Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Lögmaður Sölva biðst „einlæglega“ afsökunar á viðtali og segir sig frá vörn

Saga Ýrr Jóns­dótt­ir lög­mað­ur hef­ur sagt sig frá málsvörn Sölva Tryggva­son­ar. „Orð mín hafa sært ein­stak­linga,“ seg­ir hún.

Lögmaður Sölva biðst „einlæglega“ afsökunar á viðtali og segir sig frá vörn

Lögmaður Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns, sem tók við hann viðtal í hans eigin Podcast-þætti um það sem Sölvi fullyrti að væri rógsherferð gegn honum, hefur sagt sig frá málsvörn hans og biðst „einlæglega afsökunar“. Í ljós hefur komið að ein þeirra tveggja sem hefur kært Sölva er umbjóðandi hennar í öðru máli. 

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem lögmaðurinn, Saga Ýrr Jónsdóttir, sendi frá sér á fjölmiðla. 

„Á sunnudaginn fyrir viku síðan leitaði Sölvi Tryggvason til mín og ég tók að mér afmarkað mál fyrir hans hönd sem lögmaður. Á fimmtudag fékk ég svo símtal þar sem mér var tilkynnt að önnur kvennanna sem kærði Sölva á miðvikudagskvöld er einn umbjóðenda minna í hópmálsókn sem hefur verið í gangi í nokkur ár og er enn í rekstri fyrir dómstólum. Ég viðurkenni fúslega að mér varð brugðið við þessar upplýsingar en við þá konu hef ég átt í góðum og miklum samskiptum sem lögmaður undir rekstri hópmálsóknarinnar. Vegna þessa augljósa hagsmunaáreksturs er mér ekki annað fært en að segja mig frá máli Sölva og held því áfram að vinna að hagsmunum umræddrar konu í hópmálsókninni í góðu samráði við hana.“

Saga Ýrr biðst afsökunar á framgöngu sinni í viðtalinu við Sölva, sem hann sagði hafa komið til út af sögunum sem hann hefði „lent í“.

„Svo lengi lærir sem lifir og hefur undanfarin vika verið mér mjög lærdómsrík. Ég hef áttað mig á að ég fór út fyrir verksvið mitt sem lögmaður, lét tilleiðast og kom mér í aðstæður sem ég geri mér núna grein fyrir að ég hefði aldrei átt að vera í. Eftir að hafa horft á tíðrætt podcast sem fór í loftið í síðustu viku er fátt annað í brjósti mér en að ég átta mig á að orð mín þar hafa sært einstaklinga og á því langar mig að biðja einlæglega afsökunar. Með því er ég alls ekki að taka afstöðu til sakleysis eða sektar Sölva heldur einungis að taka ábyrgð á minni framgöngu.“

Fór í viðtal hjá lögmanni sínum„Ég hef setið undir látlausum gróusögum. Og nú er svo komið að ég sit á þeim stað og hef tekið viðtöl við á annað hundrað manns um þeirra viðkvæmustu mál,“ sagði Sölvi.

Sögusögnin sem Sölvi sagðist hafa verið að svara fyrir sneri að því að hann hefði verið handtekinn af lögreglu fyrir að beita vændiskonu ofbeldi. Hann sýndi síðar afrit af málaskrá lögreglu fyrir aprílmánuð. Í andsvari við frásögn Sölva kom fram frásögn konu sem lýsti því að hann hefði kallað til lögreglu í marsmánuði eftir að hann hefði neitað að yfirgefa heimili hennar og beitt hana ofbeldi. Málaskráin náði ekki svo langt, en Sölvi kvaðst hafa kallað til lögreglu til þess að tilkynna hana fyrir hótun um mannorðsmorð. Hann sagðist hafa fengið dræm viðbrögð lögreglu. Konan lagði hins vegar fram kæru á hendur honum vegna atviksins. Í yfirlýsingu frá lögmanni konunnar eftir birtingu á þætti Sölva er haft eftir konunni: „Ég vil taka fram að ég veit ekki hvaðan sú saga sem nú er í fjölmiðlum er tilkomin en hún kemur ekki frá mér. Ég er ekki vændiskona og atvikið sem um ræðir átti sér stað 14. mars síðastliðinn en ekki fyrir tveimur vikum. Hvort fleiri atvik hafi átt sér stað með öðrum konum er eitthvað sem Sölvi þarf að svara fyrir en ekki ég.“

Sölvi sakaði konuna í viðtalinu um að hóta því að rústa mannorði hans. „Fyrir sex eða sjö vikum síðan leitaði ég sjálfur til lögreglu af því að það var manneskja sem hótaði að rústa mannorði mínu. Það er það sem er skrýtnast af öllu fyrir mig að ég vil ekki einu sinni nota þetta til að svara fyrir mig, vegna þess að ég er hræddur um að þá komi sagan: „Já, Sölvi, lögreglan -já, hann hlýtur nú að vera sekur. Ég leitaði til lögreglu vegna þess að það er manneskja sem hótaði að rústa mannorði mínu. Og nú er það búið að gerast, eða það er að segja, tilraunin er búin að eiga sér stað.“

Saga Ýrr tók undir með Sölva að hann væri saklaus. „Það er búið að skvetta á þig skít. Það er erfitt að verða hvítþveginn aftur. Þú ert miðaldra, hvítur, karlmaður í forréttindastöðu. Þú liggur vel við höggi, það er bara þannig,“ sagði hún. „Af því að ég er karlmaður, eða eitthvað, þá líður mér eins og ég megi ekki segja frá því að ég leitaði til löreglunnar af því að mér var ógnað,“ sagði Sölvi. „Þetta er náttúrulega menning sem við verðum að breyta,“ svaraði Saga. 

„Ég leitaði til lögreglu vegna þess að það er manneskja sem hótaði að rústa mannorði mínu“
Sölvi Tryggvason

Í kjölfar þess að Sölvi nýtti vettvang sinn til að færa fram ásakanir á hendur konunni hafði önnur kona samband við lögmann og kærði hann vegna atviks í júní í fyrra.

Eftir að viðtalið var birt reis samúðarbylgja með Sölva. Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson birti myndband af sér grátandi að horfa á myndbandið við Sölva með textanum: „Hvað er að okkur?“ Eftir að kærurnar komu fram kvaðst hann ekki hafa verið að taka afstöðu. Þá hefur tónlistamaðurinn Jónas Sig beðist afsökunar á því að hafa tekið opinbera afstöðu með Sölva gegn konunni, án þess að hafa þekkt málsatvik.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
2
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
5
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
6
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár