Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Óviðunandi að þjóðin sé rænd réttmætri eign sinni

Indriði H. Þor­láks­son, fyrr­ver­andi rík­is­skatt­stjóri, seg­ir stjórn­ar­skrárá­kvæði um þjóð­ar­eign nátt­úru­auð­linda nauð­syn til að koma í veg fyr­ir arð­rán, brask og auð­söfn­un fárra að­ila.

Óviðunandi að þjóðin sé rænd réttmætri eign sinni
Stjórnvöld hunsa vilja þjóðarinnar Merkilegt er að stjórnvöld komist upp með að hunsa vilja þjóðarinnar um að lýsa náttúruauðlindir sem þjóðareign, skrifar Indriði. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Stjórnarskrárákvæði um virka þjóðareign á náttúruauðlindunum er nauðsynleg forsenda þess að við nýtingu þeirra framvegis verði hagsmunir þjóðarheildarinnar hafðir að leiðarljósi en þær séu ekki lengur vettvangur arðráns, brasks og auðsöfnunar fárra.“

Þetta skrifar Indriði H. Þorláksson, hagfræðingur og fyrrverandi ríkisskattstjóri, í grein í nýju tölublaði Sameykis, stéttarfélags í almannaþjónustu. Í grein sinni fjallar Indriði um umræður um eignarhald á náttúruauðlindum og nefnir að eitt af því sem reynt hafi verið til að drepa umræðum um málið á dreif sé sú staðhæfing að þjóðin geti ekki átt neitt heldur sé eignarréttur tryggður einstaklingum í stjórnarskrá. Sú fullyrðing standist hins vegar ekki skoðun.

„Stjórnarskráin tiltekur ekki til hvers eignaréttur einstaklinga taki og ekki kemur fram í henni að hann taki til allra eigna eða verðmæta. Enn síður er með einhverjum hætti fyrir það byggt að samfélagsleg eign sé til staðar eins og sjá má í eignarhaldi sveitarfélaga og ríkissjóðs á alls kyns eignum og reyndar er að finna í lögum dæmi um eignarhald þjóðarinnar sbr. Þingvallaþjóðgarð.“

Varðsveit sérhagsmuna berst gegn þjóðareign auðlinda

Indriði rekur svo að það sem felist í þjóðareign á náttúruauðlindum séu annars vegar skyldur og hins vegar réttur. Þjóðareign feli þannig í sér þær skyldur að vernda náttúruauðlindir og sjá um sjálfbæra nýtingu þeirra. Þjóðareign feli enn fremur í sér óskorað eignarhald og þar með rétt þjóðarinnar til að nýta ein auðlindirnar, ákveða nýtingu á þeim og að þjóðin ein eigi óskipt tilkall til allrar rentu, arðsins af nýtingu þeirra eftir að kostnaður hefur verið greiddur.

„Það er óviðunandi að stjórnvöld, Alþingi og ríkisstjórn, láti það viðgangast lengur að þjóðin sé rænd réttmætri eign sinni fyrir allra augum án þess að nokkuð sé aðhafst“

Jafnframt skrifar Indriði að markverðasta innlegg síðasta áratugar í auðlindamálum hafi verið tillaga stjórnlagaráðs og þjóðaratkvæðagreiðsla um efni hennar, þar sem 83 prósent þeirra sem greiddu atkvæði voru því fylgjandi að náttúruauðlindir skyldu lýstar sem þjóðareign. „Það er til vansa að ómerkilegt og áhrifalaust formsatriði í atkvæðagreiðslunni sé notað til að ómerkja vilja þjóðarinnar sem kom svo ótvírætt fram og merkilegt er að Alþingi og stjórnvöld hafi komist upp með það í 8 ár að hundsa vilja þjóðarinnar í þessu efni, viðhalda óréttlæti og ræna almenning í landinu tekjum sem honum bar allan þennan tíma.“

Fámenn en fjársterk og áhrifamikil varðsveit sérhagsmuna berst gegn því að ákvæði um virkt eignarhald þjóðarinnar verði fellt inn í stjórnarskrá, skrifar Indriði enn fremur. „Það er óviðunandi að stjórnvöld, Alþingi og ríkisstjórn, láti það viðgangast lengur að þjóðin sé rænd réttmætri eign sinni fyrir allra augum án þess að nokkuð sé aðhafst.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár