Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Óviðunandi að þjóðin sé rænd réttmætri eign sinni

Indriði H. Þor­láks­son, fyrr­ver­andi rík­is­skatt­stjóri, seg­ir stjórn­ar­skrárá­kvæði um þjóð­ar­eign nátt­úru­auð­linda nauð­syn til að koma í veg fyr­ir arð­rán, brask og auð­söfn­un fárra að­ila.

Óviðunandi að þjóðin sé rænd réttmætri eign sinni
Stjórnvöld hunsa vilja þjóðarinnar Merkilegt er að stjórnvöld komist upp með að hunsa vilja þjóðarinnar um að lýsa náttúruauðlindir sem þjóðareign, skrifar Indriði. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Stjórnarskrárákvæði um virka þjóðareign á náttúruauðlindunum er nauðsynleg forsenda þess að við nýtingu þeirra framvegis verði hagsmunir þjóðarheildarinnar hafðir að leiðarljósi en þær séu ekki lengur vettvangur arðráns, brasks og auðsöfnunar fárra.“

Þetta skrifar Indriði H. Þorláksson, hagfræðingur og fyrrverandi ríkisskattstjóri, í grein í nýju tölublaði Sameykis, stéttarfélags í almannaþjónustu. Í grein sinni fjallar Indriði um umræður um eignarhald á náttúruauðlindum og nefnir að eitt af því sem reynt hafi verið til að drepa umræðum um málið á dreif sé sú staðhæfing að þjóðin geti ekki átt neitt heldur sé eignarréttur tryggður einstaklingum í stjórnarskrá. Sú fullyrðing standist hins vegar ekki skoðun.

„Stjórnarskráin tiltekur ekki til hvers eignaréttur einstaklinga taki og ekki kemur fram í henni að hann taki til allra eigna eða verðmæta. Enn síður er með einhverjum hætti fyrir það byggt að samfélagsleg eign sé til staðar eins og sjá má í eignarhaldi sveitarfélaga og ríkissjóðs á alls kyns eignum og reyndar er að finna í lögum dæmi um eignarhald þjóðarinnar sbr. Þingvallaþjóðgarð.“

Varðsveit sérhagsmuna berst gegn þjóðareign auðlinda

Indriði rekur svo að það sem felist í þjóðareign á náttúruauðlindum séu annars vegar skyldur og hins vegar réttur. Þjóðareign feli þannig í sér þær skyldur að vernda náttúruauðlindir og sjá um sjálfbæra nýtingu þeirra. Þjóðareign feli enn fremur í sér óskorað eignarhald og þar með rétt þjóðarinnar til að nýta ein auðlindirnar, ákveða nýtingu á þeim og að þjóðin ein eigi óskipt tilkall til allrar rentu, arðsins af nýtingu þeirra eftir að kostnaður hefur verið greiddur.

„Það er óviðunandi að stjórnvöld, Alþingi og ríkisstjórn, láti það viðgangast lengur að þjóðin sé rænd réttmætri eign sinni fyrir allra augum án þess að nokkuð sé aðhafst“

Jafnframt skrifar Indriði að markverðasta innlegg síðasta áratugar í auðlindamálum hafi verið tillaga stjórnlagaráðs og þjóðaratkvæðagreiðsla um efni hennar, þar sem 83 prósent þeirra sem greiddu atkvæði voru því fylgjandi að náttúruauðlindir skyldu lýstar sem þjóðareign. „Það er til vansa að ómerkilegt og áhrifalaust formsatriði í atkvæðagreiðslunni sé notað til að ómerkja vilja þjóðarinnar sem kom svo ótvírætt fram og merkilegt er að Alþingi og stjórnvöld hafi komist upp með það í 8 ár að hundsa vilja þjóðarinnar í þessu efni, viðhalda óréttlæti og ræna almenning í landinu tekjum sem honum bar allan þennan tíma.“

Fámenn en fjársterk og áhrifamikil varðsveit sérhagsmuna berst gegn því að ákvæði um virkt eignarhald þjóðarinnar verði fellt inn í stjórnarskrá, skrifar Indriði enn fremur. „Það er óviðunandi að stjórnvöld, Alþingi og ríkisstjórn, láti það viðgangast lengur að þjóðin sé rænd réttmætri eign sinni fyrir allra augum án þess að nokkuð sé aðhafst.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu