Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins eys svívirðingum yfir Gísla Martein

Marta Guð­jóns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, seg­ir Gísla Martein ljúga og að mál­flutn­ing­ur hans sé þvætt­ing­ur. Þá hafi Gísli Marteinn reynt að kaupa sig til áhrifa í póli­tík með bjór og pítsum.

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins eys svívirðingum yfir Gísla Martein
Uppnefnir og ræðst á Gísla Martein Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fer með himinskautum í grein sinni.

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hellir úr skálum reiði sinnar yfir Gísla Martein Baldursson fjölmiðlamann og fyrrverandi borgarfulltrúa í aðsendri grein á Vísi. Ber Marta upp á Gísla Martein að hann ljúgi, hann sé farinn að tapa minni, hann hafi gert tilraun til að kaupa sér frama í pólitík með því að bera bjór og pítsur í fólk og að Gísli Marteinn hafi bara tekið þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins vegna þess að það hafi þjónað hans hagsmunum.

Ástæða skrifa Mörtu, önnur en almenn óvild sem hún virðist af skrifunum að dæma bera í hans garð, eru skrif Gísla Marteins á Facebook-síðu sína 20. apríl síðastliðinn. Þar sagði Gísli Marteinn að Sjálfstæðisflokkurinn í borginni væri andvígur því að ökuhraði bíla í hverfum borgarinnar yrði lækkaður. Það segir Marta að hafi verið árás á borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins „með ósannindum og vísbendingum um að þú [Gísli Marteinn] sért farinn að tapa minni meira en góðu hófi gegnir.“

Marta heldur áfram og eys svívirðingum yfir Gísla Martein í pistli sínum. Hún segir að hann hafi verið óvenju drjúgur með sig síðustu daga, og þá sé mikið sagt. Marta uppnefnir Gísla Martein í greininni, kallar hann ýmist „pjakk“, „Emil í Kattholti“ eða „prinsessu“.

„Nú ert þú bara prinsessa RÚV“

Þá segir Marta ítrekað að Gísli Marteinn ljúgi og hyggst taka hann í bakaríið fyrir vikið. „Það kann ekki góðri lukku að stýra, að ljúga upp á gamla pólitíska samstarfsfélaga og grípa síðan aftur til ósanninda þegar þú ert staðinn að verki.“

„Þú bara spinnur þennan þvætting af því þú heldur að það komi þér vel í fjölmiðli“
Marta Guðjónsdóttir
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.

Marta vitnar síðan í viðtal við Gísla Martein úr þættinum Bakaríinu á Bylgjunni þar sem hann hafi sagt að til sé vont fólk í grasrótum allra stjórnmálaflokka, að sögn Mörtu. Hún heldur því hins vegar fram að Gísli Marteinn sé alls ekki þessarar skoðunar. „Þú bara spinnur þennan þvætting af því þú heldur að það komi þér vel í fjölmiðli,“ segir Marta og heldur því fram að Gísla Marteini sé í raun bara illa við grasrót Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Það sé vegna þess að honum hafi verið hafnað af grasrótinni í prófkjöri árið 2006.

„Þú varst ein af prinsessum Sjálfstæðisflokksins og RÚV. En nú ert þú bara prinsessa RÚV. Þú varst frjálshyggjumaður, komst þér í mjúkinn hjá valdamiklum sem og velstæðum sjálfstæðismönnum og vildir verða borgarstjóri fyrir Sjálfstæðisflokkinn, keyptir ómæld gallon af bjór og tonn af pítsum sem þú útdeildir eins og rómverskur keisari - en, en, en þú tapaðir samt í fjölmennasta prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, fyrr og síðar, fyrir grasrót flokksins í Reykjavík, árið 2006. Þess vegna er þér meinilla við þessa grasrót.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár