Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins eys svívirðingum yfir Gísla Martein

Marta Guð­jóns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, seg­ir Gísla Martein ljúga og að mál­flutn­ing­ur hans sé þvætt­ing­ur. Þá hafi Gísli Marteinn reynt að kaupa sig til áhrifa í póli­tík með bjór og pítsum.

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins eys svívirðingum yfir Gísla Martein
Uppnefnir og ræðst á Gísla Martein Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fer með himinskautum í grein sinni.

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hellir úr skálum reiði sinnar yfir Gísla Martein Baldursson fjölmiðlamann og fyrrverandi borgarfulltrúa í aðsendri grein á Vísi. Ber Marta upp á Gísla Martein að hann ljúgi, hann sé farinn að tapa minni, hann hafi gert tilraun til að kaupa sér frama í pólitík með því að bera bjór og pítsur í fólk og að Gísli Marteinn hafi bara tekið þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins vegna þess að það hafi þjónað hans hagsmunum.

Ástæða skrifa Mörtu, önnur en almenn óvild sem hún virðist af skrifunum að dæma bera í hans garð, eru skrif Gísla Marteins á Facebook-síðu sína 20. apríl síðastliðinn. Þar sagði Gísli Marteinn að Sjálfstæðisflokkurinn í borginni væri andvígur því að ökuhraði bíla í hverfum borgarinnar yrði lækkaður. Það segir Marta að hafi verið árás á borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins „með ósannindum og vísbendingum um að þú [Gísli Marteinn] sért farinn að tapa minni meira en góðu hófi gegnir.“

Marta heldur áfram og eys svívirðingum yfir Gísla Martein í pistli sínum. Hún segir að hann hafi verið óvenju drjúgur með sig síðustu daga, og þá sé mikið sagt. Marta uppnefnir Gísla Martein í greininni, kallar hann ýmist „pjakk“, „Emil í Kattholti“ eða „prinsessu“.

„Nú ert þú bara prinsessa RÚV“

Þá segir Marta ítrekað að Gísli Marteinn ljúgi og hyggst taka hann í bakaríið fyrir vikið. „Það kann ekki góðri lukku að stýra, að ljúga upp á gamla pólitíska samstarfsfélaga og grípa síðan aftur til ósanninda þegar þú ert staðinn að verki.“

„Þú bara spinnur þennan þvætting af því þú heldur að það komi þér vel í fjölmiðli“
Marta Guðjónsdóttir
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.

Marta vitnar síðan í viðtal við Gísla Martein úr þættinum Bakaríinu á Bylgjunni þar sem hann hafi sagt að til sé vont fólk í grasrótum allra stjórnmálaflokka, að sögn Mörtu. Hún heldur því hins vegar fram að Gísli Marteinn sé alls ekki þessarar skoðunar. „Þú bara spinnur þennan þvætting af því þú heldur að það komi þér vel í fjölmiðli,“ segir Marta og heldur því fram að Gísla Marteini sé í raun bara illa við grasrót Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Það sé vegna þess að honum hafi verið hafnað af grasrótinni í prófkjöri árið 2006.

„Þú varst ein af prinsessum Sjálfstæðisflokksins og RÚV. En nú ert þú bara prinsessa RÚV. Þú varst frjálshyggjumaður, komst þér í mjúkinn hjá valdamiklum sem og velstæðum sjálfstæðismönnum og vildir verða borgarstjóri fyrir Sjálfstæðisflokkinn, keyptir ómæld gallon af bjór og tonn af pítsum sem þú útdeildir eins og rómverskur keisari - en, en, en þú tapaðir samt í fjölmennasta prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, fyrr og síðar, fyrir grasrót flokksins í Reykjavík, árið 2006. Þess vegna er þér meinilla við þessa grasrót.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár