá stolt hergagnaiðnaðarins í viðkomandi landi en hann er umfangsmikill, þótt ekki jafnist hann á við samskonar iðnað hinna allra stærstu í þeim bransa. Þotan var í notkun nokkuð fram á þessa öld. Í hvaða landi var hún framleidd?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Bandaríkjunum.
2. Blinken.
3. Lavrov.
4. Andorra.
5. Albanía.
6. Tirana.
7. Fjórir.
8. Þrjár stuttar, þrjár langar, þrjár stuttar.
9. Spánverjar. Raunar voru hvalveiðimenn þessir Baskar en þar sem yfirleitt er talað um „Spánverjavígin“ í heimildum, þá dugar að segja Spánverjar.
10. Ari í Ögri.
***
Svör við aukaspurningum:
Filmstjarnan hét Bette Davis.
Þotan á neðri myndinni er Saab Viggen, framleidd í Svíþjóð.
***
Athugasemdir