Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Sölvi Tryggvason ber af sér sögur um ofbeldi

Sölvi Tryggva­son fjöl­miðla­mað­ur seg­ir ekk­ert til í sög­um um að hann hafi keypt kyn­lífs­þjón­ustu og síð­an geng­ið í skrokk á vænd­is­konu. Hann birt­ir mála­skrá lög­reglu síð­asta mán­uð­inn máli sínu til stuðn­ings.

Sölvi Tryggvason ber af sér sögur um ofbeldi
Ber af sér sakir Sölvi neitar því að hafa keypt kynlífsþjónustu og síðan barið vændiskonu. Mynd: instagram.com/solvitrygg

Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður hefur birt færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann neitar sögum sem gengið hafa um að hann hafi beitt konu ofbeldi. Síðustu daga hefur verið fullyrt á samfélagsmiðlum og samtali milli fólks að Sölvi hafi keypt kynlífsþjónustu af konu, gengið í skrokk á konunni sem hafi endað með því að lögregla var kölluð á staðinn. Sölvi hafi verið handtekinn og fluttur í fangaklefa.

„Um þetta er bara eitt að segja, málið er þvættingur frá upphafi til enda“
Sölvi Tryggvason

Þessu neitar Sölvi staðfastlega í færslunni og segir um rætnar slúðursögur að ræða. Þær eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. „Um þetta er bara eitt að segja, málið er þvættingur frá upphafi til enda,“ skrifar Sölvi sem jafnframt segir að umræddar sögur hafi haft mikil áhrif á sig og þá sem næst honum standi. „Ég hef verið sem lamaður síðustu daga og neitaði lengi vel að trúa að fólk tæki þátt í að dreifa slúðursögum sem þessum.“

Til að bregðast við segir Sölvi að hann hafi leitað sér aðstoðar lögmanns, Sögur Ýrrar Jónsdóttur. Hún hafi fyrir hans hönd kallað eftir málaskrá Sölva hjá lögreglu undanfarinn mánuð, en á þeim tíma hafi umrætt atvik átt að eiga sér stað. Birtir Sölvi málaskránna, á tímabilinu 1. apríl til 3. maí. Þar kemur fram að engin mál séu skráð á Sölva á umræddu tímabili. Því sé, skrifar Sölvi, ekkert til í sögunum.

Málaskrá SölvaEngin mál eru skráð á Sölva hjá lögreglu síðasta mánuðinn.

„Ég óska engum að lenda í þeirri hakkavél sem slúðursögur eru. Þær eru mannskemmandi, niðurbrjótandi og hafa valdið mér og mínum meira hugarangri en ég hefði getað ímyndað mér,“ skrifar Sölvi enn fremur og tiltekur að hann treysti sér ekki til að tjá sig frekar um málið og biður fjölmiðla að virða þá ósk sína.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
3
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár