„Bankinn virðist hafa haldið að viðskiptavinurinn væri hluti afSamherjasamstæðunni frá því að hann gerðist viðskiptavinur fram til 2017, án þess að þetta kæmi fram í nokkrum gögnum sem tengjast viðskiptasambandinu,“ segir í skýrslu norska fjármálaeftirlitsins um viðskipti útgerðarfélagsins Samherja við norska ríkisbankann DNB sem kom út á mánudaginn. „Viðskiptavinurinn“ sem fjármálaeftirlitið ræðir um þarna er félagið Cape Cod FS í skattaskjólinu Marshall-eyjum sem meðal annars greiddi laun sjómanna Samherja
Skýrslan kom út samhliða því sem norska fjármálaeftirlitið greindi frá því að það myndi sekta DNB bankann um 400 milljónir norskra króna vegna brota á lögum um varnir gegn peningaþvætti. Sektargreiðslan byggir á rannsókn sem hófst á DNB-bankanum eftir að greint var Samherjamálinu í Namibíu í nóvember 2019. Kemst fjármálaeftirlitið að þvi að bankinn hafi ekki haft staðfestar upplýsingar um endanlegt eignarhald félaga sem stofnuðu …
Athugasemdir