Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Lögmaður Sölva biðst „einlæglega“ afsökunar á viðtali og segir sig frá vörn

Saga Ýrr Jóns­dótt­ir lög­mað­ur hef­ur sagt sig frá málsvörn Sölva Tryggva­son­ar. „Orð mín hafa sært ein­stak­linga,“ seg­ir hún.

Lögmaður Sölva biðst „einlæglega“ afsökunar á viðtali og segir sig frá vörn

Lögmaður Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns, sem tók við hann viðtal í hans eigin Podcast-þætti um það sem Sölvi fullyrti að væri rógsherferð gegn honum, hefur sagt sig frá málsvörn hans og biðst „einlæglega afsökunar“. Í ljós hefur komið að ein þeirra tveggja sem hefur kært Sölva er umbjóðandi hennar í öðru máli. 

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem lögmaðurinn, Saga Ýrr Jónsdóttir, sendi frá sér á fjölmiðla. 

„Á sunnudaginn fyrir viku síðan leitaði Sölvi Tryggvason til mín og ég tók að mér afmarkað mál fyrir hans hönd sem lögmaður. Á fimmtudag fékk ég svo símtal þar sem mér var tilkynnt að önnur kvennanna sem kærði Sölva á miðvikudagskvöld er einn umbjóðenda minna í hópmálsókn sem hefur verið í gangi í nokkur ár og er enn í rekstri fyrir dómstólum. Ég viðurkenni fúslega að mér varð brugðið við þessar upplýsingar en við þá konu hef ég átt í góðum og miklum samskiptum sem lögmaður undir rekstri hópmálsóknarinnar. Vegna þessa augljósa hagsmunaáreksturs er mér ekki annað fært en að segja mig frá máli Sölva og held því áfram að vinna að hagsmunum umræddrar konu í hópmálsókninni í góðu samráði við hana.“

Saga Ýrr biðst afsökunar á framgöngu sinni í viðtalinu við Sölva, sem hann sagði hafa komið til út af sögunum sem hann hefði „lent í“.

„Svo lengi lærir sem lifir og hefur undanfarin vika verið mér mjög lærdómsrík. Ég hef áttað mig á að ég fór út fyrir verksvið mitt sem lögmaður, lét tilleiðast og kom mér í aðstæður sem ég geri mér núna grein fyrir að ég hefði aldrei átt að vera í. Eftir að hafa horft á tíðrætt podcast sem fór í loftið í síðustu viku er fátt annað í brjósti mér en að ég átta mig á að orð mín þar hafa sært einstaklinga og á því langar mig að biðja einlæglega afsökunar. Með því er ég alls ekki að taka afstöðu til sakleysis eða sektar Sölva heldur einungis að taka ábyrgð á minni framgöngu.“

Fór í viðtal hjá lögmanni sínum„Ég hef setið undir látlausum gróusögum. Og nú er svo komið að ég sit á þeim stað og hef tekið viðtöl við á annað hundrað manns um þeirra viðkvæmustu mál,“ sagði Sölvi.

Sögusögnin sem Sölvi sagðist hafa verið að svara fyrir sneri að því að hann hefði verið handtekinn af lögreglu fyrir að beita vændiskonu ofbeldi. Hann sýndi síðar afrit af málaskrá lögreglu fyrir aprílmánuð. Í andsvari við frásögn Sölva kom fram frásögn konu sem lýsti því að hann hefði kallað til lögreglu í marsmánuði eftir að hann hefði neitað að yfirgefa heimili hennar og beitt hana ofbeldi. Málaskráin náði ekki svo langt, en Sölvi kvaðst hafa kallað til lögreglu til þess að tilkynna hana fyrir hótun um mannorðsmorð. Hann sagðist hafa fengið dræm viðbrögð lögreglu. Konan lagði hins vegar fram kæru á hendur honum vegna atviksins. Í yfirlýsingu frá lögmanni konunnar eftir birtingu á þætti Sölva er haft eftir konunni: „Ég vil taka fram að ég veit ekki hvaðan sú saga sem nú er í fjölmiðlum er tilkomin en hún kemur ekki frá mér. Ég er ekki vændiskona og atvikið sem um ræðir átti sér stað 14. mars síðastliðinn en ekki fyrir tveimur vikum. Hvort fleiri atvik hafi átt sér stað með öðrum konum er eitthvað sem Sölvi þarf að svara fyrir en ekki ég.“

Sölvi sakaði konuna í viðtalinu um að hóta því að rústa mannorði hans. „Fyrir sex eða sjö vikum síðan leitaði ég sjálfur til lögreglu af því að það var manneskja sem hótaði að rústa mannorði mínu. Það er það sem er skrýtnast af öllu fyrir mig að ég vil ekki einu sinni nota þetta til að svara fyrir mig, vegna þess að ég er hræddur um að þá komi sagan: „Já, Sölvi, lögreglan -já, hann hlýtur nú að vera sekur. Ég leitaði til lögreglu vegna þess að það er manneskja sem hótaði að rústa mannorði mínu. Og nú er það búið að gerast, eða það er að segja, tilraunin er búin að eiga sér stað.“

Saga Ýrr tók undir með Sölva að hann væri saklaus. „Það er búið að skvetta á þig skít. Það er erfitt að verða hvítþveginn aftur. Þú ert miðaldra, hvítur, karlmaður í forréttindastöðu. Þú liggur vel við höggi, það er bara þannig,“ sagði hún. „Af því að ég er karlmaður, eða eitthvað, þá líður mér eins og ég megi ekki segja frá því að ég leitaði til löreglunnar af því að mér var ógnað,“ sagði Sölvi. „Þetta er náttúrulega menning sem við verðum að breyta,“ svaraði Saga. 

„Ég leitaði til lögreglu vegna þess að það er manneskja sem hótaði að rústa mannorði mínu“
Sölvi Tryggvason

Í kjölfar þess að Sölvi nýtti vettvang sinn til að færa fram ásakanir á hendur konunni hafði önnur kona samband við lögmann og kærði hann vegna atviks í júní í fyrra.

Eftir að viðtalið var birt reis samúðarbylgja með Sölva. Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson birti myndband af sér grátandi að horfa á myndbandið við Sölva með textanum: „Hvað er að okkur?“ Eftir að kærurnar komu fram kvaðst hann ekki hafa verið að taka afstöðu. Þá hefur tónlistamaðurinn Jónas Sig beðist afsökunar á því að hafa tekið opinbera afstöðu með Sölva gegn konunni, án þess að hafa þekkt málsatvik.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár