Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Sölvi Tryggvason ber af sér sögur um ofbeldi

Sölvi Tryggva­son fjöl­miðla­mað­ur seg­ir ekk­ert til í sög­um um að hann hafi keypt kyn­lífs­þjón­ustu og síð­an geng­ið í skrokk á vænd­is­konu. Hann birt­ir mála­skrá lög­reglu síð­asta mán­uð­inn máli sínu til stuðn­ings.

Sölvi Tryggvason ber af sér sögur um ofbeldi
Ber af sér sakir Sölvi neitar því að hafa keypt kynlífsþjónustu og síðan barið vændiskonu. Mynd: instagram.com/solvitrygg

Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður hefur birt færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann neitar sögum sem gengið hafa um að hann hafi beitt konu ofbeldi. Síðustu daga hefur verið fullyrt á samfélagsmiðlum og samtali milli fólks að Sölvi hafi keypt kynlífsþjónustu af konu, gengið í skrokk á konunni sem hafi endað með því að lögregla var kölluð á staðinn. Sölvi hafi verið handtekinn og fluttur í fangaklefa.

„Um þetta er bara eitt að segja, málið er þvættingur frá upphafi til enda“
Sölvi Tryggvason

Þessu neitar Sölvi staðfastlega í færslunni og segir um rætnar slúðursögur að ræða. Þær eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. „Um þetta er bara eitt að segja, málið er þvættingur frá upphafi til enda,“ skrifar Sölvi sem jafnframt segir að umræddar sögur hafi haft mikil áhrif á sig og þá sem næst honum standi. „Ég hef verið sem lamaður síðustu daga og neitaði lengi vel að trúa að fólk tæki þátt í að dreifa slúðursögum sem þessum.“

Til að bregðast við segir Sölvi að hann hafi leitað sér aðstoðar lögmanns, Sögur Ýrrar Jónsdóttur. Hún hafi fyrir hans hönd kallað eftir málaskrá Sölva hjá lögreglu undanfarinn mánuð, en á þeim tíma hafi umrætt atvik átt að eiga sér stað. Birtir Sölvi málaskránna, á tímabilinu 1. apríl til 3. maí. Þar kemur fram að engin mál séu skráð á Sölva á umræddu tímabili. Því sé, skrifar Sölvi, ekkert til í sögunum.

Málaskrá SölvaEngin mál eru skráð á Sölva hjá lögreglu síðasta mánuðinn.

„Ég óska engum að lenda í þeirri hakkavél sem slúðursögur eru. Þær eru mannskemmandi, niðurbrjótandi og hafa valdið mér og mínum meira hugarangri en ég hefði getað ímyndað mér,“ skrifar Sölvi enn fremur og tiltekur að hann treysti sér ekki til að tjá sig frekar um málið og biður fjölmiðla að virða þá ósk sína.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár