Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins eys svívirðingum yfir Gísla Martein

Marta Guð­jóns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, seg­ir Gísla Martein ljúga og að mál­flutn­ing­ur hans sé þvætt­ing­ur. Þá hafi Gísli Marteinn reynt að kaupa sig til áhrifa í póli­tík með bjór og pítsum.

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins eys svívirðingum yfir Gísla Martein
Uppnefnir og ræðst á Gísla Martein Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fer með himinskautum í grein sinni.

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hellir úr skálum reiði sinnar yfir Gísla Martein Baldursson fjölmiðlamann og fyrrverandi borgarfulltrúa í aðsendri grein á Vísi. Ber Marta upp á Gísla Martein að hann ljúgi, hann sé farinn að tapa minni, hann hafi gert tilraun til að kaupa sér frama í pólitík með því að bera bjór og pítsur í fólk og að Gísli Marteinn hafi bara tekið þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins vegna þess að það hafi þjónað hans hagsmunum.

Ástæða skrifa Mörtu, önnur en almenn óvild sem hún virðist af skrifunum að dæma bera í hans garð, eru skrif Gísla Marteins á Facebook-síðu sína 20. apríl síðastliðinn. Þar sagði Gísli Marteinn að Sjálfstæðisflokkurinn í borginni væri andvígur því að ökuhraði bíla í hverfum borgarinnar yrði lækkaður. Það segir Marta að hafi verið árás á borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins „með ósannindum og vísbendingum um að þú [Gísli Marteinn] sért farinn að tapa minni meira en góðu hófi gegnir.“

Marta heldur áfram og eys svívirðingum yfir Gísla Martein í pistli sínum. Hún segir að hann hafi verið óvenju drjúgur með sig síðustu daga, og þá sé mikið sagt. Marta uppnefnir Gísla Martein í greininni, kallar hann ýmist „pjakk“, „Emil í Kattholti“ eða „prinsessu“.

„Nú ert þú bara prinsessa RÚV“

Þá segir Marta ítrekað að Gísli Marteinn ljúgi og hyggst taka hann í bakaríið fyrir vikið. „Það kann ekki góðri lukku að stýra, að ljúga upp á gamla pólitíska samstarfsfélaga og grípa síðan aftur til ósanninda þegar þú ert staðinn að verki.“

„Þú bara spinnur þennan þvætting af því þú heldur að það komi þér vel í fjölmiðli“
Marta Guðjónsdóttir
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.

Marta vitnar síðan í viðtal við Gísla Martein úr þættinum Bakaríinu á Bylgjunni þar sem hann hafi sagt að til sé vont fólk í grasrótum allra stjórnmálaflokka, að sögn Mörtu. Hún heldur því hins vegar fram að Gísli Marteinn sé alls ekki þessarar skoðunar. „Þú bara spinnur þennan þvætting af því þú heldur að það komi þér vel í fjölmiðli,“ segir Marta og heldur því fram að Gísla Marteini sé í raun bara illa við grasrót Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Það sé vegna þess að honum hafi verið hafnað af grasrótinni í prófkjöri árið 2006.

„Þú varst ein af prinsessum Sjálfstæðisflokksins og RÚV. En nú ert þú bara prinsessa RÚV. Þú varst frjálshyggjumaður, komst þér í mjúkinn hjá valdamiklum sem og velstæðum sjálfstæðismönnum og vildir verða borgarstjóri fyrir Sjálfstæðisflokkinn, keyptir ómæld gallon af bjór og tonn af pítsum sem þú útdeildir eins og rómverskur keisari - en, en, en þú tapaðir samt í fjölmennasta prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, fyrr og síðar, fyrir grasrót flokksins í Reykjavík, árið 2006. Þess vegna er þér meinilla við þessa grasrót.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár